Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 22
Kauphallarviðskipti í Amsterdam Vcgna hagkvæmrar legu Hollands við Norður- sjó og árósa Rínar liafa Hollendingar verið mikil verzlunarþjóð um aldaraðir. Snemma á 17. öld varð Amsterdam mesta verzíunarborg heimsins og þar var lagður grundvöllur að viðskiptum með verð- bréf. Árið 1602 var Ilollenzka Austurindíafélagið stofn- að og er talið að j>að hafi verið fyrsta hlutafélagið í heiminum. Félagið gaf út hluti — action — sem fólk svndi fljótt mikinn áhuga á, og var mikið verzlað með bréfin. Fleiri félög komu á eftir og hófust þá regluleg kauphallarviðskipti í Amsterdam. Árið 1790 voru 100 mismunandi tegundir verðbréfa til sölu í kauphöllinni, J)ar af voru 44 erlend. Tæpri öld síðar nam árleg sala erlendra verðbréfa yfir 2 billjónum gyllina, en innlendra rúmlega einni billjón gyllina. Jafnvel á árum fyrri heimsstyrjald- arinnar var sala erlendra bréfa meiri en innlendra. Eftir 1930 dró mjög úr sölu erlendra verðbréfa vegna kreppuástandsins og hafta, scm af því leiddi, Síðan hafa innlend verðbréf verið mikilvægust í kauphallarviðskiptunum. Fað er mikið að þakka hinum vel skipulagða fjármagnsmarkaði í Amster- dam, hve vel ýmis stórfyrirtæki hafa þrifizt, svo sem: Royal Dutch-olíufélagið, Philips, Unilever, KLM-flugfélagið og nokkur hollenzk skipafélög. Fyrstu árin eftir að heimsstyrjöldinni Iauk voru mjög erfið fyrir Ilollendinga, enda krafðist upp- byggingarstarfið gífurlegra fórna. Árið 1950 voru Jíessir erfiðleikar að mestu yfirunnir og síðan hefur velmegun aukizt mjög í landinu. Vegna stöðugs verðlags og einstaklega góðs samstarfs milli laun- Jæga og vinnuveitenda, liefur Hollendingum tekizt að selja helztu útflutningsvörur sínar á mjög sam- keppnisfæru verði, og hefur iðnaður landsins notið góðs af vaxandi markaði. Hin trausta utanríkis- verzlun hcfur gert jjað kleift að draga mjög úr öllum hömlurn, sem teknar voru upp eftir stríðið, einkum í sambandi við vörukaup, en einnig við- víkjandi öðrum greiðsluviðskiptum. Þessi þróun er helzta orsök þess, hve fjármagns- markaðurinn í Amsterdam er orðinn öflugur. Einn- ig reyndist það mjög mikilvægt, þegar tekin var upp almenn sala í kauphöllinni í New York á hluta- bréfum Royal Dutch-olíufélagsins, en meira er selt af þeim í kauphöllinni í Amsterdam, en nokkrum öðrum hlutabréfum. Hið ágæta fjármálaástand í Hollandi undanfar- in ár, hefur vakið athvgli annarra jjjóða. Ilefur J)cLLa gert Hollendingum tiltölulega auðvelt að fá erlent áhættufjármagn, einkum bandarískt, til upp- byggingar ýmissa atvinnuvega, en j)cir hafa mjög sótzt eftir því. Einnig hefur AlJ)jóðabankinn boðið út tvö lán í Amsterdam, á árunum 1954 og 1955. Kauphöllin í Amsterdam hefur ekki fasta félaga- tölu, en nú eru félagar um 530 — verða þeir allir að hafa aðalskrifstofu sína í borginni. Aðeins „fé- lagar“ og aðstoðarmenn þeirra hafa leyfi til að semja um viðskipti í kauphöllinni. Nú er verzlað með um 2300 mismunandi hluta- bréf og skuldabréf, þar af um 800 erlend. Samband er haft við aðrar kauphallir, svo sem i London og New York. Þegar svo vei'zlað er með verðbréf, sem seld eru í mörgum kauphöllum samtímis, er nákvæmlega fylgzt með verðlaginu erlendis, og J)á keypt eða selt á Jæirn stað, J)ar sem hagkvæmast er viðkomandi hverju sinni. Ganga slík viðskipti greið- lega með aðstoð fjarritvéla. í kauphöllinni í Amsterdam eru staðgreiðsluvið- ski])ti yfirgnæfandi. Daglega er verzlað með inn- lend verðbréf fyrir 4—6 milljónir gyllina, en á ár- inu 1957 var heildar-verðmæti hollenzkra verðbréfa á markaðsverði talið um 30 billjónir gyllina. Viðskiptasalur kauphallarinnar í Amsterdam

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.