Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1958, Side 15

Frjáls verslun - 01.10.1958, Side 15
Prentað ó trékassahlið búðaiðnaðurinn þróazt hratt, cinkum eftir 1940. Skul hér greint nokkru nánar frá sögu þess fyrir- tækis, sem stærstan skerf hefur lagt til þróunar í þeirri grein hérlendis. Á árunum 1927—’30 var flutt inn allmikið af trékössum, frá Svíþjóð og Noregi. Voru þeir notaðir sem umbúðir um saltfisk, sem fluttur var til Suður-Ameríku. Sökum þess, að á þeim árum var fremur lítil atvinna fyrir trésmiði, sérstaklega á vetrum, vaknaði sú spurning, hvort ekki mætti smíða slíka kassa hér heima, en þeir voru mjög vandaðir að gerð. Helztu vörutegundir, sem umbúðir þurfti um á þeim tíma, voru saltfiskur, ísvarinn fiskur, sem flutt- ur var til Bretlands, smjörlíki og niðursoðin mjólk. Þegar Sænsk-ísl. frystihúsið tók til starfa, þurfti það á kössum að halda fyrir frosinn fisk. Árið 1931 tók svo Kassagerðin til starfa, og munu fáir hafa talið hana framtíðar-fyrirtæki, enda var við mjög mikla erfiðleika að stríða fyrstu árin, þar sem þá voru raunverulega hærri tollar á efninu en tilbúnum, innfluttum umbúð- um. Fyrsta árið, sem fyrirtækið starfaði, var aðalverkefnið að smíða kassa fyrir ísvarinn fisk, þar næst komu svo umbúðir um saltfiskinn og frysta fiskinn, sem jukust stciðugt úr því. Árið 1935 tóku að koma fram nýjar og nýjar vöru- tegundir, sem þörfnuðust umbúða, svo sem land- búnaðarvörur, til sölu bæði á erlendan og inn- lendan markað, einnig iðnaðarvörur, svo sem kex, efnagerðarvörur, sælgæti og fleira. Fyrstu stríðsárin jókst mjög framleiðsla á kössum fyrir frystan fisk, sem Bretar neyddust J)á til að kaupa í stórum stíl. Til dæmis má geta J)ess, að eitt árið vann verksmiðjan úr 820 std. af timbri. Lætur nærri, að það hafi verið 3 farmar gamla „Selfoss“. Á þessum tíma hefði reynzt erfitt að fá tilbúna kassa frá útlöndum. Á árunum 1941—’42 varð gjörbreyting á um- búðum fyrir frystan fisk. Trékassar lögðust alveg niður, og í þeirra stað komu kassar úr bylgjupappa. Þeir höfðu ýmsa kosti fram yfir trékassana, t. d. voru ]>eir miklum mun ódýrari, léttari í flutningum, og að sumu leyti vörðu þeir vöruna betur. Síðan hefur notkun alls konar pappaumbúða aukizt gífurlega. Allar frvstar sjávarafurðir, sem út eru fluttar, eru nú í pappaumbúðum, þar á meðal frosin síld í pappa- öskjum, einnig margar landbúnaðarafurðir, að ógleymdum flestmn iðnaðarvörum fyrir innlend- an markað. Síðustu 6 árin hafa verið stór áfangi i tækni- legri þróun verksmiðjunnar. Á þeim tíma hafa henni bætzt hinar fullkomnustu vélar til öskju- framleiðslu, sem hafa gert henni fært að fram- leiða umbúðir, sem eru fullkomlega sambæri- legar við J>að bezta af því tagi, sem fáanlegt er á erlendum markaði. Auk þess hafa J>essar vél- ar rneðal annars gjört mögulegt að halda, fram að þessu, sarna verði á öskjum fyrir útflutnings- vöru, eins og var fyrir 8 árum. Engu að síður er ]>að knýjandi nauðsvn fyrir verksmiðjuna að Pappaöskjuframleiðsla. Askjan brotin saman FRJÁLS VERZLUN 15

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.