Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1958, Qupperneq 13

Frjáls verslun - 01.10.1958, Qupperneq 13
HímmimwRN HJALP TIL HANDA SMÁ- ATVINNUREKENDUM: 1 Bandaríkjunum hefur löngum verið litið á smáatvinnurekend- ur, sem eina traustustu stuðn- ingsmenn hins frjálsa efnahags- kerfis. Þrátt fyrir mikilvægi þessarar stéttar hefur hún ckki notið nægjanlegs stuðnings stjórnarvaldanna og hefur því átt við ýmsa örðugleika að etja. Stórfyrirtæki í flestum atvinnu- greinum eru svo öflug, að þau hafa smám saman unnið meira og meira á í sam- keppninni við litlu fyrirtækin. Þessi mál hafa verið til umræðu á þjóðþingi Bandaríkjanna og hefur það samþykkt lög um að setja skuli á stofn sér- stakt ráð, er hefur það hlutverk að aðstoða minni fyrirtæki. Aðstoðin á einkum að vera fólgin í því, að gera auðveldara um öflun rekstrarlána og einn- ig hcfur þingið samþykkt sérstaka fjárveitingu, sem nota má til útlána í sama skyni. Einnig hef- ur verið ákveðin nokkur skattalækkun á minni fyrirtækjum. Vegna þessara laga hefur þurft að skilgrcina nákvæmlega hvað teljast skuli „lítil fyrir- tæki“. Hefur verið ákveðið, að það séu iðnfyrir- tæki, sem hafi færri en 250 starfsmenn, heildsölur, sem hafa minna en 5 milljóna dollara veltu á ári og smásöluverzlanir, sem hafa minna en eina millj. dollara sölu á ári. Sum staðar þætti það ekki lítið, sem þarna er miðað við. En hafa verður í huga að þetta er hámarkið og langmestur hluti „litlu fyrir- tækjanna“ hefur aðeins fáa starfsmenn og litla veltu. Samkvæmt þeirri skilgreiningu, sem nefnd er hér að framan, eru 98% af fyrirtækjum Banda- ríkjanna, að fjölda til, „lítil fyrirtæki", en í þeirra hlut koma ekki meir en 35% heildarsölunnar í landinu. * S»í * FLUGFÉLAG í FJÁRHAGSÖRÐUGLEIK- UM: Brezka flugfélagið BOAC tapaði á síðasta fjárhagsári, sem lauk þann 31. marz sl„ 2,8 milljón- um punda en veltan var 53 milljónir punda það ár. Ein ástæðan fyrir þessu er sú, að búizt hafði verið við meiri fjölgun flugfarþega en raun varð á. Alvarlegast er þó talið, að ekki er hægt að sjá fram á að unnt verði að vinna upp tapið á næst- unni. Stjórn félagsins hefur eindregið óskað þess, að það fái sérstakan opinberan styrk til að geta tekið í notkun nýjar gerðir brezkra farþegaflug- véla, en ennþá er ekki vitað hverjar undirtektir þetta fær. Jafnvel hefur komið fram sú krafa, að félagið bæti rekstur sinn, einkum á aðalstöðvunum á Lundúnaflugvelli, áður en þessi ósk um aðstoð verður tekin til greina. KANADASTJÓRN OG SEÐLABANKINN: Víða í vestrænum löndum eru nokkrar deilur um stöðu seðlabankanna, og þó einkum verkaskipting- una milli þeirra og viðkomandi ríkisstjórna. Þessar deilur hafa þó óvíða verið meiri en í Kanada, eftir að ríkisstjórn íhaldsmanna tók við völdum. Nú- verandi fjármálaráðherra, Donald Fleming, lét mjög að sér kveða í kosningabaráttunni og hélt því ákveðið fram, að ríkisstjórnin á hverjum tima, en ekki seðlabankinn, yrði að bera ábyrgð á óvinsæl- um ráðstöfunum, eins og þegar útlán væru tak- mörkuð. Eftir að D. Fleming komst sjálfur í ríkis- stjórn, vildi hann hafa völd í samræmi við kenn- ingar sínar um ábyrgð stjórnarinnar, en fyrir bragð- ið hefnr um langan tíma verið búizt við, að seðla- bankastjórinn myndi þá og þegar segja af sér. Síðari hluta ársins 1957 fór að draga úr eftir- spurninni eftir lánum í Kanada, vextir lækkuðu, og varð nú auðveldara að fá lán en áður. Seðla- bankastjórinn reyndi í ársskýrslu bankans að skýra það fyrir almenningi, að þetta stafaði af breyttum aðstæðum í efnahagslífinu, en ekki af því að nýir menn sætu í ríkisstjórn. Fjármálaráðherrann gaf allt aðra skýringu á málinu — og þannig mögn- uðust deilurnar. Óvíst er um úrslit málsins, en þar sem seðlabankinn hefur því mikilvæga hlutverki að gegna að koma í veg fyrir óeðlilegan samdrátt í atvinnulífinu og á hinn bóginn að halda verðgildi peninganna sem stöðugustu á þenslutímum, þá eru menn yfirleitt sammála um, að hann þurfi að hafa góða samvinnu við ríkisstjórnina, en halda þó sjálf- stæði sínu. FRJÁLS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.