Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 9
Þegar fyrstu flugvélarnar komu til Reykjavíkur þyrptusi menn upp á Arnarhól og horfÓu í suðurátt \---------------------------------------------1 ( í ágúst s.l. voru 30 ár liðin frá því Svíinn Eric Nel'son lenti flugvél sinni á Hornafirði eftir rúmlega 8 klst. flug frá Kirkwall í Orkn- eyjum, en það var einn af áföngunum í hnatt- flugi Bandaríkjamanna árið 1924. Nelson hinn sænski braut blað í flugmálasögu Is- lendinga, því hann varð fyrstur manna til þess að koma loftvegu til íslands. Með því markaði hann eigi aðeins tímamót í sögu íslands, heldur einnig í sögu alþióðaflugsam- gangna. Flugmálafélag íslands minntist þessa merk- isviðburðar í sumar með því að reisa minn- isvarða við flugvöllinn á Hornafirði, og var NeJson boðið hingað til lands til þess að vera viðstaddur afhjúpun minnisvarðans, sem er stuðlabergssúla. Fór athöfn þessi fram á Hornafirði þann 2. ágúst, en þá voru rétt 30 ár liðin síðan Nelson lenti þar. Viðsiaddir athöfnina voru auk Nelson ýmsir forustu menn íslenzkra flugmála. í eftirfarandi grein, sem skrifuð var fyrir röskum 20 árum, segir prófessor Alexander Jóhannesson frá því, er Eric Nelson og félag- ar hans komu til íslands í hnattfluginu mikla 1924. Flugfei'ðir allar tóku miklum framförum í heimsstyrjöldinni og eftir þann tíma keppast margar þjóðir um að kom á föstum flugferðum milli landa og heimsálfna og fljúga yfir heims höfin. Loks var stofnað til heimsflugs af Banda- ríkjamönnum 1924. Skyldu fjórar flugvélar taka þát't í þessu ferðalagi og voru þær merktar 1, FRJÁLS VEUZLUN 2, 3, og 4, en stjórn Bandaríkjanna lagði til her- skip til þess að vera flugvélunum til aðstoðar, ef eitthvert óhapp kynni að bera að, er flogið væri yfir heimshöfin. Flugvélarnar áttu að fljúga yfir 22 þjóðlönd og bera vitni um snilli og forystu Bandaríkjanna í flugmálum um víða veröld. Var vænghaf hverrar flugvélar 50 fet, hraðinn 175 enskar mílur á klukkutíma og gat hver flugvél tekið 800 gallónur af benzíni og verið 20 tíma í einu í lofti. Foringi fararinnar hét Martin og var majór, en í hverri flugvél voru tveir menn og voru liinir flugmennirnir Nelson, Smith og Wade. Flugið hófst í Seattle í Washingtonfylki (i. apríl 1924 og allur heimur- inn veitti ferðalagi þessu sérstaka athygli. Fyrst var flogið yfir Alaska, en þá heltist ein flugvélin úr lestinni, sú, er Martin majór stýrði. Eftir það flugu þrjár flugvélarnar áfram vfir Japan, Siam, Vesturindland, Persíu, Mesopótamíu, Sýrland, Tyrkland, Rúmeníu, Serbíu, Austurríki, Þýzka- land, Frakkland og England, en þaðan skyldi flogið' til Islands og síðan yfir Grænland og Labrador heim aftur. Frá Kirkwall í Orkneyjum var lagt af stað til Islands laugardaginn 2. ágúst, kl. 7,25 um morg- uninn. Fengu þeir félagar veðurskeyti frá öllum nálægum löndum áður en þeir lögðu af stað, einnig frá íslandi, en fjögur amerísk herskip lögðu um lík't leyti af stað áleiðis til íslands til þess að vera til aðstoðar og fór eitt þeirra alla leið til Hornafjarðar og lá þar skannnt fyrir utan. Þegar þeir voru komnir skannnt frá Orkneyjum, skall á þoka og treystust tveir flugmanna ekki til að halda áfrain og sneru aftur til Orkneyja. En flugvél nr. 4, sú, er Nelson stýrði hélt áfram og lenti í Hornafirði eftir 8% tíma flug klukkan 4 um eftirmiðdaginn — fyrsta flugvélin, er kom 85

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.