Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 30
Loftur Guðmundsson: Hvítt og svart — Sjáðu, mælti hann og hallaði sér fram í sæt- inu, nær mér, en þó ekki svo að ljósflóðið undan hlíf skrifborðslampans næði anclliti. hans, hvort sem því réði tilviljun eða hann forðaðist birtuna. — Sjáðu, cndurtók hann lágri, hljómvana rödd, þetta eru ör. Allir þessir rauðbrúnu deplar hérna við augun, l)ak við eyrun, aftan á hálsinum. — ÖrP — Já. Eftir nálstungurnar. Mér vafðist tnnga um tönn og það varð þögn; annarlega hljóð, vökul þögn og titrandi af spurn og óvissu Hkt og spenntur strengur á milli hljóma. Eg fann augnaráð hans hvíla á mér, þungt og lam- andi; fékk þó ekki greint augu hans fremnr en svipinn og andlitsdrættina því að hvergi slævir húmið eins sjón og á mörkum ljóss og skugga, eins og livcrgi vcrður óraunverulegra en á milli svcfns og vökn, þar sem vitund og draumur mætast. A skrifborðinu, þar sem ljósflóðið var skærast, lágu nokkrir pappírsrenningar, letraðir illlæsilega hripuðum orðum og skammstöfunum, dulmáli, óskiljanlegu öðrum en þeim innvígðu — eins og knnningja mínum, lyfjafræðingnum, sem símahring- ing hafði kvatt frá óloknu tafli okkar til starfa um stund niðri í lyfjabúðinni. Taflið stóð ]>arna með sömu ummerkjum og ]>egar hann stóð upp frá því; fáeinar renndar, kjánalcgar tréfígúrur, sumar hvítar aðrar svartar á ýmist hvítum eða svörtum reitum, umkomulaus- ar í kaldri birtunni og' höfðu glatað öllum tilgangi sínum. I’etta verður þráskák, sagði hann þegar hann stóð upp; það er eiginlega meiningarlaust að halda henni áfram, en við getum samt látið hana standa þangað til ég kem aftur. Eullyrðing hans vakti með mér mótþróa og nokkra hríð cftir að hurðin féll að stöfum á hæla honum sat ég og athugaði taflstöðuna; það var ekki að vita nema honum hefði sézt yfir einhverja færa leið út úr ógöngunum, að til væri einhver leikur öðrum hvorum til sigurs eða heiðarlegs jafnteflis. En ég gafst brátt upp; hann hafði eflaust lög að mæla — þetta var komið út í þráskák, endalausa og meiningarlausa, og þarna stóðu þcssar kjána- legu tréfígúrur á sínum afmörkuðu reitum og áttu sér engan tilgang framar. Mig syfjaði og mér til dundurs tók ég að glugga í dulmálið á pappírsrenningunum, lyfseðlunum; gat að vísu ekki lesið annað en nafn viðkomandi sjúk- lings og notkunarreglurnar — svo og' svo margar matskeiðar eða töflur svo og svo oft á dag. Þegar svefnhöfginn gerðist áleitnari greip ég til þess ráðs að geta mér þess til við hvaða kvilla eða sjúkdómi þetta eða hitt lyf mundi vera, því næst hvernig viðkom- endur myndu bregðast við sjúkleika sínum, hver um sig, og óþægindum þeim eða þjáningum sem honum væru samfara. Sá, sem átti þennan lyfseð- il — tvenns konar lyf, annað blandað úr fimm efn- um, ein matskeið þriðju hverja klukk)istund; hitt 30 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.