Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 23
Rússneska sendiróðið: Verzlunarfulllrúar, er starfa við erlend sendiráð í Reykjavfk Ameríska sendiráðið: Verzlunarfulltrúi: Armistead M. Lee (Economic and Com- mercial Officer). Hann er fæddur árið 1910 í Anking í Kína, þar sem foreldrar hans voru kristniboðar. Kom til íslands í júlí 1957. Sendiráðið hefur skrifstofur að Laufásvegi 21, sími 2-40-83. Skrifstofutími: 9—13 og 14—18, lokað á laugardög- um. Við sendiráðið vinnur Daníel Jónasson (Senior Economic Assistant), sem veitir upplýsingar og hcf- ur mikið af ritum um viðskiptamál. Brezka sendiráðið: Verzlunarfulltrúi: Miss Frieda M. Young (First Secretarv and Consul). Hún er fædd árið 1913 i Lei- cester, Leicestershire. Kom til tslands í september 1957. Sendiráðið hefur flutt skrif- stofur sínar frá Templarasundi (Þórshamri) að Laufásvegi 49, sími 1-58-83/84. Skrifstofutími: 10—12,30 og 14— 17,30, laugardaga 10—12,30. Pólska sendiráðið: Verzlunarfulltrúi: lioleslaw Pia- secki (Commercial Attaché). Ilann er fæddur árið 1914 í Var- sjá. Kom til íslands í ágúst 1958. iSendiráðið hefur skrifstofur í Túngötu 12, sími 1-97-09, en verzlunarfulltrúinn hefur skrif- stofu að Hofsvailagötu 55. Verzlunarfulltrúi: Alcksei G. Shchelokov (Commercial Coun- sellor). Hann er fæddur árið 1914 í Moskvu. Kom til íslands árið 1954. Sendiráðið hefur skrifstofur í Garðastræti 33, en skrifstofur verzlunarfulltrúans eru að Ægis- síðu 84, sími 1-42-14; eru þær opnar á venjulegum skrifstofutíma. Tékkneska sendiráðið: Verzlunarfulltrúar: Stochl Vlastimil og Billich Evzen. Sá fyrrnefndi hefur með þungaiðnaðinn að gera, en hinn síðarnefndi létta iðnaðinn. Báðir komu til íslands árið 1956. Sendiráðið hefur skrifstofur á Smáragötu 16, sími 1-98-23. Skrifstofutími: 9—12 og 13—16. Þýzka sendiráðið: Verzlunarfulltrúi: Dr. llanns C. Cassens (Commercial Secret- ary). Hann er fæddur árið 1910 í Emden. Kom til íslands í janúar 1955 og hefur ferðazt um nær allt landið. Sendiráðið hefur skrifstofur í Túngötu 18, sími 1-95-35/36. Skrifstofutími: 10—12 og 15—17. Herskipið Alabama Þegar Þrælastríðið skall á í Bandaríkjunum, áttu Suðurríkjamenn 1000 tonna herskip í smíð- um í Birkenhead nálægt Liverpool í Englandi. Þrátt fyrir stríðið leyfðu brezk yfirvöld að skip- ið yrði afhent. Sökkti það síðan mörgurn skip- um fyrir Norðurríkjamönnum, þar til þeir loks unnu á því 1864. Árið 1871 var Bretum gert að greiða Bandaríkjamönnum, með gerðardómi í Genf, 15,5 milljónir dollara vegna þessara af- skipta af stríðinu. FHJÁLS VERZLUN 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.