Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 12
velmegun og viðhalda henni. Hún leiðir af sér framfarir, sem allir menrt sem neytendur verða aðnjótandi.“ — „Með samkeppni — í bezta skilningi þess orðs — eru framfarirnar og ágóð- inn þjóðnýttur, án þess að persónuleg atorku- semi sé lömuð.“ — „ „Velmegun fyrir alla“ og „velmegun í samkeppni“ eru því i órofa sam- hengi; það fyrra táknar markmiðið, hið síðara leiðina, sem liggur að markinu.“ (Dr. Ludwig Erhard) Rauður þráður „Mælikvarðinn á kosli eða galla efnaliags- mála-stefnu er ekki kennisetning eða eitt- hvert grundvallarsjónarmið, lieldur mað- urinn einn, neytandinn, þjóðin. Efnahags- málastefna er aðeins góð meðan hún er mönnunum nytsöm og flytur þeim bless- un.“ Ludwig Erhard Fyrsti kaflinn í bók Erhards „Velmegun fyrir alla“, heitir „Hinn rauði þráður“ og hefst þann- ig: „Nokkru áður en ég varð efnahagsmálaráð- herra vestur-þýzka sambandslýðveldisins lýsti ég því yfir á flokksþingi Kristilega lýðræðis- flokksins (CDU), í ágúst 1948 í Recklinghausen, að ég teldi fráleitt, að hugmyndir um fyrri tekju- skiptingu í þjóðfélaginu næðu á ný að festa ræt- ur, og myndi ég vinna gegn því. Þannig vildi ég taka af allan vafa um það, að fyrir mér vekti og ég stefndi að efnahagsmálaskipan, sem væri þess megnug að færa stöðugt fjölmennari stétt- um þjóðarinnar aukna velmegun. Eg hugsaði mér, að með því að skapa fjöldakaupgetu væri hægt að sigrast á hinni gömlu, íhaldsömu þjóð- félagsskipan.“ Rauði þráðurinn, kjarninn, í kenningum Er- hards er maðurinn, neytandinn, og velmegun honum til handa. Velmegun fyrir alla, án tillits til stéttarsjónarmiða, er fyrsta og síðasta boðorð hans. Leiðin til velmegunar er að hans dómi aðeins ein, leið atvinnufrelsisins, frjálsrar sam- keppni og frjáls neyzluvals, en til þess að sú leið sé fær, þarf að þroska með þjóðinni viljann til þess að bera ábyrgð á eigin örlögum. Erhard er því mjög andvígur öllum kenningum um „velferðarríkið“ og telur þann hugsunarhátt þjóðum og einstaklingum hættulegastan að sækja beri framfærslueyri sinn í vasa náungans. Hann viðurkennir þó fullkomlega nauðsyn og gildi nútíma félagsmálastarfsemi, en að hans dómi er það þó undirstaða farsællar félagsmála- starfsemi, að takast megi að tryggja verðgildi peninganna jafnt inn á við sem í skiptum við aðrar þjóðir. Um þetta farast honum svo orð: „Félagslegur markaðsbúskapur er óhugsandi án rökréttrar peningamálastefnu, sem miðar að því að tryggja verðgildi peninganna.“ Frelsið í öllum sínum myndum er upphaf og endir allra kenninga Erhards, enda segir hann: „Neyzlufrelsi og atvinnufrelsi eiga í hugum allra þegna að vera óskerðanleg mannréttindi. Að brjóta í bága við þau ætti að teljast tilræði við þjóðfélagið. Lýðræði og frjáls efnahagsstarfsemi eru jafnóaðskiljanleg og einræði og ríkisrekstur.“ „Þýzka kraftaverldð" „Það er ekki hugmyndin, lieldur fram- kvæmd hugmyndarinnar, sem er uppfinn- ing.“ Eugen Diesel Ludwig Erhard er eins og áður getur ekki höfundur hugmyndarinnar um hagkerfi félags- legs markaðsbúskapar, og sennilega er hann fremur snjall stjórnandi efnahagsmála en frum- legur hagfræðihugsuður. En í hans hlut féll það samt að verða fyrstur manna til að reyna nota- gildi og lífsþrótt þessarar hugmyndar. Skal nú nokkuð greint frá gangi þeirra mála. Efnahagskerfi Þýzkalands var í rúst eftir ófriðinn. Á árunum 1945—’48 var stjórn efna- hagsmálanna í höndum hernámsveldanna, sem vörðu milclu fé til þess að reyna að byggja upp þjóðarbúskap Þýzkalands, en með tiltölulega litlum árangri. Leiðir herstjórnarinnar í efna- hagsmálum voru fyrst og fremst „skipulagning“, inn- og útflutningshöft, skömmtun, verðlagseftir- lit o. s. frv., sem sagt hin almenni efnahags- málalyfseðill eftirstríðsáranna með tilheyrandi afleiðingum. Árið 1948 var þó stigið djarft og afdrifaríkt. spor. Það voru peningaskiptin og endurmatið á þýzka markinu. Það var í því falið, að tekin var upp ný mynt, Deutsche Mark, og öll eldri mynt, ,Reichsmark‘, innkölluð og henni skipt í hlutföllunum 10 RM = 1 DM. Það var um þessar mundir, sem herstjórnin kvaddi dr. Ludwig Erhard til þess að taka þátt í stjórn þýzkra efnahagsmála, en hann var þeirr- ar skoðunar, að til viðreisnar þýzku atvinnu- lífi dygðu ekki aðeins aðgerðir á sviði gjald- eyris- og peningamála, heldur þyrftu ámóta rót- tækar aðgerðir að fylgja á öðrum sviðum. Hann lét heldur ekki lengi á þeim standa. Um þessa ákvörðun segir hann sjálfur: „20. júní 1948 var örlagastund í lífi mínu. Að vissu leyti olli sá Framh. á bls. 25 12 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.