Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1950, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.06.1950, Blaðsíða 17
Launamál verzlunarmanna — Klœðum landið skógi — Markaðsmálin og frjáls utanríkisverzlun — Gnoð ber að landi. NO ERU liðnir meira en 3 mánuðir síðan launþegar í V.R. sögðu upp samningum, en ennþá liafa ekki tek- izt samningar. Samningur V.R. við atvinnurekendur gekk úr gildi þann 1. apríl s.l., og lagði launakjara- nefnd félagsins þá strax fram samningstilboð. En það verður að segja hverja sögu eins og hún er. Atvinnurekendur hafa ekki fengizt til að ræða það samningstilboð, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir stjórn- ar og launakjaranefndar félagsins. Hefur gengið í sí- fellu þófi um þetta mál af hálfu atvinnurekenda, og hafa þeir fengið frest á frest ofan, en því miður. enn sem kiomið er hefur lítið bólað á viðleitni til samn- ingsgerðar af þeirra hálfu. Verzlunarmenn verða að endurskipuleggja samtök sín í framtíðinni, ef þeir ætla að koma í veg fyrir, að þeir verði á eftir öðrum stéttum þjóðfélagsins í launa- og kjaramálum. Því neitar enginn sem til þekkir, að öll verzlun og iðnaður landsmanna berst í bökkum sökum sí- minnkandi vöruinnflutnings og aukins kostnaðar. Álagning verzlunar- og iðnaðarfyrirta'kja hér á landi er einnig svo lág, að slíkt má teljasl einsda-mi um víða veröld. Þessum aðilum er því brýn nauðsyn á að rétta hlut sinn, ef öll verzlun og iðnaður á ekki að leggjast í lóma. En slíkt getur ekki orðið á kostnað launþega í verzl- unarstétt. Verzlunarmenn hljóta að halda fast við kröfur sín- ar um hækkun launa, þar sem þeir hafa fengið sára- litla lagfæringu launa sinna síðan 1945, en síðan hef- ur dýrtíðin aukizt til muna. Þeir hafa þar að auki fengið sönnun þess, að launakröfur þeirra eru fyllilega réttmætar, með því að bæði ríki og bær hafa samþykkt launauppbætur til starfsmanna sinna og með því viðurkennt réttmæti hækkaðra launa til þeirra, sem eru lægra launaðir en opinberir starfsmenn, og vinna áþekk störf og þeir, en það eru einmitt skrifstofu- og verzlunarmenn. Þetta viðhorf verða atvinnurekendur að skilja og fara eftir, og síðan nota til stuðnings kröfum sínum um hækkun á álagningu vara. Verzlunarmenn hafa nú til samkomulags komið fram með málamiðlunartillögu í launamálum sínum, er samþykkt var á almennum launþe'gafundi þann 12. júní s.l. Samkvæmt þeirri tillilgu telja þeir sig geta gengið að 15% kauphækkun á þrjá fyrstu flokka A og B liðs launaflokkanna, en 17% á lægstu flokkana. Eru þessar launahækkanir miðaðar við það. sem op- inberir starfsmenn hafa fengið. Þetta eru ekki nema eðlilegar og sanngjarnar kröf- ur, og er þess fastlega vænst, að atvinnurekendur gangi að þessu samningstilboði verzlunarmanna, en dragi þá ekki á tálar með samninga. eins og þeir hafa gert fram að þessu. • EITT ÞEIRRA félaga, sem unnið hafa að gróðursetn- ingu trjáplantna í friðlandi Reykvíkinga, Heiðmörk, er Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Á vegum félags- ins hafa verið gróðursettar 1500 trjáplöntur þar upp frá. Sveinbjörn Árnason, verzlstj. og stjórnarmeðlimur í V.R. er helzti forgöngumaður þess, að félagið gerðist þátttakandi ásamt fleiri félagasamtökum í að klæða Heiðmörk skógi. Að klæða landið skógi er stórfenglegt framfaramál. ísland framtíðarinnar er land, sem er skógi klætt milli fjalls og fjöru. Við, sem nú lifum, sjáum senni- lega ekki þann draum rætast, að hér verði mikill nytjaskógur. En með því að leggja skerf okkar til þeirra mála nú, þá erum við að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Ber vissulega að hvetja alla menn til að gerast virkir þátttakendur í þessu stórfenglega framfaramáli. • ISLENDINGAR eiga nú æ erfiðara með að selja eina aðalframleiðsluvöru sína, hraðfrysta fiskinn, og sölu- horfur virðast ekki vera bjartar framundan, nema FR.TÁLS VERZLUN 93

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.