Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 17
Frá Vinnuveitendeiscim handi íslands Með því er verið að stórlama allt atvinnulíf landsins, minnka afköst í framleiðslu og draga þannig iir atvinnuframtaki og eðlilegri þróun at- vinnulífsins." Aðalfundur Vinnuveitenda- sambands íslands var lialdinn í Reykjavík dagana 12. til 16. maí s.l. Voru þar rædd mörg þeirra mála, sem nú.eru efst á baugi í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Fundurinn hófst með setning- arræðu formanns Vinnuveitenda- sambandsins, Kjartans Thors, sem ræddi sérstaklega um kaup- og kjarasamninga við verkalýðsfélögin. Þá ræddi formaður almennt um ástand og horfur í atvinnu- og efnahagsmálum íslendinga. Taldi hann þróun þeirra mála næsta uggvænlega og margar geigvæn- legar blikur á lofti. Að lokinni ræðu formanns flutti Björgvin Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands- ins ýtarlega skýrslu um starfsemi sambandsins á liðnu ári, en Vinnuveitendasambandið hefir afskipti af eða er beinn samningsaðili um kaup og kjör við flest þau launþegasamtök í landinu, sem hafa frjáls- an samningsrétt við vinnuveitendur. Allróstusamt hefir verið á vinnumarkaðinum mikinn hluta þess tímabils, sem skýrslan fjallar um, þótt nú um skeið hafi engar vinnudeilur verið. Á fundinum voru afgreiddar fjölmargar tillögur er snerta atvinnurekstur landsmanna m. a. eftir- farandi: XJm stóreignaslcatt „Aðalfundur Vinnuveitendasambands fslands, haldinn í Reykjavík 12. til 16. maí 1958 ályktar eftirfarandi í sambandi við stóreignaskatt álagðan samkvæmt lögum nr. 44/1957. 1. Fundurinn mótmælir eindregið álagningu þessa stóreignaskatts og telur, að með lögum þessum séu brotin ákvæði 67. gr. stjórnarskrárinnar um eignarréttinn. 2. Með þeim ákvæðum laganna, að skipta eign- um félaga niður á eigendur þeirra er óhjákvæmilegt, að ósamræmi verður í skattlagningu milli félags- forma og jafnvel innan sama félags. Skattur þessi lendir því með öllum þunga sínum á þeim atvinnurekstri landsmanna, sem rekinn er í einkarekstri. Kjartcm Thors Lögþvingaðar breytingar d vinnusamningum „Aðalfundur Vinnuveitendasambands fslands, haldinn í Reykjavík 12. til 16 maí 1958 mótmælir eindregið þeirri stefnu, sem löggjafinn hefur tekið, að gcfa út lög um kaup og kjör án samráðs við vinnuveitendur. Bcinir því aðalfundurinn því til framkvæmdanefndar Vinnuveitendasambandsins að sjá um, að framvegis verði tekið upp í alla vinnu- samninga sambandsins ákvæði um, að samningarnir skuli ekki vera bindandi fyrir Vinnuveitendasam- band íslands cða meðlimi þess, ef þeim verði breytt af ríkisvaldinu án samþykkis Vinnuveitenda- sambandsins.“ Söluskattur á iðnjyrirtœkjum „Aðalfundur Vinnuveitendasambands íslands, haldinn í Reykjavík dagana 12. til 16. maí 1958, leyfir sér að beina þeim eindregnu tilmælum til Alþingis og ríkisstjórnarinnar að fella niður sölu- skatt og framleiðslusjóðsgjald af vinnu, þjónustu og efnivörum, sem iðnfyrirtæki láta í té. Reynslan hefur sýnt að skattheimta þessi skapar hið mesta misrétti og truflar alla samkeppnisað- stöðu fyrirtækjanna gagnvart þeim mörgu, sem taka orðið að sér alls konar iðnaðarstörf án þess, að starfa hjá skráðum fyrirtækjum, auk þess geta umræddir aðilar lagt til ódýrara efni beint frá efnissölum, sem ekki eru söluskattskyldir.“ Stjórn Vinnuveitendasambandsins er nú skipuð 38 mönnum og áttu þessir að ganga úr stjórn: Eggert Ivristjánsson, Eyjólfur Jóhannsson, Gústaf E. Pálsson, Hafsteinn Bergþórsson, Kr. Kragh, Kristján Siggeirsson, Geir Thorsteinsson, Karvel Ögmundsson, Halldór II. Jónsson, Hallgrímur Fr. Hallgrímsson. Framangreindir menn voru allir endurkjörnir til næstu þriggja ára. Rigning í Noregi: Verið er að gera tilraun með það í Noregi, að reyna að draga úr hinni miklu rigningu við ströndina og láta heldur úrkomuna falla í fjallahéruðunum. Ef vel gengur, mun miklu meira vatn nýtast fyrir norsku raforkuverin. FRJÁPS VEBZI.UN 17

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.