Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 7
fylla þessi vörumerki ekki það nauðsynlega skil- yrði að aðgreina vöruna nægjanlega frá sams konar vörum annarra framleiðenda. Þess vegna geta þeir framleiðendur, er nota þessi vörumerki, búizt við því, að aðrir byrji að framleiða fiskboll- ur uppi á Akranesi og kalli þær Akranes-bollur, eða ost austur í Flóa, og kalli þá vöru Flóa-osta. Eru þá þessi vörumerki þeirra, er fyrstir byrjuðu að nota þau orðin verðlaus og allur kostnaður við að auglýsa merkin glataður, enda virðast merki þessi ekki njóta neinnar lagaverndar sam- kvæmt gildandi vörumerkjalögum. Yfirleitt má segja, að staðarnöfn séu með öllu ónothæf, sem vörumerki. Sama gildir að mestu um almenn orð úr málinu, enda varhugavert að veita mönnum einkarétt til notkunar slíkra orða. Vörumerkjalöggjöf flestra þjóða gerir og ráð fyrir því, að orð þau, er notuð eru sem vörumerki séu sérstaklega tilbúin orð í því skyni. Sérstaklega tilbúin orð hafa og ýmsa kosti fram yfir önnur almenn orð úr málinu, sem vöru- merki. Þannig er t. d. erfiðara að stæla slík orð, auk þess, sem oft getur verið betra að muna þau en ýmis almenn orð, en hvorttveggja hefur mikla þýðingu fyrir styrkleika vörumerkisins. Mörg þekktustu og verðmætustu vörumerki heimsins eru og sérstaklega tilbúin orð, sbr. t. d. vörumerkin Kodak, Nivea, Ronson, Esso og Persil. Samkvæmt eðli sínu má segja, að vörumerkin skiptist í þrjá aðalflokka. Til fyrsta flokksins má telja svokölluð „hrein orðmerki“, eins og t. d. Ford, Cutex eða Stude- balcer. Til annars flokksins heyra svokölluð „samsett orð- og myndmerki“, eins og t. d. Camel með myndinni af úlfaldanum eða vörumerkið His Masters Voice, ásamt með myndinni af hund- inum, sem er að hlusta á grammófóninn. Og loks er svo þriðji flokkurinn, en það eru svo- kölluð „hrein myndmerki“, án nokkurra orða, sem vitanlega getur verið svo að segja hvaða mynd sem er. Þegar velja á nýtt vörumerki er því rétt að athuga vel, úr hverjum þessara þriggja flokka sé rétt að velja merkið. Margir telja að merki úr fyrsta flokknum, þ. e. hrein orðmerki séu einna hentugust, þótt merki úr öðrum flokkn- um séu næstum jafnvinsæl. Aftur á móti eru merki úr þriðja flokknum, þ. e. hrein mynd- merki, ekki mjög heppileg sem vörumerki. Kem- ur það m. a. fram í því, að „myndmerki“ verða Samsett orð- or; myndmerki STUDEBAKER Hreint myndmerki Hreint orðmerki að jafnaði ekki borin fram, heldur aðeins séð. Ennfremur er ekki eins gott að muna ýmsar margbreyttar myndir, eins og orð, en það er ein- mitt mjög þýðingarmikið atriði í sambandi við auglýsinga- og sölumátt merkisins, að merkið sé einfalt og gott að muna það. Þá verða „hrein myndmerki“ vart auglýst í útvarpi, en hér á landi er það mikill galli á vörumerki, a. m. k. á meðan við höfum ekki fengið sjónvarpið. Af því, sem nú hefur verið sagt, er ljóst, að það er engan veginn vandalaust að velja vöru sinni það vörumerki, er uppfyllir allar þær kröf- ur, er gera verður til góðs vörumerkis. Eins og menn þeltkja, er oft lagt í geysimikinn kostnað í sambandi við merki það, sem varan á að seljast undir. Merkið er ýmist sett á vör- una sjálfa, eða á umbúðir hennar. Kostnaður við umbúðir er oft verulegur, en auk þess er kostnaðurinn við að auglýsa merkið einnig mik- ill. Er því áríðandi, að engin hætta sé á, að þessi kostnaður og fyrirhöfn í því sambandi fari til ónýtis. Vígorð (slogans) og sölumóttur þeirra. Eins og áður er sagt má skipta vörumerkj- unum, eftir gerð þeirra, í þrjá aðalflokka. í raun- réttri mætti einnig nefna fjórða flokk vöru- merkja, en það eru liin svokölluðu „slagorð“ eða „slogans“, sem e. t. v. mætti nefna vígorð á íslenzku. — Flestir kannast t. d. við setning- una: Guinness is good jor you, eða ef íslenzk dæmi eru tekin: Á hvers manns disk jrá Síld og jisk, — Bara hríngja, svo kemur það, — Allt á sama stað, — Sparið og notið Sparr, — Alltaj er hann beztur Blái borðinn, — Opnið eina dós og gæðin koma í Ijós, — Vísis kajjið gerír alla glaða. Hefur reynslan sýnt, að þessi gerð vöru- Framh. ó bls. 23 FRJÁLS VERZLUN 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.