Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 8
um framkvæmdum. Slíkar deilur eru vissulega ekki til þess fallnar að auðvelda almenningi sjálfstætt mat á því hvert stefna beri. Ilvort sem flokkarnir nú vilja eigna sér krógann cða afneita honum, þá er meginatriðið, að viðhorf þjóðarinnar til efnahagsmálanna verður að gjör- breytast, og þetta verður að gera þjóðinni ljóst. Væri nii ekki kominn tími til að allir landsbúar skipuðu sér um aðra nýsköpun, sem fælist í því, að hafizt væri þegar handa um uppbyggingu nauðsynlegs gjaldeyrisforða? En á slíkan hátt gæti skapazt öryggi og festa í atvinnulífinu, og mögu- leikar til þess að losa um höft, sem valda misrétti, draga úr afköstum framleiðslunnar og lama atorku einstaklinga. Ekkcrt annað dugar, ef vér eigum að bægja þeirri yfirvofandi hættu frá dyrum, að efna- hagskerfið hrynji yfir oss, og vér skilum afkomend- um vorum í hendur þjóðarbúinu í því ásigkomu- lagi, að vér munum sízt verðskulda þakkir þeirra. Veigamikið skilyrði fyrir frjálsu, blómlegu at- vinnulífi og frjálsum viðskiptum, ásamt öryggi fyrir afkoinu morgundagsins þótt eitthvað blási á móti, er ríflegur gjaldeyrisvarasjóður. — Hví ekki að ein- beita oss að þeirri nýsköpun á sama hátt og vér framkvæmdum nýsköpun atvinnuveganna? Það er engu minna eða ómerkilegra hlutverk, þótt óneit- anlega verði það vanþakklátara. En almenningur skyldi slá hendinni við öllum fulltriium til lög- gjarfarþings þjóðarinnar, sem ekki aðhylltust fram- kvæmd slíkrar stefnu. Augljóst er, að þessi nýsköpun útheimtir nokkrar fórnir. Þær eru fyrst og fremst, að vér neitum oss í bráð um ýmsar framkvæmdir og fjárfestingu, jafnvel þótt þær séu æskilegar og til langframa bráðnauðsynlegar. Vér verðum að gera oss Ijóst, að ekki er hægt að gera allt í einu, og haga oss eftir því. A þessu sviði verða ríki og bæjarfélög að ríða á vaðið. í þessu sambandi mættu þessir aðilar gjarnan taka upp þann hátt, að fyrst sé athugað hve miklum tekjum sé úr að spila án þess að geng- ið sé af skattþegnunum lömuðum, áður en gjalda- liðir eru ákveðnir alveg án tillits til gjaldþols þeirra. Engum blöðum er um það að fletta, að fram að þessu hafa ríki og bæjarfélög riðið í fararbroddi um gáleysislega fjárfestingu, sem ekki hefir verið í neinu samræmi við getu þjóðarinnar. Ásókn kjósenda á þessa aðila um alla óraunhæfa aukn- ingu framkvæmda, verður að hætta, og borgararnir verða að líta með fyllstu efasemd á hvern þann fulltrúa sinn eða vonbiðil, sem flíkar fyrirheitum um að því sé hægt að eyða, sem ekki er til. Onnur forsenda fyrir því, að koma megi í kring slíkum áformum, sem áður var getið, er vitaskuld sú, að allar ákvarðanir og samningar um kaupgjald og verðlag innanlands, miðist algjörlcga við það, að slíkar ákvarðanir hafi ekki í för með sér verð- bólguþróun. Ilér komum við hins vegar að atriði, sem stjórnarvöld á hverjum tíma fá ekki við ráðið nema að litlu leyti, og er algjörlega komið undir þroska fólksins í landinu, ásamt þroska, heiðarleika og samvizkusemi þeirra manna, sem eiga að vera til leiðbeiningar og ráðuneytis. Því miður virðist vanta allmikið á haldgæði þeirrar forustu, en vér trúum þó ekki öðru, en að margir eigi eftir að bætast í þann hóp, sem gerir sér grein fyrir, að brýn þörf er algjörrar hugarfarsbreytingar, þar sem ekki að- eins efnahagslíf vort, heldur og sjálfstæði og lýð- ræði eru í hættu, ef ekki er að gert. Eg hef við önnur tækifæri látið í ljós þá sann- færingu mína, að hyrningarsteinninn undir farsælu þjóðfélagi væri frjálst atvinnulíf, grundvallað á framtaki einstaklinganna, og jafnframt minnt á, að hér í Iandi búum vér að forminu til við slíkt skipulag, þó að vér hins vegar illu heilli höfum leiðzt inn á þá glapstigu að hefta og gera óvirka, ýmsa aflvekjandi kosti þess, án þess að nokkuð hafi kornið í staðinn. Eitt ömurlegasta dæmi um skemnrdarstarfsem- ina gagnvart grundvallaratriðum skipulagsins, birt- ist í hinni algjörlega tækifærissinnuðu skattlagn- ingu á atvinnufyrirtæki landsmanna í einkaeign, en þau eru býsna stór þáttur í atvinnulífi þjóðar- innar. Það er upplýst, að á árinu 1957, námu heildar- skattar fyrirtækja í helztu atvinnugreinum í Iteykjavík frá 58—1766% af hreinum tekjum þeirra. Já, það hefur engum misheyrzt, enda hafið þið allir séð þetta á prenti. Nú mundi enginn verða hlessa, ef þetta hefði verið í einhverju landinu austan járntjalds. Þá væri þetta aðeins kurteisleg en ákveðin bending um, að ætlazt væri til að menn gæfu upp öndina og aðrir tækju við. En þannig mun þessu þó ekki vera varið, því meiri hluti landsbúa aðhyllist frjálst efnahagsskipulag, og þó að þær aðfarir, sem hér er beitt gagnvart einka- atvinnurekstrinum, jafngildi í einu og öllu slíkri þjóðfélagslegri úthýsingu, teljum vér, að hér sé miklu freinur um að ræða það hugarfar, sem birtist í því, að gamall og góður klár er í hugsunarleysi barinn áfram þar til hann gefst upp. Á síðasta Alþingi voru samþykkt lög, sem tak- marka tekjuskatt félaga við 25% af hreinum tekj- um. Þrátt fyrir þá staðreynd, að vér lítum svo á, að félagsformunum sé mismunað á kostnað einka- rekstrarins, teljum vér, að með því að skapa megin- reglu til verndar atvinnuvegunum, hafi hér verið stigið merkilegt spor, svo langt sem það nær. Þetta er þó engan veginn nokkur lausn á skatta- vandamálum atvinnufyrirtækjanna, því að á með- 8 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.