Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 9
an bæjarfélögin, sem með þessari lagasetningu hafa misst spón úr aski, hafa frjálsar hendur til þess að framkvæma raunverulegt eignanám hjá fyrirtækj- um, með því að innheimta margfaldar hreinar tekj- ur þeirra, án þess svo mikið sem veltuútsvarið sé frádráttarbært, geta mcnn gert sér í hugarlund hve lengi slíkt getur haldið áfram. Um veltuútsvarið segir hinn kunni, sænski skattasérfræðingur, prófessor Vásthagen, m. a. í skýrslu sinni um skattlagningu á Islandi: „I kafla B er getið þess sérkennilega skatts, veltuútsvarsins, sem lagt er á veltu fyrirtækjanna. Ókostir skattakerfis sveitafélaganna, sem drepið var á hér rétt áður eiga sérstaklega við um þennan skatt. Mér virðist hann algjörlega ósamræmanleg- ur skattkerfi, sem byggir á þeirri meginreglu, að skattleggja hrcinar tekjur. í kafla D er sýnt, að þetta veltuútsvar nemur í vissum atvinnugreinum vcrulega hærri upphæð en skattskyldar tekjur, en við ákvörðun þeirra má ekki draga frá veltuútsvar- ið. Það vekur undrun, að þetta skuli ckki hafa verið talið brjóta í bága við regluna um skatt „eftir efnum og ástæðum“. Með því að leggja á þennan veltuskatt geta útsvarstjórarnir hamlað verulega þróun fyrirtækja og gert vissar atvinnugreinar algerlega óarðbærar. Skattlagning á veltu virðist hafa slíkar efnahagslegar afleiðingar, að sveitafélög- um ætti ekki að vera heimilt að beita henni“. Það hlýtur því að vera ákveðin krafa atvinnu- veganna að hætt verði þeirri fáránlegu og skamrn- sýnu rányrkju, sem nú er beitt, og þeim verði án tafar, i fyrsta lagi tryggð skynsamleg meðhöndl- un, með lagasetningu eða í framkvæmd, í þá átt, að samanlagðir skattar til ríkis og bæjarfélags fari aldrei fram úr hreinum tekjum, enda mun annað óþekkt í nokkru vestrænu þjóðfélagi, sem er upp úr því vaxið að láta hverjum degi nægja sína þján- ingu. — Þetta mál verður ríki og bæjarfélögin að leysa í sameiningu, og eru til þess ýmsar leiðir, þó ekki skuli farið inn á þær að svo stöddu. í öðru lagi, af skynsemis- og sanngirnisástæðum, skuli engu félagsformi vera mismunað um skatt- lagningu, þ. e. a. s. samvinnufélögum, hlutafélögum, bæjar- og ríkisrekstri, beri að greiða sömu skatta og útsvör, þannig að greinilega megi koma í ljós, hvaða rekstrarfyrirkomulag sé hagkvæmast. Væri óskiljanlegt, ef nokkur sá, er heldur vill hafa það er sannara reynist, gjörist til að andmæla því, að úr þessu yrði skorið í eitt skipti fyrir öll á þennan hátt, enda vafalaust, að það mundi verða mjög lærdómsríkt. SKARÐ FYRIR SKILDl Erlendur Ó. Pétursson, forstjóri, andaðist 25. ág. s. 1. Ilann var fæddur í Reykjavík, 30. maí 1803. Foreldrar hans voru Pétur Þórðarson, skipstjóri og Vigdís Teitsdóttir, kona hans, cr bjuggu í Götuhús- um hér í bæ. Ungur að aldri hóf Erlendur að starfa að verzlunarstörfum, og lauk fullnaðarprófi frá Verzlunarskóla íslands 1914. Sama ár hóf hann störf hjá íslandsdeild Sam- einaða gufuskipafélagsins. Ilann naut ávallt trausts yfirmanna sinna, og þegar húsbóndi hans um mörg ár, Jes Zimsen, for- stjóri, féll frá, árið 1938, tók Erlendur við starfi hans og gegndi því til dauðadags. Erlendur Ó. Pétursson var mjög félagslyndur maður og kom mikið við sögu ýmissa félagasam- taka hér í bæ. íþróttahreyfingin átt.i góðan hauk í horni þar, sem Erlendur var, enda voru íþróttir aðaláhugamál hans. Hann tók þátt í störfum Knattspyrnufélags Revkjavíkur um 44 ára skeið, sat í stjórn félagsins í 43 ár, og formaður þess í aldarfjórðung. Einn af leiðtogum íþróttahreyfing- arinnar komst m. a. svo að orði í eftirmælum um Erlend: „Störf hans einkenndust af ljúfmcnnsku, viðleitni til þess að sætta og drengskap. Með störf- um sínum fyrir íþróttahreyfinguna reisti hann sér slíkan minnisvarða, að þangað cr hverjum hollt að líta og leita sér fyrirmyndar.“ I stjórn Verzlunarmannafélagsins Merkúrs var hann kosinn 1915, sat fimm ár í stjórn þess, þar af formaður í tvö ár. Formaður Verzlunarmannafélags Rcykjavíkur var Erlendur á árunum 1922—31, að cinu ári und- anskildu. Stóð félagslífið með miklum blóma í stjórnartíð hans. Hann var kosinn heiðursfélagi V. R. á hálfrar aldar afmæli þess 1941. Hann var einn af stofnendum Reykvíkingafélags- ins og skipaði þar sæti sitt með röggsemi þess manns, er í öllu vildi heill og heiður Reykjavíkur. Hann var sæmdur innlendum og erlendum heiðurs- merkjum fyrir hin margvíslegu félagsmálastörf. Erlendur var mannkosta- og hæfileikamaður mik- ill, vinmargur og vinsæll. Ilann var glaðlyndur og trygglyndur og orðlagður drengskaparmaður. Var hverju máli vel.borgið, er hann lagði liðsinni sitt. FRJÁLS VERZLUN 9

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.