Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 13
Flestar íslenzkar húsmæður liannast sennilega við orðið Pfaff, og þær eru orðnar nokkuð marg- ar, sem eiga á heimilum sínum kjörgrip með sama nafni. Saumavélin Pfaff á hér marga að- dáendur í hópi veika kynsins og enn fleiri myndu óska návistar hennar, ef þess væri kostur. Fyrsta Pfaff saumavélin var seld hér á landi fyrir rúmum 25 árum síðan, eða nánar tiltekið 28. október 1929. Kaupandinn var saumakona ein í Reykjavík, og greiddi hún Magnúsi Þor- geirssyni, umboðsmanni Pfaff á Tslandi, kr. 240.00 fyrir þessa stignu saumavél. Tveimur ár- um seinna hætti saumakonan að stunda sauma- skap sem atvinnu og fékk þá handsnúna sauma- vél í skiptum fyrir þá stignu. Hefur sú vél verið í eigu verzl. Pfaff síðan og notuð jöfnum hönd- um til kennslu fyrir nýja kaupendur. Eins og áður hefur verið getið, var fyrsta Pfaff saumavélin selcl í Reykjavík fyrir liðlega 25 ár- um síðan, en verzl. Pfaff var opnuð sama dag- inn og þessi fyrsta vél var seld. FRJÁLS VERZLIIN átti nýlega samtal við Magnús Þorgeirsson, eða Magnús í Pfaff eins og hann er venjulega kallaður, en hann hefur verið eigandi verzlunarinnar frá byrjun. Skýrði Magn- Verzlunin Pfaff 25 ára ús svo frá, að verzl. Pfaff hafi fyrst verið til húsa að Bergstaðarstræti 7, en í ársbyrjun 1939 var flutt í ný húsakynni við Skólavörðustíg 1, þar sem verzlunin er í dag. Pfaff saumavélarnar, sem framleiddar eru í Þýzkalandi, urðu brátt vinsælar hér á landi. Ár- ið 1931 sendi Magnús systur sína, Emelíu Þor- geirsdóttur, til Þýzkalands til þess að kynna sér meðferð saumavélanna og ýmsar nýjungar varð- andi rekstur þeirra. Þegar heim kom, tók hún að kenna íslenzkum kaupendum Pfaff saumavél- anna, hvernig þær skyldu bezt meðhöndlaðar, og hefur sá 'háttur verið hafður á ætíð síðan. í seinni tíð hefur verið um geysimiklar framfarir að ræða hvað snertir fjölhæfni saumavélanna, og má í því sambandi nefna áhald á nýjustu gerð Pfaff vélanna, sem afkastað getur 1100 mis- munandi gerðum af útsaumi með aðeins þremur stillingum. Pfaff saumavélaverksmiðjurnar voru stofnað- ar árið 18(52. Traustur hornsteinn var lagður að þessu fyrirtæki, því í dag, röskum 90 árum síðar, er þetta stærsta saumavélaverksmiðja Evrópu og sú næst stærsta í allri veröldinni. Framleiðsl- an nemur nú hátt að annað þúsund saumavélum á dag, en í febrúar s.l. höfðu verksmiðjurnar framleitt 5 milljónir saumavéla frá því þær tóku til starfa. I síðustu styrjöld var meira en helm- ingur Pfaff verksmiðjanna eyðilagður og í stríðs- lok var mikið af framleiðsluvélum þeirra teknar og fluttar í burtu af hernámsaðiluin. Sem dæmi um þá öru þróun, sem orðið hefur hjá Pfaff í Þýzkalandi frá því stríðinu lauk, má geta þess, að í dag er framleiðsla verksmiðjanna orðin 50% meiri en hún var í stríðsbyrjun. Auk hinna FUJALS VEllZLUN 89

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.