Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 21
mjög erfiður, þar sem hann kemst upp í 620 m hæð á Fjarðarheiði, og er hann nær alltaf lok- aður hálft árið. Ekki virðast neinir möguleikar til að gera þennan veg góðan, nema ef grafin væru í gegnum fjallgarðinn, um 10 km löng jarð- göng. Ef reynt er að bera slíkt mannvirki sam- an við göngin hjá Irafossvirkjuninni virðist það muni kosta a. m. k. 300—500 millj. króna og því mun þýðingarlaust að ræða það mál frekar. Milli Egilsstaða og Búðareyrar við lleyðar- fjörð er 35 km vegur um Fagradal, sem hæstur er 320 m yfir sjávarmál. Telja má víst, að þarna megi gera veg er öruggur verði allt árið, t. d. með því að byggja yíir verslu kaflana ef þurfa þætti. Enn mælir það með slíkri vegagerð, að þetta er hluti af landleiðinni til Eskifjarðar og Neskaupstaðar. Búðareyri og Egilsstaðir geta myndað eins konar efnahagslega heild, ásamt Eskifirði, sem er 15 km frá Búðareyri. Þótt góður spölur sé á milli þessara staða, mundi þess ekki gæta svo mjög, ef fullkominn vegur væri á milli þeirra. Á Egilsstöðum yrði fyrst og fremst unnið úr landbúnaðarafurðum og verzlað við nærsveit- irnar. Á Búðareyri og eittlivað í áttina til Eski- fjarðar, þyrfti að rísa upp verulegur iðnaður til þess að þéttbýli myndaðist. Mikla raforku mætti fá frá Jökulsá á Dal og Lagarfljóti, og þetta kerfi yrði tengt rafveitukerfi Norðurlands. Hafn- arbær á Austfjörðum hefur ágæt skilyrði til að halda uppi samgöngum við Evrópu, enda mun styttra á milli en frá Reykjavík. Og á Egils- stöðum er kominn vísir að góðum millilanda- flugvelli. En ólíklegt virðist að þessar hugmyndir geti orðið að veruleika, nema sama kæmi til eins og talað var um i sambandi við Akureyri, en þ. e. að erlent áhættufjármagn yrði fengið til að koma á fót einhverjum stóriðnaði við Reyðar- fjörð. Mætti hugsa sér köfnunarefnisframleiðslu til útflutnings í þessu sambandi. Síðan mætti gera ráð fyrir að atvinnulífið yrði smám saman æ fjölbreyttara vegna eðlilegrar þróunar mark- aðarins. En hafa verður í huga, að mjög erfitt mun að fá erlenda aðila til að leggja fram mikið fé til framkvæmda á stað þar sem fátt fólk væri fyrir og flest eða allt þyrfti að byggja upp. Er því frumskilyrði, að sem fyrst verði reynt að finna leiðir til að auka heilbrigt atvinnulíf þeirra staða, sem virðast eiga mesta framtíð fyrir sér. Suðurland Vestmannaeyjar eru líklegar til að vaxa nokk- uð vegna aukinnar útgerðar og þó einkum vax- andi fiskiðnaðar. Kaupstaðurinn þarf að fá sem allra fyrst nægjanlegt rafmagn og vatn úr landi, svo mikilvægur sem hann er útflutningsatvinnu- vegum landsmanna. Nýjar aðferðir við eimingu á vatni úr sjó, geta þó ef til vill bætt úr vatns- skortinum. Þorlákshöfn er einn þeirra staða á landinu, sem gætu átt hvað mesta framtíð fyrir sér, ef þar yrði byggð stór og örugg höfn. Vart verður um þnð deilt að Suðurlandsundirlendið er mesta framtíðarhérað á íslandi, þar eru ræktunarskil- yrði ágæt, vatnsorka mun meiri en annars staðar á landinu og mjög mikið af liverum og laugum. Það er eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar, að þessar orkulindir verði nýttar, og er líkleg- ast að það verði í ýmiss konar efnaiðnaði. Þor- lákshöfn er vel fallin til að verða miðstöð slíks iðnaðar vegna legu sinnar og jafnframt yrði hún viðskiptamiðstöð héraðsins. Sennilega mun í framtíðinni rísa upp mikill iðnaður í Reykja- vík er byggir á orku frá Hvítá og Þjórsá, en ef öll sú orlca á ekki að fara til Reykjavíkur og hún þar með að byggjast töluvert meira en helmingi allra landsmanna, þá verður að gefa Þorlákshöfn tækifœri til að vaxa. Framtíðar- þróun á Norður- og Austurlandi getur ekki haft nema lítil áhrif í þessu sambandi. Þorlákshöfn hefur ekki góð skilyrði til að þróast smám sam- an. Fyrr en góð höfn er kominn er ekki hægt að búast við miklum vexti staðarins. En höfn og nægjanlegt rafmagn mundu geta orðið undir- staða mikils atvinnulífs, er myndi auðvelda nýt- ingu á auðæfum Suðurlandsundirlendisins. Enn sem fyrr er erlenda áhættufjármagnið nauðsynlegt til að koma á fót miklum iðnaði, og án tilkomu þess er raunar ekki að vænta stórvirkjana á íslenzkum fallvötnum næstu ára- tugina. En þá er spurning hvort þjóðin yrði ekki búin að glata sínu stærsta tækifæri til að ná mjög langt á sviði efnahagslegrar hagsæld- ar, þegar öld kjarnorkunnar rennur upp í öllu sínu veldi? Margar hugmyndir hafa komið fram um nýj- ar atvinnugreinar, sem koma mætti upp í Hvera- gerði, svo sem ýmiss konar efnaiðnaði, og að gera mætti staðinn að heilsulindabæ. Hafnar- gerð í Þorlákshöfn myndi bæta mjög aðstöðu Hveragerðis, en milli þessara staða eru aðeins FRJÁLS VERZLUN 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.