Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 14
Frá íslenzkum iönaði: Verksmiðjuhús Kassagerðar Reykjavíkur Kassagerð Reykjavíkur og umbúðaiðnaðurinn Til skamms tíma hefur iðnaðurinn verið hálf- gert olnbogabarn meðal íslenzkra atvinnuvega. Hann hefur jafnan verið gagnrýndur harðlega fyrir það, sem miður hefur farið, og oftast sætt litlum skiiningi yfirvalda. En nú í seinni tíð hefur orðið nokkur breyting hér á. Stafar hún eflaust af því, að mönnum er nú að verða það ljóst, að iðnaðurinn á sér ekki aðeins tilveru- rétt, heldur er hann orðinn mikilvægasti þátt- urinn í atvinnulífi þjóðarinnar — aukning iðn- aðarins og framleiðni hans er höfuðskilyrði fyrir bættum lífskjörum í landinu. Það er algengt, að menn geri greinarmun á útflutningsiðnaði og iðnaði, sem framleiðir ein- vörðungu fyrir innlendan markað. Er þá stund- um látið í það skína, að hin fyrri tegund iðnað- ar eigi ein fullan rétt á sér. En slíkur greinar- munur er villandi, því að allar iðngreinar afla gjaldeyris eða spara hann, eða hvort tveggja í senn. Tökum til dæmis Kassagerð Reykjavíkur. Þar voru á síðastliðnu ári framleiddar umbúðir fyrir 18.000.000 kr„ en af þeim verðmætum var u. þ. b. helmingur hráefniskaup í erlendum gjaldeyri. Meiri hluti þessarar framleiðslu var fluttur út sem umbúðir um íslenzkar vörur og var þannig greiddur í gjaldeyri. Auk þess fór nokkuð af framleiðslunni á innlendan markað, en það sparaði að sjálfsögðu innflutning á full- unnum umbúðum. Þannig hefnr þetta iðnfyrir- tæki beinlínis aflað gjaldeyris, enda þótt fram- leiðslan hafi öll verið seld innlendum aðilum. Eins og flestar íslenzkar iðngreinar, hefur um- 14 Vélasamstæða, sem brýtur og límir saman bylgjupappakassa. Hún getur gengið frá um 30 þúsund kössum á dag FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.