Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 20
Jafnvægi í byggð landsins . . . Framh. af bls. 4 byggðinni verður að byggjast á, er þéttbýlið og mun þá dreifbýlið í nágrenninu þróast eðlilega. En lítil þorp duga ekki í þessu sambandi, þau eru hvorki sjálfum sér nóg né geta veitt nær- liggjandi sveitum þann scuðning sem skyldi. Það er því mikilvægt liér á landi, að vel sé búið að fáum stöðum, sem virðast munu eiga mesta framtíð fyrir sér og munu þá vandamál ann- arra byggðarlaga leysast að mestu sjálfkrafa, á þann hátt sem þjóðfélaginu er fyrir beztu. Hljóta þá sum útnes og afdalir að fara að meira eða minna leyti í eyði. Enda er nauðsynlegt að mena geri sér ljóst, að þjóðin hefur ekki efni á að gefa mönnum kost á öllum nútíma-þægindum á af- skekktustu stöðum. Munu nú settar fram hugleiðingar um það, á hvaða stöðum á landinu má telja æskilegt að stuðla að myndun bæja (eða borga), eða stækk- un þeirra sem fyrir eru, og hvernig búast má við að framtíðarþróunin geti orðið. Vesturland Alcranes er of nálægt höfuðborginni til að geta skapað nokkurt verulegt jafnvægi á móti henni. En bærinn er líklegur til að vaxa töluvert. Að- staða til útgerðar er góð, sementsverksmiðjan mun sennilega leiða af sér aukna starfssemi á ýmsum sviðum og samgöngur eru góðar við hið víðlenda Borgarfjarðarhérað. Rifshöfn, ásamt Hellissandi virðist mesti framtíðarstaðurinn við Breiðafjörð. Þegar höfn- in er fullgerð má búast við, að þar vaxi upp veruleg útgerð og fiskiðnaður. En nauðsynlegt er að góðar samgöngur á landi verði við Ólafs- vík, svo að staðirnir geti myndað efnahagslega heild, enda eru ekki nema nokkrir km á milli þeirra. Isafjarðarkawpstaður verður án efa áfram stærstur bær á Vestfjörðum, en hann virðist ekki líklegur til að stækka mikið, þótt það væri æskilegt til þess að bærinn verði sem bezt fær um að rækja hlutverk sitt sem iniðstöð athafna- lífs þessa landshluta. Eðlilegt er að togaraút- gerð sé undirstaða atvinnulífs á Vestfjörðum. Norðurland Siglufjörður stækkar varla mikið frá því sem nú er, en full ástæða virðist til að gera ráð fyrir að miklar síldveiðar eigi eftir að hleypa fjöri í atvinnulíf bæjarins á ný. Akureyri hefur miklu hlutverki að gegna sem höfuðborg Norðurlands og væri mjög æskilegt að liún stæklcaði mikið. Yrði það ómetanlegur stuðningur einum eða jafnvel tveimur lands- fjórðungum og nokkur raunveruleg samkeppni gæti þá skapazt við höfuðborgina í fyrsta skipti í sögunni. Borgarstæði er ágætt á Akurcyri og alhnikil landbúnaðarhéruð eru í næsta nágrenni, en mjög mikilvægt er að samgöngur á vetrum geti orðið sem öruggastar við Skagafjarðar- og Þingeyj arsýslur. Lítið hefur fjölgað á Akureyri um nokkurra ára skeið og er ekki líklegt að mannfjöldinn þar margfaldist á næstu áratugum, eins og þyrfti að gerast, ef bærinn á að geta rækt hlutverk sitt sem skyldi í framtíðinni. Aðeins eitt virðist geta stuðlað að þessu, en það er að á Akureyri rísi upp stóriðnaður, sem komið verði á fót með erlendu áhættufjármagni. Á annan hátt sýnist útilolcað að úr framkvæmdum geti orðið í nægj- anlega miklum mæli. Komið hafa fram hug- myndir um að reisa mætti alúmínverksmiðju á Akureyri og fá orku frá Dettifossi. Gæti slík framkvæmd, ein sér, leitt til 5 þús. manna fjölg- unar í bænum. En virkjun fallvatnsins gæti einnig leitt af sér töluvert aukinn iðnað, sem væri algjörlega í höndum innlendra aðila. Fleiri virkjanir, svo sem við Goðafoss, myndu gefa fyrirheit um áframhaldandi iðnaðarþróun. Ilúsavík er líkleg til að vaxa nokkuð, þótt hún yrði áfram alveg í skugga Akureyrar. Austurland Egilsstaðir liggja mjög miðsvæðis á Austur- landi, en hafa ekki greiðan aðgang að sjó. Lík- legasta leiðin til að stuðla að borgarmyndun á Austurlandi virðist vera að koma á góðum og öruggum samgöngum milli Egilsstaða og ein- hvers fjarðarins, og skapa önnur nauðsynleg skilyrði fyrir iðnað, og er þá raforkan mikilvæg- ust. Mun þetta, sem eðlilegt er, vera eitt mesta áhugamál Austfirðinga. Viðvíkjandi samgöngu- málunum munu fyrst og fremst tveir möguleik- ar hafa verið ræddir. Annaðhvort að tengja Egilsstaði sem bezt við Seyðisfjörð eða Búðar- eyri við Reyðarfjörð, en þar eru hafnir góðar. Milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er aðeins um 18 km loftlína, en vegurinn er 26 km langur og 20 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.