Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 18
Verzlunarskólinn sellur í 50. sinn Setningarœða dr. Jóns Gíslasonar skólastjóra Heiðruðu gcstir, kæru samkennarar, kæru nemendur! Sumarið er scnn liðið. Farfuglarnir hópa sig og fljúga til fjarlægra stranda, cn æskulýðurinn streymir að úr öllum áttum: utan af Iandsbyggðinni, af fiskimiðunum og frá ým- iss konar vinnustöðvum bæjanna. Allra hugir beinast nú að skólunum, þessum gróðrarstöðvum hinnar upprennandi kyn- slóðar. Sé sumarið tími hinnar starfsfúsu handar, þá er vet- urinn timi náms og andlegrar þjálfunar. Þeim fækkar nú óðum, sem betur fcr, æskumönnunum, cr sitja vcrða heima harmþrungnir vegna skorts á tækifær- um til að fá svalað mcnntaþorsta sínum. Nú eru heilbrigð- um ungmennum flestir vegir færir. Sumir cru svo svartsýn- ir, að telja þcssar stórbættu aðstæður almennings til mennt- unar tvíeggjað sverð. Mcnn séu hættir að meta eins og skyldi þau gæði, sem lífið hefur upp á að hjóða, síðan I/fsbaráttan varð auðveldari og sóknin til skólamcnntunar varð léttari. En er þctta sjónarmið ekki markað óþarfa böi- sýni? Það er vissulega ckki nýtt fyrirbæri að finna á með- al skólanemenda cinstakhnga, sem eru svo skammt á veg komnir að andlegum þroska, að þeir kunna ekki að færa sér í nyt þau tækifæri, sem skólavistin veitir þeim til mennt- unar og manndóms. Hitt er stórum mikilvægara, bæði fyr- ir cinstaklinginn og þjóðfélagsheildina, að nú er örugg vissa fyrir því, að það verður æ fátíðara, að miklir hæfi- leikar fari forgörðum, vcgna þess að tækifæri til mennt- unar brugðust. Nú standa framsæknum ungum mönnum allar lciðir opnar. Atvinnumöguleikar bæði meðan á námi stendur og eins að því loknu em svo fjölbreyttir og marg- víslegir, að ekki stenzt neinn samanburð við það, sem gerð- ist fyrir fáum áratugum. Ættum vér þá að gcra ráð fyrir, að synir og dætur þeirra manna, sem hófu land vort og þjóð með ötulli baráttu og karlmannlegum þrótti upp úr fátækt og umkomuleysi margra alda áþjánar, bregðist svo hrapalega, þegar loks cr farið að rofa til, að þcir fleygi frá sér tækifærunum í hugsunarleysi og glati jafnvel fengnu frelsi og dýrmætri þjóðmenningu? Hins vegar er óhjákvæmilegt að gera sér grein fyrir, að nú er að fara fram stórfelidari bylting í þjóðlífi voru en nokkru sinni hefur átt sér stað fyrr. Þar eru að verki tveir mcginstraumar, sem nú eru að falla í einn farvcg og efla hvor annan. Annars vegar er um að ræða árangur af sjálf- stæðisbaráttu vorri, scm lauk með stofnun algerlega full- valda lýðvcldis á Islandi. Hins vegar er svo hin stórstíga tækniþróun vorra tíma, sem réttir oss upp í hendurnar möguleika til að gera oss auðlindir landsins undirgefnar og nytja þær á miklu stórkostlcgri hátt cn feður vora hefði nokkurn tíma getað órað fyrir. Hefði þjóð vor ekki vakn- að af værum blundi til sjálfstæðisvitundar fyrir rúmri öld, væri íslenzkt þjóðcrni nú scnnilega undir lok liðið og vér sjálfir þjónar útlendra auðhringa, sem komið hcfðu auga á hagnýtingu þeirra möguleika, sem land vort hýr yfir. En hvar stöndum vér nú? Nú eru fjötrarnir leystir og oss hefur verið réttur upp í hendurnar töfrasproti hinnar nýju tækniþróunar, sem gerir oss kleift að láta rætast hina djörfustu óskdrauma þjóðsagna og æfintýra. Vélknúnir knerrir sigla um heimshöfin undir íslenzkum fána, fiski- flotinn hefur umskapazt úr árafleytum í hraðskreið vélskip búin fullkomnustu tækjum, vegakerfið í landinu cr að seil- ast innst til dala og yztu nesja og eftir því bruna daglega bifreiðir mcð varning og fólk, cn um loftið þjóta flugvélar milli fjarlægra staða innan lands og um allar álfur. I.and- búnaðurinn er sem óðast að vélvæðast, svo að hin alda- 94 FRJAI.S VERZLTJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.