Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 8
ustu lífsnauðsynjar urðu að sitja í fyrirrúmi. Menn máttu ekki almennt við því að verja aur- um sínum til kaupa á gripum til að prýða með heimilin. Þó var hér eini staðurinn á landinn, sem ætla mætti að hefði rúm í náinni íramtíð fyrir sér- verzlun með skartgripi, úr og listmuni. Árið 1904 töldust sjö starfandi gullsmiðir í Reykjavík, og varð Jón sá áttundi. Ekki unnu þó allir þessir menn að iðn sinni eingöngu. Gull- smiðir bæjarins höfðu verkstofur á heimilum sínum og störfuðu sjálfstætt. Seldu þeir sjálfir sínar eigin smíðar. Var að mestu unnið eftir áður gerðum pöntunum. Þeir höfðu ekki söiu- búðir né fluttu inn erlenda smíðisgripi. Starfsemi gulllsmiða var fábrotin, og nær ein- göngu bundin við smíðar á silfurbúnaði á ís- lenzka þjóðbúninginn. Tóbaksílát og svipur var nokkuð smíðað. Ur gulli voru smíðaðir gift- ingahringir, steinhringir og stöku skartgripir. Fyrstu árin hafði Jón Sigmundsson starfsstöð sína og heimili á ýmsum stöðum í bænum. En 1907 tók hann á leigu húsið nr. 8 við Laugaveg. Var það lítið steinhús og áður kallað Smiðjuholt. Þetta hús keypti hann síðar og byggði upp. Bjó hann þarna vinnustofu sina og litla sölubúð fyrir framan, því að hann hafði hug á að koma upp reglulegri skartgripaverzlun samhliða vinnustof- unni. Skin og skúrir hafa skipzt á í starfsemi fyrir- tækisins þá hálfu öid, sem það hefur starfað. Aukin fólksfjölgun í bænum og almenn velmegun urðu þess valdandi, að viðfangsefnin stækkuðu og urðu fjölbrevttari við auknar og almennari kröfur til viðhafnarmeiri lífshátta. En í erfiðu árferði skorti verkefni og stafsemin dróst saman. Viðskipti hafði verzlunin víða um land og lagði Jón ríka áherzlu á þau og hélt þeim við með auglýsingum. Gaf hann t. d. út myndalista yfir varning sinn og dreifði um landið. Einnig hefur mikið verið unnið við smíðar á minjagrip- um úr silfri fyrir erlenda ferð'amenn, er til lands- ins koma. Samhliða gull- og silfursmíði tók fyrirtækið að sér viðgerðir á úrum og klukkum, ýmist sjálf- stætt, eða í samvinnu við aðra úrsmiði. Er verzl- nnin hafði fengið einkaumboð hér á landi fvrir úr og klukkur nokkurra heimlsþekktra fyrir- tækia, var árið 1944 komið á fót í sambandi við verzhmina viðgerðarstofu fyrir þessa starfs- grein, Jón Sigmundsson. Er Jón hóf starfsemi sína, voru viðskipti lands- manna að mestu bundin við Danmörku. Hann hóf því fyrst innflutning þaðan á alls konar smávörum úr silfri, silfurpletti og gulli Brátt fór hann þó að skÍDta við Þýzkaland og síða.r við Sviss með úr. Á ófriðarárunum fyrri hófust viðskipti við Ameríku og England. ITpp úr því jók hann vöruva] sitt og fór að ha.fa í verzluninni kristal, keraimik og ýmsa. innflutta listmuni. A tímum hafta og ófrelsis varð vöruþurrð mikil í verzluninni, þrátt fyrir takmnrkaða lcaupgetu almennings. Jón Signmndsson andaðist 4. ágúst 1942, en fyrirtækið hefur verið rekið áfram a.f ekkju hans og fjölskyldu. Fyrirtækið hefur aflað sér trausts og áreiðan- leiks á hálfrar aldar starfsemi og færzt í aukana með auknum kröfum, er til starfseminnar hafa verið gerðar. Skartgripir og listmunir hafa verið viðfangs- efni fyrirtækisins nú um hálfa öld og ávallt kappkostað að fara í vöruvali eftir einkunnar- orðum verzlunarinnar: „Fagur gripur er æ til yndis.“ FRJÁLS VERZLUN árnar fvrirtækinu allra heilla með hálfrar aldar afmælið. 84 rRJÁns verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.