Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 23
Vörumerkið . . .Framh. oi bis. 7 merkja nýtur síaukinna vinsælda meðal fram- leiðenda, bæði hér og erlendis, enda er sölu- máttur slíkra orðtaka, ef þau eru vel gerð og vel auglýst, öllu árangursríkari, en sölumáttur annarra venjulegra vörumerkja. Þó verður að gæta þess, að hafa setninguna ekki of langa, helzt ekki lengri en 5 orð samtals, ef góður árangur á að nást. Eg hef tekið eftir því, að íslenzkir framleiðendur og kaupmenn hafa upp á síðkastið gert töluvert að því að auglýsa vör- ur sínar á þennan hátt, en hinu hefi ég og tekið eftir, að fæstir þeirra hafa hirt um að skrá- setja þessi vígorð. Liggur þá hættan í því, sem oft vill verða, — að keppinautarnir fari að nota sér það sölugildi, sem legið getur í þessum víg- orðum, til tjóns fyrir þann, sem upphaflega tók að nota merkið og auglýsa það. Verður að at- huga það, að ef aðrir fara að nota þessi vígorð jöfnum höndum, annaðhvort eins, eða lítið breytt, þá minnkar jafnframt sölumáttur víg- orðsins fyrir þann, sem upphaflega tók að nota það. Yfirleitt ættu menn að vera vel á verði um vörumerki sín og gæta þess vel, að aðrir fari ekki að stæla þau, þar sem öll misnotkun dreg- ur úr sölumætti þeirra, en því þekktara, sem vörumerkið verður, þeim mun verðmætara verður það sem raunverulegur seljandi vörunnar. Þess mágeta í þessu sambandi, að sumþekktustu vöru- merki heimsins eru nú metin til milljóna króna. Sem dæmi má nefna, að ameríska vörumerkið Sun-Kist (fyrir appelsínur og ávexti) var fyrir nokkrum árum selt fyrir á aðra milljón dollara, en í því verði var ekkert innifalið annað en merkið sjálft. Þá má geta þess, að eftir síðustu heimsstyrj- öld gerðu Danir, — eins og flestir andstæðingar Þjóðverja í styrjiildinni, — upptæk öll þýzk vörumerki, er skrásett voru í Danmörku, sem eign þýzkra aðila. Þessi merki seldu svo Danir hæstbjóðanda fyrir geipiverð, en tóku síðan andvirðið upp í stríðsskaðabætur. Þannig var t. d. vörumerkið Nivea Creme, og rétturinn (-------------------------------------------"N Á hvers manns disk — frá Síld & Fisk --------------------------------------------/ „VígorS" (Slogan) til að nota það í Danmörku selt fyrir á aðra milljón króna. í þessu verði var heldur ekkert annað innifalið, svo sem eins og vélar, efni eða fasteignir, heldur aðeins merkið sjálft, ásamt „Good Will“ þess, eða sölumætti, sem því fylgdi. Var talið að kaupendur hefðu gert góð kaup. Sýna dæmi þessi hversu geipileg verðmæti geta legið í vörumerkjunum einum. Breyttir framleiðslu- og verzlunarhættir og aukin þýðing vörumerkja í sambandi við kjörbúðafyrir- komulagið. Það er ekki tilgangur þessarar greinar að ræða sjálf vörumerkjalögin frá lagalegu sjónarmiði. Hins vegar verður ekki hjá því komizt að geta þess, að þessi lög okkar eru nú orðin meira en hálfrar aldar gömul. Má því nærri geta, að lög þessi séu nú úrelt orðin að verulegu leyti, enda má fullyrða, að þau samrýmast nú hvorki þörfum framleiðenda, né nútíma verzlunarhátt- um. Á þeim tíma, er lög þessi voru sett, voru allir framleiðsluhættir með allt öðrum hætti en nú er og iðnaðurinn þekktist ekki með því fyrir- komulagi og vélakosti, sem nú er fyrir hendi. Á þeim tíma voru flestar vörur unnar af iðnaðar- mönnum, að mestu í höndunum og framleiddar í smáum stíl. Flestar neyzluvörur voru þá seldar í lausri vigt og án pökkunar, er gæfi til kynna nokkrar upplýsingar um innilald, eða framleið- anda vörunnar. Neytendur urðu því að treysta eingöngu á æru eða mannorð kaupmannsins, sem seldi þeim vöruna, eða þá á þau sambönd, er kaupmaðurinn hafði og tryggt gat gæði þeirra vara, er hann liafði á boðstólum. Þá kom það og varla fyrir, að varan væri í upphafi pökkuð af sjálfum framleiðandanum í pakka, sem ætl- aðir væru neytendum beint. Aðeins í fáum und- antekningartilfellum átti þetta sér stað, eins og t. d. með tóbaks- og áfengisvörur. Nú er þetta ástand, eins og kunnugt er, mjög breytt orðið. Framleiðsla neyzluvara, sem og flestra annarra vara hefur í flestum löndum orðið að stóriðnaði, sem lagt hefur undir sig fleiri og fleiri svið framleiðslunnar. Þegar rætt er um þýðingu vörumerkja á verzl- unarsviðinu, er oft talað um svokallaðar „merkjavörur“, þ. e. a. s., vörur, sem svo að segja eingöngu eru seldar undir einhverjum ákveðnum vörumerkjum, sem kaupendur geta svo tekið sem nokkurs konar ábyrgð á ákveðn- um og óbreyttum gæðum vörunnar. Til þess- FUJÁns VEaznuN 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.