Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1958, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.10.1958, Qupperneq 27
Verzlunarminjasafn ... Frh- a{ bls- 11 plötunnar slegið upp að vegg. — Kertastjakar úr kopar, eða stundum úr silfri, stóðu ávallt á spila- borðinu, en þetta borð var oft mest notaði hlutur- inn á gömlu kaupmannahcimilunum í skammdeg- inu, og ljóstækin voru auðvitað kerti og olíulampar. — Þegar drukkið var kaffi í setustofunum, var það borið í fínum postulínsbollum, og því mættu þar líka vera gamlir postulínsmunir, aðrir en hinir frægu postulínslnindar, sem ég sá aldrei á heimilum kaupmanna, þó að þeir hins vegar væru seldir í búðinni og kæmu með varningnum á hverju vori fyrstu árin, sem ég man eftir. Á veggjunum í báðum stofum J)yrftu að vera eirstungumyndir eða olíumyndir í stíl við annað umhverfi. Sjötta og síðasta herbergið yrði svefnherbergi, kaupmannshjónanna. — Þar væru mahognihús- Fatnaðar- og vejnaðarvöruverzlanir í Stokkhálmi: Anglais Cenlralboden AB Peminett Kembels Skosalonger Prineess-Masasinet AB Standards Hörna AB Oslerlund & Andersons AB Hótel, veitinga- og kaífihús: I Stokkhólmi og úthverfum: Hotell Anglais AB, Jtestauriuig Gondolen og u. 1>. b. tuttugu önnur. ] Malmö: Restaurang Malmgárden, ltestaurang Slröget og 1). u. b. tíu önnur. Auk l>ess fjölmörg annars staðar í landinu. Hér verða talin fáein fyrirtæki sem Samband samvinnufélaganna eða dótttirfyrirtæki þess eiga meirihluta í: OK, Sveriges Oljekonsumenters riksförbund Bergsjö Pruktindustri förening Svensk Ande'sfisk förening Fiskoentralen í Giiteborg AB Blekinge Andelsfisk förening AB Ceiloplast Svenska Rayon AB AB Midardalens legelbruk AB Rabén & Sjögren Bokförlag Nokkur fyrirtæki sem Samband samvinnufélag- anna á stóran hluta í: Svenska AB Nordisk Tonfilm Reso — Folkrörelsernas Rese- och Semeslerorganisalion AB Reso-Hotel! AB Svenska Salpeterverkeji Klinteby Konservfabrik AB gögn frá fyrri tímum og toppsæúg með hvítum sparlökum úr hör. Orðlögð gestrisni Alikið er kornið undir því þegar að því kemur, að hinn rétti blær náist á slíkt fyrirmyndar kaup- mannsheimili, svo að það beri með sér þann sið- menningarblæ og vndisleik (Charme), sem hvíldi yfir þessum horfnum heimilum. — Heimili margra fyrstu kaupmanna frjálsrar verzlunar á íslandi voru orðlögð fyrir gestrisni og myndarbrag, enda oft menningarmiðstöðvar heilla héraða. — Það féll þá líka í hlut kaupmannsheimilanna að taka á móti og hýsa innlenda og útlenda gesti, og eru margar frásagnir frá fyrri tímum í ferðabókum út- lendinga um glæsilegar móttökur á slíkum heimil- um, t. d. getur Gáimard hinn franski þess í hinni miklu ferðabók sinni, hversu glæsilega liafi verið tekið á móti sér og fylgdarliði sínu hjá kaupmönn- unum á Snæfellsnesi. Aljtekkt er líka hin mikla rausn og myndarskapur kaupmannsheimilisins í „Húsinu“ á Eyrarbakka. — Þannig mætti einnig minnast margra kaupmannaheimila víðs vegar um allt ísland á öldinni sem leið og fram yfir síðustu aldamót, sem voru annáluð fyrir rausn og liöfð- ingsskap, en ]>að verður að bíða betri tíma. Ég hefi nú gert grein fyrir því, hvernig ég hugsa mér að verzlunarminjasafni verði fyrirkomið, og efast ég ekkert um, að mér fróðari menn geti þar betrumbætt. — Það er öldungis víst, að fyrsti tími er beztur til söfnunar minjum og munum til slíks safns. — Hvert ár, sem líður, og ekki verður hafizt handa um undirbúning stofnunar safnsins og söfnun muna til J)ess, getur án efa orðið okkur til ómctanlegs tjóns. Fyrir nokkrum árum ritaði ég grein um þetta mál í tímaritið „Frjáls verzlun“ og samþykkti ])á V.R. á aðalfundi sínum, að félagið tæki málið á sína arma. Nú hefur félagið ski])að nefnd til þess að hrinda málinu af stað og undirbúa framkvæmd þess, og dregst lnin væntanlega ekki úr hömlu úr þessu. En það er afar nauðsynlegt, að nú verði það tekið föstum tökum, og til ])ess, að til fram- kvæmda geti komið, þarf „afl þeirra hluta, sem gera skal“, eða m. ö. o. „hinn þétta leir“ — pen- ingana. Ég vil nú að lokum skora á verzlunarstéttina í þessu landi að bregða vel við og láta nú fé af hendi rakna til þess að Verzlunarminjasafn íslands komist á fót hið allra bráðasta. FRJÁLS V ER Z L U N 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.