Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 11
Mikið heíur verið um það rætt að undanförnu. að reyna þyrfti að laða erlent áhaettufjórmagn
til Islands, til að hefja stórrekstur. ssm bvggðist á mikilli orkunotkun. Það, sem hvað helzt þykir
koma til greina í þessu sambandi er vinnsla á aluminium úr alumina (aluminium-oxydi). Kæmist
slík hugmynd í framkvæmd, myndi hún hafa mjög mikil áhrif á íslenzkan þjóðarbúskap. Er því
sjálfsagt, að landsmenn geri sér nokkra grein fyrir þýðingu aluminiumvinnslu í heiminum í
dag og framtíðarhorfum hennar. Mun þá auðveldara að taka afstöðu til þessa mikilvæga máls.
En nú er orðinn mjög almennur skilningur á þvi, að nauðsynlegt sé að gera atvinnulífið fjöl-
breyttara í landinu, til þsss að lifskjör þjóðarinnar geti haldið áfram að batna að miklum mun.
Ef hér yrði reist aluminiumverksmiðja, yrði af því mikil atvinnuaukning (og ber þá að hafa í
huga hina öru fólksfjölgun i landinu), jainframt myndi þá skapast skilyrði til stórfelldrar nýt-
ingar á vatnsorkunni. en slíkt má ekki dragast lengi vegna hættunnar af samkeppni kjarn-
orkunnar, og siðast en ekki sizt er liklegt að aluminiumvinnsla hér myndi leiða til þess, að
landsmenn kæmu upp ýmsum iðnaði er notaði aluminium ssm hráeini. Má segja að hið siðast-
nefnda skapaði óendanlega möguleika, ekki sizt i byggingariðnaðinum.
Valdimar Kristinsson:
uminiunt í nú
itb
i
og jram
Aluminium og framleiðsla þess
Aluminium er þriðja algcngasta frumefni í jarð-
skorpunni, en hún inniheldur 47% af súrefni, 28%
af kísil, 8% af aliitninium, 4% af járni, og önnur
frumefni eru samtals 18%. Aluminium er aðallega
að finna í leir og steintegund þeirri, sem bauxit
nefnist. í bauxiti er það bundið rniklu af súrefni
og' vinnsla þess því dýr, sem síðar mun að vikið.
samt er auðveldast að vinna aluminium úr bauxiti
og er talið, að það muni gert nær eingöngu, svo
lengi, sem bauxit finnst í nægilega ríkum mæli.
Bauxit er nú mest unnið í brezku og hollenzku
Guiana í S.-Ameríku, en ekki er mjög langt síðan
mikið magn fannst af þcssari steintegund á Jama-
ica, í Ghana og frönsku Gíneu í Afríku. Bauxit
finnst víðar en í hitabeltinu, þótt þar sé magnið
mest; í Evrúpu einkum í Frakklandi, Júgóslavíu
og Ungverjalandi.
Fyrra stig aluminiumvinnslu breytir bauxiti í
alumina (aluminium-oxyd). Til þess að frainleiða
eitt tonn af því, þarf um það bil tvö tonn af baux-
iti, mikla gufu og nokkuð af vítissóda og öðrum
efnum. A síðara stigi vinnslunnar er alumina breytt
í aluminium. Til þess þarf kryolit, sem annaðhvort
er fcngið frá Grænlandi eða framleitt efnafræðilega,
og önnur cfni í litlum mæli, auk afar mikillar raf-
orku (18—20.000 kw.st. pr. tonn af aluminium).
Enn minnkar magnið um helming, þannig að hlut-
fallið milli bauxits og aluminiums cr um það bil
4 :1.
Hér á eftir verður nær eingöngu rætt um síðara
stig framleiðslunnar, enda er það mun crfiðara við-
fangs og á því stigi ættu möguleikar íslands fyrst
og fremst að liggja, J)ótt nokkuð hafi einnig verið
rætt um að nota mætti hveragufu til aluminium-
oxyd vinnslu hérlendis.
Mikilvægustu kostir málmsins eru léttleiki, hve
lítið hann tærist og hve vel hann leiðir rafmagn.
Einnig reynist aluminium hafa ágætt einangrunar-
gildi vegna endurgeislunareigiiileika þess. Styrk-
leiki málmsins cr ekki mikill, en eykst mjög ef
nokkru af öðrum málmum, svo sem kopar, er bland-
að saman við hann.
Aluminium cr fyrst og fremst málmur 20. aldar-
innar. Heimsframleiðslan var sem hér sagir á eftir-
töldum árum, í þúsundum tonna:
1901 — 8 1939 — 700 1949 — 1.300
1912 — 03 1943 — 1.950 1952 — 2.100
1929 — 270 1940 — 700 1955 — 3.100
1957 — 3.400
Ahrif stríðsins og stríðsloka koma greinilega fram
á árunum 1943 og 1940.
FPJÁLS VEltZLUN
11