Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 11
ískt þvoglutal, enda þótt hann sé flugmælskur. Er t. d. haft á orði hve sterkt persónuleiki hans hafi orkað á Mendés-France og auðveldað samn- ingaviðræður, er þeir Erhard áttu saman. Erhard fer ekki troðna slóð. Hann er prótest- antiskur leiðtogi í kaþólskum flokki, og flokks- fjötraður er hann heldur ekki, því eins og liann segir sjálfur: „Eg var flokkslaus prófessor. Ég mun heldur aldrei verða flokks-stjórnmálamað- ur í þrengri merkingu.“ — „Munið þér eftir kosningunum,“ sagði Adenauer eitt sinn við mig. „Kosningar,“ sagði ég „geta ekki breytt sann- færingu minni“.“ — Ludwig Erhard og stefna hans í efnahags- málum eru umdeild í heimalandi hans og raun- ar einnig á alþjóðaslóðum. Það er engin nýlunda, að það næði stormur um stórhuga menn. Enginn frýr Erhard heldur vits né einurðar, og ekki verður hann grunaður um sérgæzku eða að hygla ákveðnum stéttum og hagsmunasamtök- um, enda hefur hann sjálfur komizt svo að orði um þau efni: „Það hefur hreint engin áhrif á mig, þegar menn koma til mín og segjast vera fulltrúar fyrir svo og svo mörg þúsund, tugþús- und eða hundrað þúsunda félagsmanna og halda, að mig reki þá í rogastanz eða mér standi ógn af því. Ég er búinn að gleyma að hræðast. Mér er skynsamleg röksemd meira virði en stærð og veldi einhvers félagsskapar.“ — I skemmstu máli verður skapgerð Ludwigs Er- hards e. t. v. skorinorðast lýst með því að til- færa ummæli Thomas Carlyle um Friðrik II. Prússakonung, en þau eru svona: „Hann meinar alltaf, það sem hann segir, og hann byggir fram- kvæmdir sínar á því, sem hann telur vera rétt.“ Félagslegur markaðsbúskapur „Við erum nú í Þýzkalandi ásjáendur upp- hafs nýrrar hugmyndar um markaðsbú- skap. Þessi hugmynd reynir að tengja grundvallarlögmál frelsisins, sem mannin- um er nauðsynlegt til þess að halda sjálfs- virðingu og vinna af ábyrgðartilfinningu, félagsmálefnum nútímans." Alfred Muller-Armack Heiminum er í dag að verulegu leyti stjórnað af efnahagslegum öflum og hagfræðilegum hug- myndakerfum. Eitt slíkt hagfræðilegt hug- myndakerfi hefur verið í myndun á meginlandi Evrópu síðasta áratuginn. Heiti þess á erlendu máli er „Die soziale Marktwirtschaft“, sem þýða mætti á íslenzku „félagslegur markaðsbúskapur“. Kunnasti formælandi þessarar stefnu er Dr. Lud- wig Erhard, en hann er þó ekki fræðilegur höf- undur hennar. Þeir sem mest hafa lagt til mál- anna, eru svissneskir og þýzkir hagfræðingar, svo sem Wilhelm Röpke, Walter Eucken, Alex- ander Riistow og Alfred Múller-Armack. Sá síð- astnefndi mun hafa orðið fyrstur til þess að koma fram með heitið „Die soziale Marktwirtschaft“. Hvert er svo inntak þessa nýja hagkerfis? Hér verða því engin fullnaðarskil gerð, heldur þess aðeins freistað að gera langa sögu stutta. Kjarni liberalismans á 19. öld var frjáls mark- aðsbúskapur. Þróun efnahagslífsins átti að mark- ast eingöngu af framboði, eftirspurn og frjálsri samkeppni. Öll önnur sjónarmið voru talin for- kastanleg. Formælendur hins félagslega markaðsbúskap- ar telja, að á þessu kerfi hafi reynzt slíkir ann- markar, að það sé úrelt í sinni upphaflegu mynd. Þetta kerfi hafi að vísu haft í för með sér miklar framfarir, aukna framleiðslu, vaxandi velmegun o. s. frv., en í kjölfar þess hafi einnig siglt ýmiss konar félagslegt misrétti og öryggisleysi. Tilætl- un þeirra er því að koma á kerfi, sem felur í sér alla vaxtar- og framvindumöguleika markaðsbú- skaparins, en jafnframt reyna að girða fyrir félagslegt misrétti og tryggja þegnunum öryggi í ríkara mæli. Mun ég tilfæra hér nokkur ummæli forvígis- manna þessarar stefnu til frekari skýringar: „Þegar við höfum í huga félagslegan markaðs- búskap, þ. e. a. s. búskaparstarfsemi, sem lýtur lögmálum markaðsins, en þó með félagslegum umbótum og tryggingum, þá er það vegna þess, að við erum sannfærðir um, að ekkert annað hagkerfi getur í jafnríkum mæli sameinað hæfni til framleiðni og tæknilegra framfara persónu- legu frelsi og félagslegri framþróun." „Alls staðar þar sem einkahagsmunir koma samkeppninni fyrir kattarnef, getur arðrán þró- azt.“ — „Ef félagslegar framfarir eiga að byggja á traustum homsteinum, getum við ekki verið án starfshæfs markaðsbúskapar.“ — „Ef mark- aðsbúskapurinn á að vera varanlegur, verða að vera fyrir hendi vissir stjórnmöguleikar, þ. e. a. s. heimild stjórnarinnar til aðgerða, er skapa keppnisbúskapar. Samning félagsréttar er og bein möguleika fyrir og tryggja starfsgrundvöll sam- nauðsyn þess, að markaðsbúskapurinn reynist starfshæfur.“ (Alfred Múller-Armack) „Samkeppnin er líklegasta tækið til að skapa FRJALS VERZLUN 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.