Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 21
um L.Í.V. milli allra félaganna og heldur stutt námskeið á hverjum stað fyrir afgreiðslufólk. Mun hann halda fyrirlestra, sýna kvikmyndir o. fl. L.Í.V. lcggur mjög mikla áherzlu á bætt skil- vrði til menntunar verzlunarfólks, sér i lagi af- greiðslufólks, en mikið skortir á að þau geti við- unanleg talizt. S.l. ár átti L.Í.V. aðild að námskeiði í skrifstofu- tækni, seni haldið var á vegum Iðnaðarmálastofn- unar Islands. Þá sótti varaformaður L.I.V., Gunnl. J. Bríem, námskeið í skrifstofutækni, sem haldið var í Vín í fyrra. Fyrir milligöngu I.M.S.Í. fór form. sambandsins til Noregs og Danmerkur s.l. vetur og kynnti sér skipulag og starfshætti verzlunarmannasamtakanna í þeim löndum. Fleira enn hefur L.Í.V. starfað að fræðslu- og skipulagsmálum og segja má, að á fyrsta starfsári þess hafi starfið borið betri árangur en menn höfðu í upphafi þorað að vona. Rannsakaðij’ liafa vej-ið möguleikar á inngöngu L.Í.V. í samtök verzlunarmanna á hinum Norður- löndunum. Er óhætt að gera ráð fyri, að það mál jjái fram að ganga innan tíðar. Myndi það vafa- laust vei-ða samtökunum hér heima til inikils fram- dráttar. I maí s.l. var haldinn fundur fullskipaðrar stjórn- ar L.Í.V. Auk stjórnarmanna sátu fundinn áheyrn- arfulltrúar frá flestum félögum. Stjórn og varastjórn L.l.V. skipa þessir menn: Framkvæmdaatjórn: Sverrir Hermannsson, formaður, Gunnlaugur J. Bríem, varaform., Asgeir Hallsson, ritari, Björn Þórhallsson, gjaldkeri, Beynir Eyjólfsson. Varamenn í framkvæmdastjórn: Björgólfur Sigurðsson, Böðvar Pétursson, Einar Ingimundarson, Hannes Þ. Sigurðsson. Þessir níu menn, sem að framan eru taldir, skipa aðalstjórn L.I.V. ásamt 2 mönnum úr hverjum Iandsfjórðungi: Vestfirðingafjórðungur: Þorleifur Grönfeldt, Þorsteinn Bjarnason. Norðlendingafjórðungur: Tómas Hallgrímsson, Sigmundur Sigtryggsson. Austfirðingafjórðungur: Björn Bjarnason, Sigurjón Kristjánsson. Sunnlendingafjórðungur: Bent Oskarsson, Kristján Guðlaugsson. t Varastjórn L.V.I.: Reykjavík: Daníel Gíslason, Guðmundur Jónsson, Sigurður Steinsson. Vestfirðingafjórðungur: Geslur Kristjánsson. Norðleudingafjórðungur: Stefán Friðbjarnarson, Austfirðingafjórðungur: Anton Lundberg. Sunnlendingafjórðungur: Hólmgeir Guðmundsson. Landssamband íslenzkra verzlunarmanna liefir nú starfað í rúmt ár. Á þeim stutta tíma hefir það sannað tilverurétt sinn áþreifanlega. L.I.V. er nú þegar orðið öflug launþegasamtök, sem skrifstofu- og vcrzlunarfólk bindur miklar vonir við. Ný félög kaupmanna Kaupmannafélag Akraness var stofnað liiun 1(1 júlí á fundi kaupmanna á Akranesi. Vésteinn Bjarnason, sem var fundarstjóri, setti fundinn, en mættir voru sem gestir þcir Páll Sæ- mundsson formaður Sambands smásöluverzlana og Lárus Pétursson framkvæmdastjóri þess. Flutti Lárus erindi um tilgang og eðli samtaka kaup- manna. Var síðan einum rómi samþykkt að stofna kaupmannafélagið og voru kosnir í stjórn þess: Vésteinn Bjarnason, formaður, og meðstjórnendur Sigurður Ólafsson og Sverrir Sigurjónsson, en til vara þeir Elías Guðjónsson og Þórður Bjarnason. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Axel Sveinbjörns- son og Halldór Guðmundsson. Aðalfulltrúi í stjórn Sambands smásöluverzlana var kjörinn Sverrir Sig- urjónsson og til vara Sigurður Ólafsson. ★ Kaujrmannafélag Keflavíkur og nágrennis var stofnað í Keflavík þann 5. september. Stofnendur voru 21 talsins. Formaður var kosinn Jóhann Pétursson og með- stjórnendur Ingimundur Jónsson og Sölvi Ólafs- son. I varastjórn voru kjörnar Kristín Guðmundsdótt- ir og Þórunn Ólafsdóttir og endurskoðendur Frið- jón Jónsson og Matthías Helgason. Aðalfulltrúi í stjórn Sambands smásöluverzlana var kjörinn Jóhann Pétursson og Margeir Jónsson til vara. Lárus Pétursson, framkvæmdastjóri Sambands smásöluverzlana, flutti erindi um starfsemi og til- gang kaupmannafélaga og landssamtaka þeirra og Björn Ófeigsson, varaformaður S. S., flutti ávarp. FRJÁLS VERZLUN 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.