Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Qupperneq 3

Frjáls verslun - 01.06.1958, Qupperneq 3
en kotbændur og fátækir sjómenn, eins og var um svo margar, myrkar aldir. Vöxtur Reykjavíkur hefur gert íslenzku þjóð- inni fært að koma á fót ýmiss konar starfsemi í atvinnu- og menningarmálum, sem annars hefði ekki verið mögulegt. Stækkun borgarinnar hefði því ekki átt að vera mikið undrunarefni og enn síður mikið áhyggjuefni. En með breyttum að- stæðum breytist eðlilega afstaða manna. Reykjavík og nágrenni er á góðri leið með að verða að 100 þús. manna borg. Þá mun hún á flestum sviðum geta boðið upp á eins góð skil- yrði til fjölbreytts atvinnulífs, menningar og mennta, eins og borg með 150 eða jafnvel 200 þús. íbúum. Því mun ör stækkun Reykjavíkur í framtíðinni eklci hafa sömu þýðingu fyrir þjóðfélagið, eins og verið hefur til þessa, enda er stórborgarbragur eklci að öllu leyti eftirsókn- arverður. Fólksfjöldans vegna fara bráðum að skapast skilyrði í landinu til myndunar einnar til tveggja borga, auk höfuðborgarinnar. Auk þess, sem slík þróun yrði öllu öðru mikilvægari til að stuðla að „jafnvægi í byggðinni“ eins og síðar mun rætt um, mun hún auka öryggið í þjóðfélaginu og stuðla að heilbrigðri samkeppni og meiri fjöl- breytni í atvinnu- og menningarmálum. Þessu til skýringar mun hér tekinn orðréttur kafli úr blaðagrein um Svíþjóð: „I Gautaborg er ágætt listasafn, Göteborgs Konstmuseum. Menn verða að hafa hugfast, að Gautaborg er ekki stærsta borg Svíþjóðar, heldur önnur í röðinni. Og það hefur þær afleiðingar, að borg- arbúar leggja sig alla fram að láta höfuðborgina ekki standa sér framar, og vissulega hefur þeim tekizt það á mörgum sviðum“. Ekki ættu Reykvíkingar að harma, þótt nokk- uð drægi úr stækkun borgarinnar, því þá mun gefast tóm til að gera ýmislegt það, sem hefur verið illviðráðanlegt vegna hinnar miklu þenslu í byggðinni undanfarin ár. Jafnvel þótt ekki drægi úr aðstreyminu til Reykjavíkur nema um nokkur ár, myndi skapast dýrmætt tækifæri til framkvæmda, sem nú verða að sitja á hak- anum. En hugleiðingar um, hvernig byggðin muni dreifast um hina ýmsu landshluta í fram- tíðinni, byggjast að verulegu leyti á því, hvað telja má líklegt að fjölgun þjóðarinnar verði mikil. Mun nú vikið að fólksflutningunum inn- anlands, núverandi mannfjölda og hugsanlegri fjölgun á næstu áratugum. n. ísland hefur algera sérstöðu meðal fullvalda þjóða vegna þess hve íbúar landsins eru fáir. Jafnframt fámenninu er landið nokkuð stórt og er strjálbýli því meira hér en víðast hvar annars staðar. í nær þúsund ár bjuggu allir íslendingar í dreifbýli, í sveit og við sjó. Fyrsta þorpið á íslandi tók ekki að myndast fyrr en eftir meira en 800 ára byggð í landinu, en eins og kunnugt er var það þar, sem fyrsti land- námsmaðurinn hafði tekið sér bólfestu. Árið 1703 eru íbúar Reykjavíkur taldir 204, en nær hundrað árum síðar eða 1801 eru þeir 307 og liafði því aðeins fjölgað um 103 á 98 árum, enda hafði landsmönnum fækkað á tímabilinu. Ör fólksfjölgun Á 19. öld tók íslendingum að fjölga nokkuð, en mun meira eftir aldamótin síðustu og lang- mest síðasta hálfan annan áratug. Fæðinga- talan fór lækkandi frá aldamótum og fram til ársins 1940, en hefur síðan hækkað mikið. Mest hefur þó munað um, hve vel hefur gengið barátt- an gegn hinum ýmsu sjúkdómum og dánartalan því lækkað mjög mikið. Á áratugnum 1940— ’50 fjölgaði íbúunum uin 1%% að meðaltali á ári, og síðan 1953 hefur fjölgunin verið um og yfir 2% á ári, sem er meiri íbúafjölgun en í flestum öðrum löndum. Með sama áfram- haldi yrðu íslendingar allt að 380 þús. um næstu aldamót. Af ýmsum ástæðum verður að telja mjög ólíklegt að fjölgunin verði svo mikil og íbúafjöldinn verði því ekki meiri en 340—360 þús. um aldamótin. Eins og að framan segir myndaðist þéttbýli í landinu seint og þróaðist hægt lengi vel. Árið 1880 bjuggu þannig aðeins 5.8% landsmanna í bæjum með yfir 300 íbúa, en síðan tók þetta að breytast, eins og sjá má á eftirfarandi yfir- liti: 1910 — 32,2% 1930 — 54,5% 1955 — 77,3% Um leið og fólk hefur flutzt úr sveitum og þorpum til bæjanna, hafa einnig verið miklir flutningar milli landshluta, og þá einkum til byggðanna við sunnanverðan Faxaflóa, en þar hefur fjölgað síðustu hálfa öldina nær því eins mikið eins og á landinu í heild, munar þar auð- vitað langmest um Reykjavík. Um aðra lands- hluta er það að segja, að síðustu 50 árin hefur FRJÁLS VERZLUN 3

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.