Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 3
eru þarna fjölmennir vegna hinnar mikln flug- stöðvar, sem þeir hafa þar á næstu grösum, og óneitanlega er skrýtið að sjá „stælgæja“ í þröngum khakibuxum og kragalausum, litskrúð- ugum jökkum, jórtrandi tuggugúmmí innan um karlmenn í skítgljáandi leðurbuxum með axla- bönd og fjaðrahatt, þótt þeim síðarnefndu virð- ist fara ört fækkandi. Þýzka hagstofan hefir til umráða nýtt stór- hýsi við Gustav-Stresemans-Ring, skammt frá aðaljárnbrautarstöðinni. Það var tekið í notkun árið 1956, en áður voru hinar ýmsu deildir stofnunarinnar á víð og dreif um borgina. Iíús- ið er byggt með þarfir hagstofunnar fyrir augum. Við aðalinnganginn er stór hestmynd úr steini, og fer tvennum sögum af því, hvað sú mynd eigi að tákna, en gárungarnir sjá þar samnefn- ara hins opinbera í líki hests, sem spyrnir við fótum og teygir upp hausinn, þegar á að teyma hann áfram. Meginbyggingin er fjórtán hæðir, og er sú efsta inndregin. Þar uppi eru fundarsalir og ákjósanlegur sólbaðstaður á þakinu. Hraðgeng- ar lyftur eru milli hæða, en auk þess hæggeng- ari, opnar lyftur, sem starfsfólkið kallar „pater noster“, sem þægilegt er að grípa til, þegar fara á milli tveggja eða þriggja hæða og ekki þykir henta að bíða eftir hraðgengri lyftu. Iíerbergin eru íburðarlaus og flest, með svipuðu sniði, þann- ig að lítill sem enginn munur virðist vera gerð- ur á aðbúnaði yfirmanna og undirmanna, þótt samneyti þeirra á milli virðist þrengri stakkur skorinn en tíðkast mun almennt hér á landi. Allt verður að fara rétta boðleið. Bókasafn er í stofnuninni og eins konar verzl- anir, þar sem starfsfólkið getur keypt sér hress- ingu og ýmsan smávarning án þess að þurfa að fara of langt. Þar er jafnvel liægt að kaupa áfenga drykki til að fara með heim. Hver einasta gluggakista stórhýsisins er þétt- setin pottablómum, og ber þar mikið á kaktus- um og öðrum safaríkum jurtum. Starfsfólkið hugsar sjálft um blómin, enda keypt fyrir þeirra reikning. Lítill, en fallegur garður er milli aðal- byggingarinnar og mjög snoturrar útbvggingar (sést ekki á myndinni), þar sem matsalur stofn- unarinnar er. Þar má sjá garðyrkjumann að störfum allan guðslangan daginn, því að vitan- lega hefir hagstofan sinn garðyrkjumann. Stórt heimili — margt starfsfólk. Statistisches Bundesamt er eins og stórt heim- Skrifstofubygging vesiur-þýzku hagstofunnar í Wiesbaden FHJÁLS VERZLUN 3

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.