Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 16
og hins vegar flökunar- eða vélasalinn. í aðgerð-
arsalnum er f'arið innan í fiskinn og fer fiskur-
inn með haus inn í vélasalinn á færibandi, en
slógið og lifrin fara í þrær, sem síðan eru tæmd-
ar á þar til gerða tankbíla, sem flytja hráefnið
í verksmiðjur þær, sem nýta það.
Þegar fiskurinn berst inn í vélasalinn, tekur
„hausarinn" fyrst við honum og leggur fiskinn í
hausskurðarvélina. Úr þeirri vél tekur „flakar-
inn“ fiskinn og stingur honum inn í „vélakram-
ið“. Síðan ekki söguna meir, fyrr en út kemur
hryggurinn um botn vélarinnar, en flökin berast
á færiböndum út um báðar hliðar hennar og falla
á nýtt færiband, er ber þau að roðflettingarvél-
inni, sem sviptir þau roðinu. Falla flökin síðan
á enn eitt færibandið og berast á því að alúmín-
kössum, sem þau eru lögð í til flutnings til frysti-
húsanna.
Þegar fréttamennirnir höfðu skoðað stöðina,
hittu þeir framkvæmdastjórann, Huxley Ólafs-
son, og spurðu hann nokkurra spurninga um
rekstur flökunarstöðvarinnar. Er eftirfarandi
frásögn byggð á svörum hans.
Þegar hvor vél vinnur með fullum afköstum,
flakar hún á við 18 flatningsmenn, þ. e. full af-
köst stöðvarinnar eru sem svarar afköstum 36
flatningsmanna. En í stöðinni vinna á vertíð
14—15 menn, og eru þá meðtaldir 2 bílstjórar,
sem aka flökunum til frystihúsanna, verkstjóri,
aðgerðarmenn og vélamenn. Liggur í augum
uppi hver vinnusparnaður er af notkun vélanna.
En sagan er ekki öll sögð þar með. Vélarnar
eru ákaf'lega dýrar í innkaupi og gera má ráð
fyrir, að þær þurfi að afskrifa á tiltölulega fáum
árum. Þessi liður er svo stór í kostnaðinum, að
sparnaðurinn í mannahaldi vegur ekki upp á
móti afskriftunum. Það, sem ríður baggamun-
inn, er betri nýting hráefnisins. Vélarnar flaka
betur en mannshöndin og ná meira verðmæti úr
fiskinum.
Huxley Olafsson sagði, að reynslan af vélun-
um í flökunarstöðinni væri eftir vonum og
liefðu engir meiri háttar gallar komið í ljós. Um
framtíðarhorfur á notkun flatningsvéla sagði
hann: „Þegar tillit er tekið til sparnaðar á vinnu
og betri nýtingar, eiga þessar vélar tvímælalaust
framtíð fyrir sér, en þó aðeins þar sem nægilegt
hráefni fæst, til þess að vélarnar geti unnið með
nokkurn veginn fullum afköstum.“
ERLENDAR LÁNTÖKUR
Lán frá Vestur-Þýzkalandi
Ilér fer á eftir listi yfir þær vörur, sem gert er
ráð fyrir að fluttar verði inn frá E.P.U.-löndum
fyrir andvirði vestur-þýzka lánsins, scm ríkisstjórn-
in tók fyrir nokkru og undirritað var hinn 11.
apríl s. 1.
1. Landbúnaðarvélar, einnig jarð-
vinnsluvélar, sérstaklega til jarða-
bóta og ræktunar, svo og vara-
hlutir og áburður DM 1,8 millj.
2. Fyrir sjávarútveginn
a) fiskiskip, svo og vélar og tæki
í þau
b) varahlutar í a)
c) alls konar fiskveiðiútbúnaður,
þar á meðal veiðarfæri, efni í
net, trossur og stálvírar DM 2.4 millj.
3. Vörur úr járni og stáli (hráefni,
hálfunnar og fullunnar vörur, svo
sem rör og „fittings“, járnvörur
til bygginga, skrúfur og rær) auk
þess vörubifreiðir og vélar DM 3,6 millj.
4. Rafmagnsútbúnaður, þar með
efni í há- og lágspennulagningar DM 0.6 millj.
DM 8.4 millj.
Innflutningsleyfi og greiðsluheimildir fyrir þess-
um vörum eru veitt á sama hátt og almennt
tíðkast.
Lán frá Bandaríkjunum
í samningi um kaup á landbúnaðarafurðum frá
Bandaríkjunum, sem undirritaður var 3. maí s. 1.,
er gert ráð fyrir vörukaupum sem hér segir.
Ilveiti, hveitimjöl $ 0.8 millj.
Bómull — 0.2--
Maís, kurlaður maís, maísmjöl — 0.7--
Bygg — 0.5---
Tóbak — 0.4--
Ávextir — 0.3--
Flutningsgjöld — 0.1----
Samtals $ 3.0 millj.
Er hér um að ræða afurðir, sem til eru um-
frambirgðir af í Bandaríkjunum. Undir ávaxta-
liðinn falla sveskjur, döðlur og gráfíkjur, og af
niðursoðnum ávöxtum blandaðir ávextir, perur,
trönuber (cranberries) og ferskjur. Ennfremur er
heimilt að kaupa sítrónur samkvæmt fyrra árs
samningi.
16
FRJALSVERZLUN