Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 19
starfa. í öllum öðrum deildum er megináherzían lögð á að fullgera þá heildarmynd úr efnivið frá hagstofum einstakra ríkja sambandslýðveldisins. Forstöðumaður þessarar deildar er dr. Szameltat, sem áður er getið, en einn af fulltrúum hans, þjóðhagl'ræðingurinn Guckes, ungur og elskuleg- ur maður, sá að mestu leyti um dvöl okkar þre- menningarma í Wiesbaden og skipulagði hvern dag af þýzkri nákvæmni. Hinar sjö deildirnar eru þessar: Deild þjóð- hagsreikninga og almennrar fræðilegrar sam- ræmingar, matvæla- og landbúnaðardeild (fisk- veiðaskýrslur meðtaldar), iðnaðarskýrsludeild, deild verzlunarskýrslna og samgönguskýrslna, deild verðlags- og launaskýrslna, bygginga- skýrslna og félagsmáleína, fjármála- og skatta- deild og loks deild mannfjöldaskýrslna og menn- ingarmálefna (þar með skólaskýrslur, dómsmála- skýrslur, heilbrigðisskýrslur, kosningaskýrslur o. fl.). Við félagarnir heimsóttum flestar deildirnar, en dvöldumst lengst í iðnaðarskýrsludeildinni og nutum góðrar handleiðslu aðalfulltrúans þar, herra Kunz, og annarra fulltrúa, svo sem þeirra herra Riidigers, er sér um framleiðsluvísitöluna, dr. Antons, er annast fyrirtækjatalninguna í iðnaðinum, dr. Flöters, sem sér um árlegar iðn- aðarskýrslur og dr. Pfaffs, sem hefir með sér- skýrslur handiðnaðarins að gera. Flest starfsfólk er í skipulagsdeild almennra statistískra rnála, 548 alls, þar af 220 í véladeild, og í samgöngu- og verzlunardeildinni 545 alls. Sams konar vélar ocj hér á landi. Það er að jafnaði gestkvæmt í Statistisches Bundesamt, því að þangað fara margir, sem vilja kynna sér rekstur slíkra stofnana, og sú deild sem allir skoða, er véladeildin, sem er hluti af skipulagsdeild statistískra málefna. Skýrsluvélar þær, sem eru notaðar, eru næst- um því eingöngu IBM vélar, sams konar eða svipaðar og þær, sem hér eru í notkun hjá Hag- stofu íslands. Þó eru 2 elektróniskar vélar not- aðar og ein frönsk vél. Þar sem hagstofur hinna einstöku ríkja vinna að nokkru leyti úr frum- skýrslunum, taldi herra Richter, sem hefir um- sjón með undirbúningi véltökunnar, að elektrón- isku vélarnar væru margar hverjar ekki við hæfi stofnunarinnar nema til örfárra verka. Leigan fyrir IBM vélarnar er um 80 þúsund mörk á mánuði, en heildarkostnaður við þýzku hagstofuna á þessu ári er áætlaður milli 25 og 26 milljónir marka. Ivostnaður við hagstofur ein- stakra ríkja er vitaskuld ekki meðtalinn, en þess má geta, að starfsfólk þeirra allra er sízt færra en á aðalhagstofunni. Við götun, endurgötun og leiðréttingar vél- spjalda vinna um 80 stúlkur, sem hafa jafn- langan vinnutíma og annað starfsfólk, en 10 mínútna vinnuhlé á hverjum klukkutíma. Með- alafköst gatara á mánuði voru 30900 spjöld árið 1957, en 19800 árið 1950. Annað dæmi um afkastaaukningu er það, að árið 1950 komu 1240 skýrslur um innflutning eða útflutning í hlut hvers starfsmanns deildar- innar, en 2430 árið 1957. Hér verður látið staðar numið við lýsingu á þessari heimsókn. Hún er vafalaust mjög yfir- borðsleg fyrir þá, sem eru kunnugir störfum slíkra stofnana, en of þurr og upptalningakennd fyrir aðra, en ég vona þó, að þeir, sem hana lesa, séu nokkru fróðari en áður um þessa statistísku stofnun, sem talin er einhver hin fullkomnasta í heimi. Að lokum get ég þó elcki stillt mig um að segja frá oíurlitlu atviki, sem kom fyrir mig og annan ferðafélaga minn, áður en við kvöddum hagstof- una og Wiesbaden. Við sátum inni á lítilli veitingakrá síðla kvölds, er miðaldra maður settist við borðið hjá okk- ur. Hann kvaðst vera málarameistari frá Kassel og hafa erindi að reka í Wiesbaden. Er hann varð þess áskynja, hvað við vorum að gera þarna í borginni, dró hann skýrslueyðublað upp úr vasanum og sagði eitthvað á þessa leið: „Sjáið þið, þeim finnst ástæða til að hafa mig með.“ Hann var greinilega upp með sér af því, að þýzka hagstofan skyldi telja ástæðu til þess að láta hann gefa mánaðarlega skýrslu um hinn litla atvinnurekstur hans. Við félagarnir litum hvor á annan, en sögðum ekki neitt. Sjónvarpsdagskrór ó segulböndum I Bandarílcjunum er farið að nota sérstök segul- bönd, tveggja tommu breið, til þess að taka upp sjónvarpsdagslcrár í litum. Síðan er hœgt að endur- varpa dagskránum á stöðum í mikilli fjarlœgð frá upptökustaðnum og einnig að geyma þœr um lang- an tíma. FRJÁLS VERZLUN 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.