Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 17
AÐALFUNDUR
Verzlunarráðs íslands 1958
Aðalfundur Verzlunarráðs íslands var haldinn
í húsakynnum ráðsins dagana 18. og 19. f. m.
í upphafi fundarins minntist Gunnar Guðjónsson,
formaður ráðsins, kaupsýslumanna, er látizt höfðu
frá því að síðasti aðalfundur var haldinn, og heiðr-
uðu fundarmenn minningu hinna látnu með því
að rísa úr sætum.
Fundarstjórar voru kosnir þeir Árni Arnason og
Þorsteinn Bernharðsson. Fundarritarar voru Sveinu
Finnsson og Gísli Einarsson.
Formaður ráðsins, Gunnar Guðjónsson, flutti
ræðu um efnahagsmál þjóðarinnar, og birtist hún í
Morgunblaðinu 19. f. m.
Þorvarður J. Júlíusson, framkvæmdastjóri ráðs-
ins, flutti skýrslu um störf stjórnar ráðsins á starfs-
árinu.
Síðari fundardaginn flutti Vilhjálmur Þór, aðal-
bankastjóri, erindi um gjaldeyrismál, og hefur það
birzt í dagblöðum.
Eftirtaldar nefndir störfuðu á fundinum: Við-
skipta- og verðlagsmálanefnd, skattamálanefnd og
allsherjarnefnd. Nefndirnar störfuðu að kvöldi fyrri
fundardags og að morgni þess síðari. Umræður um
tillögur nefndanna fóru fram seinni fundardaginn,
en að þeim loknum voru birt úrslit stjórnarkosn-
inga. Stjórn V. t. skipa nú eftirtaldir menn:
Tilnefndir af félögum: Birgir Einarsson, ísleifur
Jónsson, Gunnar Ásgeirsson, Baldur Jónsson, Hans
R. Þórðarson, Páll Þorgeirsson, Gunnar Guðjóns-
son, Egill Guttormsson, Ólafur O. Johnson og
Gunnar Friðriksson.
Kosnir: Ilallgrímur Fr. Hallgrímsson, Þorvald-
ur Guðmundsson, Otliar Ellingsen, Magnús J.
Brynjólfsson, Sveinn Guðmundsson, Haraldur
Sveinsson, Hjörtur Jónsson, Tómas Björnsson,
Ingólfur Jónsson og Sigurður Ágústsson.
í kjörnefnd voru kosnir þeir Guido Bernhöft,
Árni Árnason og Páll Jóhannesson. Endurskoðend-
ur voru kosnir ITilmar Fenger og Sveinn Ólafsson.
Hér fara á eftir ályktanir aðalfundar Verzlunar-
ráðs íslands:
Viðskiptamál
Aðaljundur Verzlunarráðs íslands 1958 vill vekja
athygli á þeirri öfugþróun í viðskiptamálum þjóð-
arinnar, sem átt hefur sér stað undanfarið og öll
merki henda til, að áfram muni halda, ef eklci
verður að gert.
Á viðski'ptum, við útlönd hefur verið mikill halli,
sem komið hefur fram í aulcningu á lausaskuldum
bankanna erlendis og erlendum lánum, sem erfitt
verður að standa straum af. Þó hefur verið beitt
ströngum gjaldeyrishöftum, en þau skapa jafnan
misrétti og lama efnahagslífið á marga lund.
Aðalfundurinn tclur brýna nauðsyn til, að ný
stefna verði tekin upp i þessum málum. Stefna
verður að því að byggja upp varasjóð í erlend-
um. gjaldeyri, sem gripa má til, ef út af bregður
um gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Slíkur gjaldeyris-
varasjóður er óhjákvœmileg forscnda fyrir atvinnu-
öryggi og frjálsrœði í viðslciptum.
Fundurinn gerir sér Jjóst, að þessu marki verður
ekki náð, nema dregið verði úr fjárfestingu og
neyzlu þjóðarinnar á þann hátt, að ríki og bæjar-
félög dragi úr framkvœmdum. sínum og útgjöldum,
banlcamir stilli útlánum í hóf og ákvarðanir um
kaupgjald og verðlag innanlands miðist við það.
að komizt verði hjá verðbólguþróun, svo að traust
skapist á verðgildi peninga.
Enda þótt ráðstafanir sem þessar komi ekki sízt
niður á verzlunarstéttinni, telur fundurinn þa’r
óhjákvœmilegar, ef þjóðin á að búa við frjálst og
heilbrigt efnahagslíf.
Skattamál
Aðalfundur V. f 1958 harmar að eðlilegar og
nauðsynlegar breytingar á ákvœðum um skatt-
greiðslur fyrirtœkja skuli ekki enn hafa verið gerð-
ar, aðrar en sú Jweyting skattaJaganna, um að
tekjuskattur félaga sé nú ákveðinn hundraðshluti
af t.ekjum í stað stighœkkandi skatts. Fundurinn
Icrefst réttlátra Jeiðrétt.inga á skattaJögunum og
jafnframt krefst hann þcss, að lög um útsvör verði
tekin til endurskoðunar. f þessum efnum vísar
fundnrinn til áJits og tiliagna dr. Niels Vásthagens,
prófessors, um, skattlagningu islenzkra fyrirtækja
í skýrsJu hans tiJ Efnahagssamvinnustofnunar
Evrópu. f skýrslunni bendir hann á, að núverandi
alagning skatta og út.svars hér á Jandi Jami atvinnu-
FRJÁnS VERZLUN
17