Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 21
Ráll li. Melsted stór- kaupmaður varð sextug- ur 28. október s.l. Hann er Arnesingur að ætt, fæddur að Framnesi á Skeiðum. Páll hóf nám við Menntaskólann í Reykjavík, en hvarf frá námi þar. Búfræðingur frá Hvanneyri 1913 og prófi frá Samvinnuskól- anum lauk hann 1921. Starfaði eftir það hjá ýmsum fyrirtækjum, lengst af hjá Þórði Sveinssyni & Co. Árið 1930 stofn- setti hann sitt éigið fyrirtæki, G. Helgason & Melsted h. f., ásamt Guðmundi heitnum Helga- syni. Páll hefur verið ótrauður að leggja inn á nýjar braulir í verzlunarrekstri sínum, enda er fyrir- tæki hans í röð fremstu umboðs- og heildsölu- verzlana landsins. Hann starfrækir einnig verzl- unarfyrirtæki í Færeyjum, er annast bæði inn- og útflutningsverzlun. Samhliða innflutningsverzluninni hér á landi hefur Páll látið mikið til sín taka í ýmsum grein- um útflutningsverzlunarinnar, og rutt þar nýjar leiðir. Fyrirtæki lians var með þeim fyrstu, er hóf útflutning á saltfiski til SuiðuT-Ameríku. Um skeið var firmað ein stærsti útflytjandinn á loðskinnum, og nú seinast hefur Páll selt skreið í stórum stíl til Afríku. Er Páll maður víðförull og gerir sér far um að kynnast af eigin raun siðum og viðskiptavenjum þeirra þjóða, er fyrir- tæki hans hefur viðskipti við. FRJÁLS VERZLUN árnar honum allra heilla Oddur R ög nvaldsson verzlun arm aður va rð æxtugur 9. nóvember s.i. Hann er fæddur að Fagradal í Saurbæ í Dalasýslu, en fluttist til Reykjavíkur um tvítugt og hefur alið aldur sinn hér síðan. Oddur hefur aðallega unnið verzlunarstörf frá því að hann kom til bæjarins. Annars er hann Reykvíkingum að góðu kunnur gegnum hin ýmsu aukastörf, sem hann hefur haft með höndum um dagana. ILann hef- ur annazt dyravörzlu við ýmis samkomuhús bæjarins og m. a. verið hinn sjálfkjörni dyra- vörður á öllum fundum og skemmtunum Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur í fjölda ára. I þessu starfi hefur hann ávallt sýnt lipurð og trúmennsku. Hann hefur um 30 ára skeið verið í varaslökkviliði Reykjavíkur. Við sín daglegu verzlunarstörf er hann vel liðinn af viðskiptavinum, enda lipur í starfi og prúðmenni. FRJÁLS VERZLUN árnar honum heilla á FRJÁLS VICRZLUN 97

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.