Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1950, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.06.1950, Blaðsíða 26
nafni skáldsins og var mér sagt „að koma þessa leið‘“. Svo leit út sem eigandi þessa húss væri sæmilega efn- aður maður úr verzlunarstétt, sem óskaði eftir að lifa kyrrlátu lífi. i fordyrinu blasti við ljót grind, sem regnhlífum er stungiö í, og ofan við hana var speg- ill. Þernan vísaði mér inn í langan gang til hægri. Teppi var á gólfinu, og á ganginum var óveruleg glæta frá lítilli rafmagnsperu, sem var falin í út- flúruðum járnlampa. Við endann á þessum gangi var snúið til vinstri og þar blasti við annar gangur alveg eins og sá fyrri. Við enda hans voru opnar dyr og í gegnum þær skein daufur ljósbjarmi fram í gang- inn. Mér var vísað inn í herbergið og þar var ég skil- inn einn eftir. Þetta var smáherbergiskytra, og dreg- ið var fyrir gluggana. Grænn pappírsskermur, sem hékk niður úr miðju loftinu dró úr birtu rafmagns- perunnar. Öðru megin í herberginu var svartur bóka- skápur, fyrir honum var gler og utan yfir því gular hlæjur. Hinum megin í herberginu var ritfangaskápur, einn af þeim, sem getur að líta á hverri lögfræðiskrif- stofu. Út við gluggann var svart skrifborð og grænn dúkur breiddur á það. Á borðinu var ekkert nema blekbytta og ómerkilegur pennastokkur. Á veggjunum voru sérstaklega ljótar og hversdagslegar smámyndir frá Napóli, nokkrar litaðar eftirlíkingar af málverk- um gömlu meistaranna og skrifstofualmanak. Ef satt skal segja, þá varð ég fyrir dálitlum von- brigðum af þessu litla hversdagslega herbergi. Ég hafið búizt við að koma inn í helli einhvers undra- heimaanda, en hér virtist ég aftur á móti staddur inni í lögfræðiskrifstofu. Hér var alls engan hlut að sjá, sem gæfi til kynna, að hér byggi þessi sérkenni- legi rnaður, sem ég var kominn til að hitta. „Þetta er skrítið — skyldi þetta vera rétt hús? Kannski hér búi einhver af ættingjum hans, sem ber sama nafn,“ hugsaði ég. En ég hafði ekki tíma til að hugsa mér neina aðra lausn, því að dyrnar opnuðust og frammi fyrir mér stóð grannur og lágvaxinn maður um fimmtugt. Hann spurði mig á ágætri frönsku hvað hann gæti gert fyr- ir mig. Ég var svo hissa, að ég gat ekki komið upp nokkru orði. Þetta gat ekki átt sér stað, það var ó- hugsandi að þessi maður, sem mig hafði dreymt um og dáð af öllu mínu hjarta, — að þessi yfirlætislausi og kurteisi litli maður, sem horfði rólega á mig mein- leysislegum, gráum augum og sýndist brosa hálf kjánalega að því leyti sem það varð séð fyrir yfir- skegginu, — þetta gat ekki verið draumamaður minn, sá sem vakið hafði hjá mér allan þennan eldmóð. Hvernig gat það átt sér stað? Þessi maður, sem var klæddur í blettlausan lafafrakka með hendina í vas- anum á röndóttum buxunum og gekk í brúnum skóm úr fínu leðri. Var þetta virkilega sami maðurinn, sem hafði valdið mér hjartslætti og hugarórum með glæsi- leik hinna ægilegu ritsmíða sinna. En þessi maður virtist ekki geta verið neitt annað eða betra en upp- gjafa undirforingi eða bankamaður. Gat það verið, að þessar undraverðu hugsanir, sem höfðu haldið fyr ir mér vöku nótt eftir nótt, þessar djörfu uppáfynd- ingar, sem höfðu leitt mig inn í heim ólikan hvers- dagslífinu, — var hugsanlegl að þær hefðu í raun og veru þróast á bak við þetta slétta, lága enni, í þessum litla sköllótta kolli? Mér var bókstaflega 6- mögulegt að trúa því. Því lengur sem ég horfði á hann, því meiri varð undrun mín. Ég gat ekki stillt mig um að spyrja: „Eruð þér virkilega höfundurinn, skáldið á ég við, sem skrifaði Alvöru, —- höfundur bókanna Ég og Guð og Vandamál Miðnættisins?“ „Já, það er ég,“ svaraði hann. Hann var svo kurteis. Hann var alls ekkert hneykslaður. „Fáið yður sæti og segið mér, hvað ég get gert fyrir yður.“ Ég var ráðalaus. Mér datt ekkert í hug, sem ég gæti sagt, en hann hjálpaði mér úr klípunni. „Ég skil,"‘ sagði hann og brosti, þér eruð einn af aðdáendum mínum erlendis, og yður langar til að eiga viðtal við mig. Það er ósköp auðvelt. Ég get af- greitt yður á stundinni. Hann gekk að skrifstofuskápnum og tók prentað pappírsblað upp úr einni skúffunni og búnka af ljós- myndum upp úr annarri. „Hér munuð þér geta séð nokkur æviatriði mín rituð á frönsku og sömuleiðis fullkominn lista yfir ritverk mín, og ágrip af innihaldi þeirra. Þér getið valið hverja af þessum myndum, sem yður líkar. Ég held ég líti bezt út frá hlið, — en veljið annars hverja sem yður sýnist. I hvaða blaði á þetta að koma? Dagblaði eða mánaðarriti? Fyrir hvaða blað ritið þér? Þegar liann sá að ég svaraði engu, en starði stöð- ugt á hann vandræðalegur á svipinn, gekk hann aft- ur að skápnum og tók litla bók úr einni skúffunni, hann rétti mér hana og sagði, „hér hef ég prentaða alla helztu ritdóma um bækur mínar, þetta getur verið gagnlegt fyrir yður, svona til að átta yður á, hvar þér standið. Sjáið þér til, þetta er allt skrifað af góðum ritdómurum, og greinarnar eru allar úr góð- um blöðum. Ég hef ekki hirt um ritdómana í smá- bliiðunum. Ef þér viljið fá rithönd mína lil þess að setja með myndinni þá getið þér fengið hana, — gjör- ið þér svo vel —.“ Og þessi óþreytandi snillingur stóð upp aftur, opnaði enn eina skúffu og dró fram papp- írsörk, sem var skrifuð snoturri og skýrri hendi, eins og eftir bókhaldara, og hann stakk örkinni milli blaða í litlu bókinni sem hann hafði gefið mér. Ég var svo undrandi að ég gat ekkert aðhafst. „Eruð þér ekki ánægður með þetta?“ hélt hann áfram. „Langar yður til að vita nákvæmlega hvernig ég haga vinnu minni? Þá skal ég segja yður það. Ég vinn fjóra tíma á dag, en ég skrifa aldrei meir en 25—30 blaðsíður í einu. Ég nota fjölda af sjald- 102 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.