Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 4
ili. Að minnsta kosti minnist ég þess ekki að hafa komið inn í stærri borðsal en þar. Matur- inn þar er íburðarlítill og ódýr, og mikill fjöldi starfsfólksins virðist nota sér það, þótt sumir hafi mat með sér að heiman, en aðrir fari heim. Margir eiga líka stutt að fara, því að nýtt íbúð- arhúsahverfi hetir verið reist þarna í næsta nágrenni, og þar býr margt starfsfólksins. í því sambandi er rétt að geta þess, að fjöldinn allur af starfsfólkinu er aðkomufólk frá öðrum stöð- um á landinu og tiltölulega nýsezt að í Wies- baden. I lok síðasta árs var starfsfólk Statistisches Bundesamt 2120 manns. Þar af voru 1811 starf- andi í Wiesbaden, 242 í útibúi í Berlín, 51 í útibúi í Dússeldorf og 16 í útibúi í Hamborg. Vinnutíminn er frá kl. 7% á morgnana til 5 á daginn, en annar hvor laugardagur er frí- dagur. Að þessu leyti virðast þó þeir, sem skipa hærri stöður, hafa nokkra sérstöðu, því að þeir koma yfirleitt ekki til vinnu fyrr en klukkustund síðar. Hlutverk þýzku hagstofunnar. Statistisches Bundesamt á í raun og veru tíu ára afmæli á þessu ári sem aðalhagstofa Vestur- Þýzkalands. Hinn 21. janúar 1948 voru sett lög um sameiginlega hagstofu fyrir þrjú hernáms- svæði vesturveldanna, sem þá þegar mynduðu sjálfstæða efnahagslega heild. Með lögum frá 3. september 1953 var þó endanlegu skipulagi kom- ið á stofnunina. Með þeim er lagður grundvöil- urinn að heildarskipulagi statistískra málefna vestur-þýzka sambandslýðveldisins. Það kemur hvarvetna fram, að megintilgang- urinn með störfum hagstofunnar er að fá heild- armynd (Gesamtbild) af grunni og gangi efna- hagsmálanna. Þess vegna er lögð áherzla á að samræma störf allra þeirra aðila, sem á einn eða annan hátt leggja skerf til tölfræðilegra mála. Á sama hátt og enginn reisir hús án bygging- arefnis, þá verður engin heildarmynd gerð af efnahagskerfinu án tölfræðilegs efniviðar. í raun og veru er hægt að skipta gerð þessarar heildar- myndar í þrjú stig. Fyrsta stigið er hliðstætt hlutverki húsameistarans — uppdrátturinn. Á sama hátt og hús er teiknað og formað í smá- atriðum, áður en það er byggt, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir öllum þeim þáttum efna- hagslífsins, sem eru ráðandi um heildarmyndina, áður en hafizt er handa um gagnasöfnun. Stat- istisches Bundesamt hefir það hlutverk á hendi að gera úr garði öll eyðublöð, sem send eru út til söfnunar tölfræðilegra upplýsinga á vegum þýzka ríkisins. Hún er þar bundin lagaákvæðum þýzka sambandsríkisins og háð samþykki ein- stakra sambandsríkja. Sér til aðstoðar hefir hún starfandi fastanefndir (Fachausschússe) á ein- stökum sviðum efnahagslífsins, sem inna af hendi margvísleg ráðgefandi störf og tryggja það enn frekar, að allar spurningaskrár séu raunhæfar. Jafnframt vinna ad hoc nefndir (Arbeitskreise) að slíkum málum. Á þessu fyrsta stigi er lögð áherzla á að gera sér grein fyrir, að hverju eigi að spyrja og til hvers. Þar er hin fræðilega hlið málsins aðlöguð hinni raunhæfu. Annað stigið er svo söfnun upplýsinganna, sem er hliðstæð efnisútvegun við húsbyggingu. Það er vitaskuld ekki nauðsynlegt, að sami aðilinn safni upplýsingunum og samið hefir spurninga- skrána, ef hún er ýtarlega og vel gerð, en það er engu að síður þýðingarmikill hlekkur í gerð heildarmyndarinnar. I Vestur-Þýzkalandi eru sérstakar hagstofur í hverju sambandsríki („statistische Landesámter“), sem hafa á hendi gagnasöfnunina eftir fyrirmælum Statistisches Bundesamt og skila upplýsingunum meira og minna unnum í hendur þess. Við félagarnir heimsóttum hagstofuna í Hessen. Hún er stað- sett í Wiesbaden og þar vinna 400—500 manns. Á sama hátt og þýzka hagstofan ræður gerð eyðublaðanna í samráði við sérfræðinganefndir, fer þriðja stigið, öll meginúrvinnslan fram þar, en ekki í hagstofum einstakra ríkja. Til úrvinnsl- unnar hefir stofnunin mikinn mannafla og góðan vélakost og lögð er áherzla á að senda hinar endanlegu skýrslur sem allra fyrst til Bonn. Á ýmsum sviðum er því samin hraðskýrsla fyrst með helztu niðurstöðum, en endanleg skýrsla síðar. Hvort sem það er aðgreining gagnasöfnunar- innar annars vegar og samning spurninga- skránna og úrvinnslunnar hins vegar, eða hlýðni Þjóðverja við opinbera aðila og skilningur þeirra á þýðingu tölfræðilegra athugana, þá blasir sú staðreynd við, að það heyrir til undantekninga, ef fyrirtæki sýnir tregðu á að gefa skýrslu.. Gagnasöfnun gengur þar greiðlegar en víða ann- ars staðar. Þeir dr. Szameltat, forstöðumaður skipulagsdeildar statistískra málefna, og dr. Frh. ó bls. 18 4 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.