Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 16
Egill Vilhjálmsson hJ. 25 ára Bifreiðavöruverzlunin Egill Yilhjálmsson h. f. átti 25 ára afmæli þann 1. nóvember s.l. Árið' 1929 stofnsetti Egill Vilhjálmsson fyrirtækið, og hefur liann ávallt rekið það síðan af miklum dugnaði og myndarskap. I fyrstu var verzlunin til 'húsa að Grettisgötu 16—18, en árið 1932 var flutt í ný húsakynni við Laugaveg 118, þar sem reist hafði verið sérstaklega yfir íyrirtækið. Síð'- an hefur það fært út kvíarnar hvað ef'tir annað, og er nú svo komið, að bygging Egils Viihjálms- sonar við Laugaveg mun vera eins sú stærsta á landinu að flatarmáli, en samanlögð lengd húsa- raðanna er um 200 metrar. Á fyrstu árum fyrirtækisins voru eingöngu framkvæmdar bifreiðaviðgerðir auk varahluta- sölu. Árið 1932, þegar flutt var í hin nýju húsa- kynni, hóf fyrirtækið yfirbyggingu langferðabif- reiða. Ári síðar var svo byrjað að byggja yfir strætisvagnana, en Egill var einn af stofnendum Strætisvagna Reykjavíkur og meðeigandi, þar til Reykjavíkurbær tók við rekstri þeirra árið 1943. Yfirbyggingarverkstæðið' hefur frá því fyrsta verið snar þáttur í allri starfsemi fyrir- tækisins, enda eru þeir ekki svo fáir langferða- og strætisvagnarnir, sem komið liafa út frá verk- stæði Egils Vilhjálmssonar gljáandi og glæsi- legar ásýndum. Með auknum húsakosti jukust samhliða starfsgreinar fyrirtækisins, en þær eru í dag, sem hér segir: Bifreiðaviðgerðir, bifreiðayfir- byggingar, bifreiðamálun, rennismíði, glerskurð'- ur og slípun, svo og bifreiðainnflutningur og varahlutasala. Árið 1935 tók Egill Vilhjálmsson fyrsta nemandann í bifreiðavirkjun, en nú munu um 70—80 iðnnemar hafa lokið námi hjá fyrir- tækinu í bifreiðavirkjun, bifreiðasmíði og renni- smíði. Egill Vilhjálmsson er án efa einhver athafna- mesti maður á sviði bifreiðasölu og bifreiðasmíði hér á landi. Hann fékk snemma áhuga fyrir þessu merkilega farartæki, bílnum; hefur sennilega haft meiri trú á framtíð hans en margur samtíðar- maðurinn. Egill vai þriðji Islendingurinn, sem fékk ökuréttindi hér, en prófraunin fór fram árið 1915. Sama ár gerðist hann bifreiðastjóri hjá Bifreiðastöð Reykjavíkur, en í þá tíð var lítið um bíla á götum höfuðborgarinnar og því minna um þægindi þessara „frumbyggja“. Egill var enn- fremur prófdómari í bifreiðaakstri í Reykjavík um nokkurt skeið, en sagði því starfi lausu, er hann hóf að stunda verzlun. Fyrirtækið Egill Vilhjálmsson h. f. ber öðrurn fremur vott um framtakssemi og dugnað, og má eflaust þakka það hinum ötula stofnanda þess, senr ávallt hefur fvlgzt með öllum nýjungum í bílaiðnaðinum svo sem kos'tur hefur verið á. Ber hinn öri vöxtur fyrirtækisins þess Ijósan vott, að vel hefur verið unnið að því marki að hafa „allt á sama stað“. 92 FliJALS VEUZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.