Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 13
ÞRENGSLI í HÁLOFTUN-
UM: Með hverju ári sem líður
fjölgar flugvélunum í heimin-
um, og er hin mikla umferð
um háloftin farin að skapa áð-
ur óþekkt vandamál, sem mjög
erfitt verður að leysa. 1 Banda-
ríkjunum, þar sem ástandið er
verst í þessum efnum — vegna
hins mikla flugvélafjölda, voru
menn enn einu sinni minntir á
þecta fyrir skömmu, er orrustu-
þota rakst á farþegaflugvél
yfir Marylandríki. Var það þriðji flugvélaárekstur-
inn yfir landinu á þessu ári.
Þegar veður er slæmt og skyggni lítið, er flug-
inu stjórnað að verulegu leyti af jörðu niðri, en í
góðu veðri er meira treyst á sjón flugmannanna.
Þar sem reynslan hefur sýnt, að árekstrar í lofti
eru hvað tíðastir, þegar skyggni er gott, hefur verið
ákveðið að auka mjög flugþjónustuna á jörðu niðri
í Bandaríkjunum. Þaðan mun t. d. stjórnað, eftir
])ví sein við verður komið, öllum þotum flughers-
ins, þótt flogið sé í góðu veðri. Enda er hraðinn
orðinn svo mikill, að hugur og hönd mannsins geta
ekki skapað nægilegt öryggi, án aðstoðar margbrot-
inna véla.
—o—
DOLLARALÁN TIL RÚSSLANDS? Rétt fyrir
miðjan júní sendi Krushchev bréf til Eisenhowers,
þar sem rætt er um viðskiptamál. í því er bent á,
að Ráðstjórnarríkin geti orðið mikilvægur við-
skiptavinur Bandaríkjanna, þar sem þau vilji
kaupa ýmsar neyzluvörur og aulc þess hráefni og
vélar fyrir léttan iðnað. Gætu slík viðskipti numið
samtals nokkur þúsund milljónum dollara á næstu
árum, og ef Bandaríkjamenn kærðu sig ekki um
vörur í staðinn í bráð, þá væru Rússar mjög fúsir
til að taka viðskiptaupphæðina að láni!
Þetta tilboð hlýtur að vekja nokkra kátínu,
þegar haft. er í huga, að ráðamenn í Moskvu hafa
nýlega ráðizt harðlega á Júgóslava fyrir það, m. a.,
hve mjög þeir væru háðir lánum og efnahagsaðstoð
frá Bandaríkjunum. Og ekki áttu menn heldur von
á því, að Rússar, sem mörg lán hafa veitt að und-
anförnu (þótt sum þeirra hafi reyndar verið tekin
aftur), myndu bætast í hinn fjölmenna hóp lán-
biðjenda í Washington. En þrátt fyrir allt, taldi
Bandaríkjastjórn rétt að athuga, hvað í slíkum
hugsanlegum viðskiptum gæti falizt, þar sem um
var að ræða vörutegundir, sem ekki munu hafa
hernaðarlegt gildi. — Hinn 17. júní komu svo frétt-
irnar um aftökurnar í Ungverjalandi, og munu þær
sízt hafa orðið til þess að auka líkurnar fyrir
viðskiptum milli stóveldanna.
ENSKI FORDINN: Síðan ensku Fordverksmiðj-
urnar voru opnaðar árið 1931, en þá gátu þær
framleitt 100 bíla á dag, hafa þær vaxið mjög mik-
ið, og þó einkum síðustu árin. Ný verksmiðja er
í byggingu, sem mun kosta 65 milljónir punda, en
í henni verður hægt að framleiða 2200 bifreiðir á
dag. Munu þá starfsmenn verksmiðjanna komast
upp í 50.000, en þeir voru „aðeins“ 15.700 árið
1946.
JBjargmðin"
Framh. af bls. 1
og veldu þá leið, sem umbjóðendum þeirra hent-
aði bezt.
IJækkun yfirfærslugjalds og innflutnings-
gjalda eykur að mun rekstursfjárþörf fyrírtækja.
Þar til kemur, að bankarnir krefjast fyrírfram-
greiðslu við o-pnun ábyrgða og veitingu greiðslu-
heimilda fyrír innfluttar vörur. Seðlabankinn
treystir því ekki betur en svo, að stefnt sé í
jafnvœgisátt, að þessari óeðlilegu aðferð við tak-
mörkun á innflutningi, er beitt frekar en áður.
Þröng verðlagsákvœði og þungir slcattar hafa
víða leitt til tapreksturs í verzlun og iðnaði á
undanförnu ríimu árí. Eftirspurn eftir lánsfé
hlýtur því að aukast, en þar er þröngt fyrír
dyrum.
Þessa þregndu kosti mætti þó sætta sig við,
ef vissa væri fyrír því, að stefnt vœri að jafn-
vœgi í þjóðarbúskapnum og sjálfstœði í eiríka-
rekstri landsmanna, þannig að verzlun og við-
skipti innanlands og við útlönd yrðu frjáls að
nýju. Þ.JJ.
FRJÁLS VERZLTJN
13