Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 2
Már Elísson: Um markaðsrannsóknir Höíundur greinarinnar, Már Elísson, er 26 ára gamall, ættaður frá Fáskrúðsfirði. Varð stúdent írá Verzlunarskóla íslands árið 1949. Nam eitt ár við Háskóla íslands og vann samhliða náminu. Haust- ið 1950 sigldi hann til Englands og nam hagfræði í þrjú ár við háskólann í Cambridge. Var við fram- haldsnám í Kiel í Þýzkalandi í eitt ár, að loknu próíi í Cambridge. Hefur starfað hjá Fiskifélagi Is- lands, síðan hann kom heim. ★ Markaðsrannsóknir, eins og þær þekkjast í nútímaþj óðfélagi, eru sprottnar af 'þeim aðf- stæðum og skilyrðum, sem eru óaðskiljanleg frá og sérstæð fyrir nútíma framleiðsluhætti, — og þeirra þjóðfélagslegu breytinga, er átt hafa sér stað í sambandi við síaukna verka- skiptingu og sérhæfingu, sem samfara eru fjölda- framleiðslu. — Bein afleiðing þess er, að flest okkar geta eigi komizt af án markaðsins (þar sem hin raunverulegu vöruskiplti fara frarn), hvar við breytum peningatekjum okkar í raun- verulegar tekjur — eftir þörfum og smekk. Markaðsrannsóknir eiga sér stað hvarvetna, þar sem um markaði (kaup og sölu) er að ræða og má segja, að þær hafi hafizt í einhverri mynd, jafnskjótt og framleiðsla og dreifing vöru færð- ist í hendur sérstakra stétta, — eða jafnvel fyrr. — A heimilisiðnaðarstiginu, þá er þjóðfélagið skiptist framleiðslulega í fjölda smárra en sjálf- stæðra eininga, innan hverra takmarka flestum þörfum var fullnægt, — var nauðsyn markaðs- ins og rannsókna á eðli hans skiljanlega lítil; vöruskipti í einhverri mynd hafa samt ávallt átt sér stað, er að sjálfsögðu hafa þá byggzt á einhverri þekkingu á þörfunum og möguleikan- um á því að hagnast. — Kaupmenn og iðnaðarmenn, er sóttu miðalda- messurnar, hafa án efa og eftir beztu getu reynt að afla sér þekkingar á eðli og þörfum væntan- legra viðskiptavina — bæði framboðshliðinni þ. e. a. s. verði og tegundum vöru keppinautanna og eftirspurnarhliðinni. — I dag — sem áður — halda framleiðendur og kaupmenn uppi eigin rannsóknum eftir eigin getu og þekkingu og með mjög mismun- andi árangri. — Þeir meta þarfir mark- aðsins og möguleikana á innleiðslu nýj- unga þangað. Niðurstöður sínar byggja þeir á reynslu sinni (sölu-instinct?) og annarra — eða ef til vill hafa þeir tekið í þjónustu sína tækni, er gerir þeim kleift að drag. áreiðanlegri og rökréttari ályktanir. — Erfiðleikarnir á slík- um cinkarannsóknum hafa samt farið sívaxandi, enda samsetning markaðsins og hlutfalla hans orðin mjög flókin og margbrotin, svo að æfðra sérfræðinga er oft þörf til þess að' ráða rúnir hans, en það hjálpar auðvitað mikið, að skýrslu- gerð og almennri upplýsingaþjónustu hefur fleygt mjög fram samhliða því hversu markaðs- hlutföllin hafa flóknað. — Orsakir þessa er að finna í breytinguin þeim og þróun, er að framan getur, sem eru bein afleiðing útvíkkunar mark- aðsins og fjöldaframleiðslunnar — ásamt ]>ró- uninni í peningamálum — og síðast en ekki sízt — bættri afkomu alls almennings, sem segja má að sé bæði orsök og afleiðing fjöldafram- leiðslunnar. — Fram að árum seinni heims- styrjaldarinnar var — í mörgum löndum um tvo aðalflokka neytenda að ræða, — það er, þeirra ríku, er mynduðu sérstakan fámennan flokk manna, oft með mjög sérstæðan (og dýran) smekk, og þeirra er minna áttu og ekki höfðu efni á að veita sér „luxus“ hinna, enda þótt ekki væri hægt að kalla þá alla fátæka. — Með tekju- jöfnunarafskiptum þess opinbera og bættum framleiðsluafköstum með tilsvarandi bættri lífs- afkomu hefur þetta breytzt, eftirspurnin aukizt og markaðurinn þanizt út; framleiðsluhlutföllin hafa breytzt og skilningur framleiðenda á lög- málurn markaðsins aukizt. — Til nánari skýringar á því, sem við er átt: Framleitt er nú fyrir neytendur, er hafa hærri tekjur og frjálsræði (þegar það opinbera. hefur 78 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.