Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 1
FllJÁLS VERZLUN Útg.: Frjáls Verzlun Utgáfufélag h/f Ritstjóri: Valdimar Kristinsson Ritnefnd: Birgir Kjaran, formaður Gísli Einarsson Gunuar Magnússon í Þ E S S U HEFTI: PÉTUH PÉTURSSON: Um skatta •k GUÐM. H. GARÐARSSON: Þa3, sem sannara reynist ★ VALDIMAR KRISTINSSON: Aluminium í nútið og framtíð ★ HAWAII-eyjar ★ FRIÐRIK K. MAGNÚSSON: Nemendasjóður Verzlunarskóla Islands ★ ÓLAFUR BJÖRNSSON: Peningamálin og verðbólgan ★ LOFTUR GUÐMUNDSSON: Hvítt og svart ★ o. m. .11. Stjóm útgájujélags FRJÁLSRAR VERZLTJNAR Birgir Kjaran, formaður Gunnar Magnússon Helgi Olafsson Sigurliði Kristjánsson Þorvarður J. Júlíusson Skrifstoja: Vonarslrœti 4, 1. hæð Simi 1-90-85 — Pósthólf 1193 VÍKINGSPRENT HF PRENTMÓT HF FRJALS VERZLUN 19. ÁRGANGUR — 4. HEFTI — 1958 Mismunandi afstaða Fróðlegt var að lesa dagblöðin 2. ágúst sl. og sjá hvaða af- stöðu þau tóku í forystugreinum sínum til verzlunarmál- anna. — Og óhætt mun að fullyrða, að afstöðuna, sem dag- blöðin liafa til frelsis í viðskiptum, hafa þau einnig til afhafna- frelsis einstaklinganna yfirleitt, og er þá átt við athafnafrelsi í viðtækustu merkingu, en eklci einungis hvernig það snýr að atvinnurekendum. Alþýðublaðið ræðir þetta mál ekki sérstaklega, en birtir viðtöl við margt verzlunarfólk, þar sem rætt er um ferðalög um verzlunarmannalielgina. Undir fyrirsögninni: „Frjáls verzlun er þjóðarnauðsyn', segir Morgunblaðið m. a. í sinni forystugrein: „Þess er hollt að minnast nú, er verzlunarfólk um land allt heldur frídag sinn, að hagur íslenzku þjóðarinnar hefur á öllum tímum mjög verið liáður verzlunarárferði hennar. Meðan verzlunin var reyrð í viðjar einokunar og ófrelsis ríkti kyrrstaða og fátækt í landinu. Fóllcið stritaði við bág lífs- kjör og aðstaða þess til þess að nytja gœði landsins — var öll liin erfiðasta.“ „Það var vissulega engin tilviljun að vitrustu og framsýn- ustu menn í hófi íslendinga lögðu höfuðáherzlu á að leysa af þjóð sinni fjötra verzlunareinokunarinnar, gera viðskipti liennar frjáls við allar þjóðir og skapa innlenda verzlunar- stétt" „Þegar þetta hafði tekizt, þegar þjóðin gat snúizt að því að taka verzlunina í eigin hendur í vaxandi mœli, var bjarmi af nýjum degi þegar á lofti. Islendingar eygðu möguleika til þess að nytja land sitt betur en áður, og afla sér nýrra tækja til sjálfsbjargar.“ „Þannig leysti verzlunarfrelsið krafta þjóðarinnar úr læð- ingi á öllum. sviðum. Arðurinn af verzluninni rann ekki lengur ÍFramh. ó bls. 2 og 3)

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.