Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 27
Almenncxr tryggingar fimmtán ára Almennar Tryggingar h.f: urðu fimmtán ára fyrir skömmu, en félagið var stofnað á lokadaginn, 11. maí 1943. Mikil umbrotaár hafa verið í sögu þjóðarinnar siðan félagið hóf starfsemi sína og hefur ávallt leitazt við að veita þá beztu þjónustu, sem völ hefur verið á á hverjum tíma, enda stundar það allar þær tryggingar, sem hér tíðkast. Félagið hefur beitt sér fyrir nýjungum, var t. d. fyrst með tryggingar fyrir vatnsskemmdum hér á landi. Baldvin Einarsson Carl Olsen í 10 ár annaðist félagið brunatryggingar á nllnm húsum í lögsagnarumdæmi lleykjavíkur, eða þar til bærinn tók við þeim tryggingum sjálfur. Alls hafa iðgjöld numið 130 millj. króna þau 15 ár, sem félagið hefur starfað, en útborguð tjón hafa orðið rúmar 90 milljónir. Árið 1957 var erf- iðasta starfsár félagsins, en þá námu iðgjöld 16 milljónum króna, en útborguð tjón tæpum 19 millj- ónum. Félagið varð fyrir tveimur stórtjónum á því ári, öðru þegar botnvörpungurinn Goðanes fórst við Færeyjar og hinu þegar Trésmíðaverkstæðið Víðir brann. Iðgjöld félagsins skiptast nú þannig milli deilda, að 6,5 milljónir tilheyra sjódeild, 4,5 milljón,ir brunadeild, 4,5 milljónir bifreiðadeild og 500 þús. lífdeild. Baldvin Einarsson hefur verið framkvæmdastjóri félagsins frá upphafi, en stjórn þess skipa nú: Carl Olsen, aðalræðismaður, formaður, Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri, Jónas ITvannberg, kaupmaður, Kristján Siggeirsson, kaupmaður og Sigfús Bjarnason, stórkaupmaður. Viðskipfasamningur við Pólland Til fróðleiks birtir Frjáls Verzlun eftirfarandi lista um vöruskipti íslands og Póllands. Vöruskipta- samningurinn, sem þessir listar tilheyra, gildir frá 1. marz 1958 til 28. febrúar 1959. Listi „A“ Útflutningur íslenzkra vara til Póllands á tíma- bilinu 1. marz 1958 til 28. febrúar 1959: Nt. Viirur Magn í tonnum 1 Fryst sílil 2.500 2 Söltuð síld 2.000 3 Fiskimjöl 2.000 4 Saltaðar gierur 250 5 Meðalalýsi 1.200 G Iðnaðarlýsi 200 7 Fryst fiskflök P. M. 8 Garnir 100.000 stk. Listi „B“ Útflutningur jiólskra vara til íslands á tímabil- inu 1. marz 1958 til 28. febrúar 1959: Nr. Vörur Magn í Verðmœti tonnum i £ 1 Kol 40.000 2 Vörur úr uil, kórnull, og rayon og ýmsar vefnaðarvörur 90.000 3 Niðurfallsrör úr potli, fittings, naglar og aðrar járn- og stál- vörur 130.000 4 Gips 5.000 5 Vörur úr aluminium og emaler- uðu járni, galv. fötur 0.000 0 Vélar, verkfœri og áliöld, að meðtöldum rafmagnsverkf. 25.000 7 Fólks- og vörufl. bil'reiðir P.M. 8 Ýmsar kemiskar vörur, meðl. litunarefni og meðul 8.000 9 Dextrine 3.000 10 Sykur 1.000 11 Glucose 6.000 12 Avextir og grammeti, þurrkað eða niðursoðið, ávaxtamassi og ávaxtasafi 20.000 13 Jarðepli P.M. 14 Sikoríurætur 150 15 Borðskraut úr leir, porcelite, búsáhöld úr gleri, krystalvörur 15.000 16 liréf og bréfvörur 5.000 17 Skófatnaður úr gúmmí 6.000 18 lx'ður\i)rur 5:000 19 Timbur, krossviður, þilplötur 15.000 20 Ymsar vörur, m. a. timbur, ull gólfdúkar, filmur, myndavélar jólatrésskraut, vodka, alcoliol 25.000 21 Ilafnargjöld og aðrar duldar greiðslur 10.000 27 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.