Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 23
Úr myndasafni V. R. — XLIÍ. Ingvar N. Pálsson. ★ Undanfarnar vikur hafa samninganefndir verzlunarmanna og kaupmanna setið á rökstól- um og rætt um lokunartíma verzlana og skrif- stofa á laugardögum yfir vertrarmánuðina. Hinn 31. okt. s.l. var gert samkomulag, sem báðir aðil- ar skrifuðu undir, með fyrirvara þó, en nú hefur almennur launþegarfundur verzlunarmanna sam- þykkt samkomulagið fyrir sitt leyti og kemur því ekki til uppsagnar samninga að þessu sinni. Samkomulagið er svohljóðandi: „A tímabilinu frá og með 1. október til 81. desember skal sölubúðum lokað eigi síðar en kl. 1(5 á laugardögum. A tímabilinu frá og með 1. janúar til 30 apríl skal loka eigi síðar en kl. 13 á laugardögum, og á tímabilinu frá og með 1. maí til 30. september skal loka eigi síðar en kl. 12 á laugardögum. Á tíma.bilinu frá 1. janúar til 30. september er heimilt að' hafa sölubúðir opnar til kl. 19 á föstudögum Á tímabilinu frá og með 1. október til 31. desember skal skrifstofum lokað eigi síðar en kl. l(i á laugardögum og á tímabilinu frá og Gott fordæmi í 10.—12. hefti FRJÁLSRAR VEltZLUNAR síðasta árs birtist verðlaunamyndagáta, er átti miklum vinsældum að fagna. Fyrstu verðlaun var peningaupphæð, kr. 250.00, og hlaut þau Páll Sigurgeirsson, kaupmaður á Akureyri. Fyrir nokkru var Páll á ferðinni hér í bænum og leitaði þá uppi skólastjóra Verzlunarskólans, dr. Jón Gíslason, og færði honum peningaupp- hæðina frá FRJÁLSRI VEIÍZLUN að gjöf í hús- byggingarsjóð skólans. Á næsta ári eru 100 ár liðin frá því að lögin um ótakmarkað verzlunarfrelsi tóku gildi. Á því saina ári er hálfraraldar afmæli Verzlunarskól- ans. Hann er nú einn fjölmennasti framhalds- skóli landsins, en býr við naumastan húsakost þeirra allra. Bezta gjöfin, sem verzlunarstéttin getur fært skólanum til minningar um hundrað ára afmæli verzlunarfrelsisins, er ný og vegleg skólabygging. Verzlunarmenn, látum gjöf Páls kaupmanns á Akureyri verða okkur hvatning til stórra átaka í þessu nauðsynjamáli. Engin upphæð er svo smá, að hún komi ekki að gagni. Minnumst verzlunarfrelsisins með því að láta Verzlunarskólann sjá hilla undir nýja skólabyggingu. með 1. janúar til 30. apríl skal loka eigi síðar en kl. 13 á laugardögum.“ Breytingin, sem á sér stað, frá því, sem nú er í gildi, er sú, að fjóra fyrstu mánuði ársins er verzlunum og skrifstofum lokað kl. 1 e. h. á laugardögum í stað kl. 4 áður og verzlanir í þess stað opnar til kl. 7 á föstudögum, eins og á sumrin. Smnartíminn verður sá sami og verið hefur og sömuleiðis verða haustmánuðirnir þrír, okt., nóv. og des., óbreyttir. Undir samkomulagið rituðu: F. h. Samninganefndar launþega Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur: Ingvar N. Pálsson, Gyða. Halldórsdóttir, Jónas Gunnarsson, Guðm. Jónsson, Björgúlfu|r Sigurðsson, Gunnl. J. Briem,, Þorsteinn Pétursson. F. h. Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis: Ragnar Ólafsson, H. Sigtryggsson. F. h. Sambands smásöluverzlana: I/árus Pétursson, Þorbjörn Jóhannsson. F. h. Verzlunarráðs Islands: Isleifur Jónsson, Bjarni Björnsson. FRJÁLS VERZLUN 99

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.