Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 15
Aö vísu cr iiægt aö bcncta á, aö framkvæniciarvaldið bcfur
haft afskipti af deilumálum launþcga og atvinnurekenda,
cn þá eingöngu scm sáttasemjari. Hér hefur opinber aðili
aftur á móti tckið afstöðu með öðrum dciluaðilanum á
meðan á samnmgum stendur. Það skal tekið fram, að í
kröfum V. R. var ekki að þessu sinni farið fram á stytt-
ingu vinnuvikunnar, og kemur það cinnig fram í samn-
ingum þeim, scm undirritaðir voru 31. okt. s.l., cn að þcssu
atriði verður nánar vikið hér á eftir.
Hvað þcssi stefnubreyting bæjarráðs í afstöðunni til deilu
um kjaramál hefur að þýða fyrir framtíðina skal ósagt lát-
ið að sinni, en hræddur er ég um, að einhvers staðar heyr-
ist hljóð úr horni, cf bæjarráð færi að taka upp þann hátt
að taka afstöðu til slíkra deilumála á meðan samningar
stæðu yfir, færi t. d. að scmja sérstaklega við Dagsbrún, cn
eins og kunnugt er, hefur bæjarráð alltaf hafnað slíkum til-
mælum hingað til.
Gcta má þcss, að tillaga um, að bæjarráð liti svo á, að
vinnutími afgreiðslufólks í sölubúðum eigi fyrst og fremst
að vera samningsatriði milli viðkomandi launþega og at-
vinnurekenda og að þcssum aðilurn beri að finna leiðir,
scm uppfylli óskir launþega, en tryggi. jafnframt nauðsyn-
lega þjónustu við almcnning, fékk ekki nægan stuðning í
bæjarráði.
Þá er rétt að minnast hér á nokkur ummæli, cr birtust í
málgagni Verzlunarráðs íslands, „Ný Tíðindi", þann 29.
okt. s.l., cn blaðið birti þá álit nokkurra aðila um þctta
mál.
Þar kemur fram á ritvöllinn einn af samninganefndar-
mönnum atvinnurekenda, og hefur álit hans yfirskriftina:
„Hádegislokun er ófær á vetrum“. Álitið sjálft er í sama
dúr. Það cr ckki óalgcngt, að deiluaðilar skýri málstað sinn
á opinbcrum vettvangi, en að lýsa því bcint yfir, að mál-
staðtir hins aðilans sé algerlega ófær, mun vera cins dæmi.
Það getur ckki hafa vcrið upplífgandi fyrir samninganefnd
launþcga að mæta á samningafundi mcð manni, scm slíka
yfirlýsingu hefur látið frá sér fara. Einnig gcta- slíkar yfir-
lýsingar hlcypt kcrgju í menn og geta af því orðið ófynr-
sjáanlegar aflciðingar.
Annar kaupmaður, er þarna lætur til sín heyra, segist
vita vel, að fólk mundi kaupa þá vöru, sem hann hefur á
boðstólum, á einhverjum öðrum degi, ef laugardagurinn
yrði lokaður, cn hann vill samt ekki loka þann dag allt
árið, og „er það fyrst og fremst vegna amennings, að við
stöndum fast á þessu.“ Scm sagt, vegna þess almennings,
sem myndi kaupa vöruna á öðrum degi, ef þessi krafa
næði fram að ganga.
Þessi sami kaupmaður lætur í ljós þá skoðun, að lokunar-
tímann ætti að skipa með löggjöf. Hvað um mannréttind-
in? Á að gcra launþcga í landinu að þrælum? Ef eitt at-
riði, scm hingað til hcfur heyrt undir kjarasamninga, er
þannig tckiö út úr og ákvcðið mcð löggjöf, hvc lcngi þarf
þá að bíða, þar til kjarasamningum yfirleitt er skipað á
þann hátt? Ég ]æt kaupmanninn sjálfan um að svara þcssu,
og vona jafnframt, að hann sé einn um þcssa skoðun
sína.
Einn kaupmaðurinn tekur sér fyrir hendur að rangfæra
vinnutíma afgrciðslufólks, og cr sá hluti álits hans prcnt-
aður mcð fcitu letri í áðurnefndu blaði. Kaupmaðurinn scg-
ir, að vinnutíminn sé 41 '/1 klst. á viku að sumri til og 43
klst. á vetrum. Og hvcrnig fer hann að þessu? Jú, hann
dregur kaffitímann frá auk matartímans. Hafi hann ekki
vitað um það áður, þá veit hann það hér með, að það er
ekki venja að draga frá /2. klst. í kaffitíma á dag, a. m. k.
ekki, þegar um er að ræða 48 stunda vinnuviku. Vinnutím-
inn að vctri til er 46 klst. á viku að viðbættri J4 klst. á
dag mcð því að vinna við venjulega standsetningu eftir
lokun og ljúka afgrciðslu pantana, eins og scgir í síðustu
mgr. 7. gr. núgildandi kjarasamnings. Þetta gcra 49 klst.
á viku. Á sama liátt verður vinnutíminn 47. klst á viku
að sumrinu, svo meðaltalið verður 48 klst. og cr þá ekki
gengið á rétt kaupmannsins, þar sem vetrartíminn hefur
verið tvcim mánuðum lengri en sumartíminn. Hvað breyt-
ingu þá snertir, er á verður, ef samkomulag það, er undir-
ritað var 31. okt. s. 1. kemur til framkvæmda, þá er rétt að
skýra frá því, að vinnuvikan reiknast samkvæmt þessu 48
klst. frá 1. jan. til 30. apríl, 47 klst. frá 1. maí til 30.
scpt. og 49 klst. frá 1. okt. til 31. des. eða mcð öðrum orð-
um, mcðaltalið cr hið sama og var, 48 klst. á viku.
Ég ætla ekki að clta ólar við fleiri, er fram konni með
sitt álit á þcssu rnáli í ncfndu blaði, og ætti það líka að
vera óþarft, því „röksemdirnar" stangast svo á, að þær eta
hvcr aðra upp. ________
Verzlctnir í árslok 1952
I. árslok 1952 voru alls 1092 verzlanir á öllu
landinu, þar af 1049 í Reykjavík, 382 í öðrum
kaupstöðum og 231 annars staðar. Verzlanirnar
skiptust eftir vöruflokkum þannig (tölur fyrir
Reykjavík innan sviga): Umboðs- og heildverzl-
anir 239 (223); matvöru- og nýlenduvöruverzl-
anir 250 (185); vefnaðarvöruverzlanir 220 (109);
skóverzlanir 31 (20); bóka- og ritfangaverzlanir
64 (41); skartgripaverzlanir 63 (56); járn- og
byggingavöruverzlanir 47 (22); raftækja- og bif-
reiðavöruverzlanir 50 (35); fiskverzlanir 55 (40);
brauð- og mjólkurbúðir 129 (93); aðrar sérverzl-
anir 241 (165, þar af 26 húsgagnaverzlanir) og
verzlanir með alls konar vörur og ótilgreint eru
alls 273, þar af engin í Reykjavík, 87 í kaup-
stöðum og 186 annars staðar á landinu.
(Verzlunarskýrslur 1952).
FH.TALS VERZLUN
91