Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 26
Meðal þeirra stjórnaraðgerða, sem leiddu til
„kraftaverksins“, auk þeirra, sem áður er um
getið, má nefna þessar: Liberaliseringu innflutn-
ingsins, sem hófst. fyrri hluta árs 1949 og var
síðar stóraukin í samráði við önnur Marshall-
lönd, tollalækkanir, skattalækkanir, rationaliser-
ingu iðnaðarins, aukinn sparnað og stórsókn á
sviði utanríkisviðskipta. Þessi sókn fólst m. a. í
skipulegri markaðsleit, öflun erlendra umboðs-
manna, fjölbreyttri upplýsingastarfsemi, skipan
verzlunarfulltrúa við sendiráð og verzlunar-
erindreka í fjölda landa, með vörusýningum og
glæsilegum kaupstefnum og hagstæðri lánapóli-
tík. Arangrinum af þessu öllu lýsir Erhard þann-
ig: „Við höfum látið kaupmanninn taka við af
skriffinnum og embættismönnum. I utanríkis-
verzlun okkar þróast nú aftur andi brautryðjend-
anna, sem námu ný markaðslönd. Verkfræðing-
ar okkar og kaupmenn, sem fást við millilanda-
viðskipti, eru gagnteknir af þessari athafna-
löngun.“ — „Endurvakning markaðsbúskapar-
ins leysti framtak atvinnurekendanna úr viðj-
um; hún jók afköst verkamanna, hvatti kaup-
menn til aukinnar hagsýni og örvaði alla fram-
leiðslustarfsemi í þjóðfélaginu; þannig skapaðist
grundvöllurinn fyrir heilbrigðri utanríkisverzl-
un.“
Enn eru þó ónefndar ýmsar innri og ytri að-
stæður, sem áttu sinn ríkulega þátt í árangri
„þýzka kraftaverksins“. Af innri ástæðum má
fyrst og fremst nefna þá staðreynd, að þýzki
þjóðarbúskapurinn hafði til ráðstöfunar ónotuð
framleiðsluöfl og þá fyrst og fremst vinnuafl í
ríkum mæli og sumpart einnig fjármagn. Ef
þessi ónotuðu framleiðsluöfl hefðu ekki verið
fyrir hendi, hefði uppbygging þýzka iðnaðarins
og þensla þjóðarbúskaparins ekki getað orðið
jafnmikil og jafnör og raun varð á. Til sér-
stakra innri ástæðna má og telja einstaka at-
orku þýzkra framleiðenda og frábært hugvit
þýzkra uppfinningamanna.
Af ytri aðstæðum má nefna tvennt: Kóreu-
styrjöldina og Marshall-aðstoðina. Kóreustyrj-
öldin gaf þýzkum útflutningsiðnaði vissa mögu-
leika til að hlaupa í skarðið fyrir Breta og Frakka
á útflutningsmörkuðum þeirra, en þyngsta lóðið
á metaskálinni var þó Marshall-aðstoðin og
önnur efnahagsaðstoð Bandaríkjamanna og sú
alþjóðleg efnahagssamvinna, sem Þjóðverjar
urðu aðnjótandi, beint eða óbeint, vegna Mars-
hall-aðstoðarinnar. Þj^zkaland fékk t. d. frá apríl
1948 til ársloka 1954 1,5 milljarða dollara í
Marshall-hjálp, og áður höfðu Þjóðverjar á ár-
unum 1946 til 1950 fengið svonefnda GARIOA-
aðstoð í vörum að andvirði 1,6 milljarðar dollara.
Ludwig Erhard hefur heldur aldrei dregið
fjöður yfir þsssa hlið málsins, eins og eftirfar-
andi ummæli bera með sér: „Það var samsteypa
innri og ytri afla, sem stuðlaði að afturhvarfi
Þýzkalands til heimsviðskipta. Til ytri aðstæðn-
anna telst ekki einungis allur sá fjöldi aðgerða,
sem opnaði okkur hlið heimsmarkaðsins, heldur
framar öllu sú fjárhagslega hjálp, sem beint var
til okkar úr sjóðum amerískra skattgreiðenda
þegar frá ófriðarlokum. Það er þess vegna engin
tilviljun, að viðreisn þýzkrar framleiðslu og ut-
anríkisverzlunar frá því í júní 1948 hefst svo
til samtímis og Marshall-áætlunin sér dagsins
ljós. Marshall-áætlunin var okkur ekki aðeins
uppspretta fjárhagsaðstoðar, heldur jafnframt
hvatning til þess að efla og treysta hinn frjálsa
markaðsbúskap okkar.“ Og hann bætir við:
„Andleg og pólitísk áhrif Marshall-aðstoðarinn-
ar fólust fyrst og fremst í frelsun Þýzkalands úr
hinni algeru einangrun, sem það var í fyrstu
árin eftir ófriðarlokin.“ Marshall-aðstoðin rauf
einangrunar-múrana og opnaði Þýzkalandi
greiða götu til þátttöku í Schumann-áætluninni,
GATT, Alþjóðabankanum og gjaldeyrissjóðnum,
Evrópuráðinu og OEEC-stofnunni í París, svo
að nokkuð sé nefnt. Afleiðing af þessari þróun
er nú sú, að Þjóðverjar eru elcki lengur þiggj-
endur í hinni alþjóðlegu viðskiptasamvinnu,
heldur veitendur í ríkum mæli. Þýzk framleiðslu-
aukning hefur þýtt aukna velmegun fyrir aðrar
þjóðir. Þýzku fjármagni er nú veitt til uppbygg-
ingar í öðrum löndum, og Þjóðverjar með dr.
Ludwig Erhard í fararbroddi eru nú ákveðnastir
talsmenn aukinna heimsviðskipta og fríverzl-
unar Evrópu.
Saga þýzku þjóðarinnar síðustu níu árin er
ævintýrið um það, hvernig þjóð komst úr ör-
birgð í álnir, og lykil þess leyndardóms telur dr.
Erhard vera, að „efnahagsmálastefna okkar
þjónar neytandanum; hann einn er mælikvarði
og dómari allra efnahagsframkvæmda. Hag-
stefna hins félagslega markaðsbúskapar hefur
fært heiminum heim sanninn um, að kjarni henn-
ar, frjáls samkeppni, frjálst neyzluval, og yfir-
leitt allt persónufrelsi, leiðir til betri efnahags-
legs og félagslegs árangurs en nokkurt embættis-
kerfi þvingunar og haftabúskapar getur náð.“
26
FRJÁLSVERZLUN