Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 16
ið notað meira aluminium en í nokkru öðru skipi. Fjögur efstu þilförin, möstrin, reykháfarnir, björg- unarbátar og mikið af innréttingum og húsgögnum er smíðað úr aluminium. Þessi mikla notkun málms- ins var að nokkru gerð í tilraunaskyni og hefur gef- izt vel. Er þess að vænta, að hún hafi veruleg áhrif á skipasmíðar í framtíðinni. Þar sem aluminium tærist ekki, cr hægt að nota það í skipayfirbygg- ingar, án þess að þær séu málaðar. Og í olíuskipum þykir það kostur við málminn, að hann gefur ekki frá sér neista, eins og stáli hættir við að gera ef það fær högg. Nýlega hejur verið fundin upp ný aðferð til herzlu á aluminium, miklu fullkomnari en áður hef- ur þekkzt. Standa vonir til, að nú muni hœgt að nota málminn í margt, þar sem mikils styrkleika er krafizt. Er talið, að þetta geti haft geysileg áhrif í bílaiðnaðinum og ýmsum öðrum iðngreinum. Aluminiumiðnaður á íslandi Að lokum mun rætt nokkuð um aluminiumnotk- un í iðnaði, sem ætti að geta komið til greina á íslandi. — Málmurinn er notaður í vaxandi mæli i alls konar dat. Notkun hans í niðursuðudósir gæti verið þýðingarmikil fyrir íslendinga, því að búast má við, að niðursuðuiðnaður fari mjög vaxandi hér i framtiðinni. Norðmenn munu vera komnir einna lengst á þessu sviði, enda framleiða þeir mikið al- uminium í landi sínu, en þurfa að flytja efni í tin- húðaðar dósir Iangt að. Þó að það sé enn á til- raunastigi, er þegar nokkuð gert af því að húða stál með aluminium í stað tins. Þykir aluminium enn betra en tin, til varnar gegn hinum ýmsu sýr- um í matvælum. Stöðugt er notað meira og meira af aluminium við margvíslegar byggingarframkvæmdir, þótt það þyki nokkuð dýrt í samanburði við stál, sérstak- lega ef styrkleiki skiptir miklu mali. I lér gæti mál- ið horft öðru vísi við, ef aluminium væri framleitt á íslandi, þar sem flytja þarf inn allt stál og steypu- styrktarjárn, svo og allt timbur, en þessi bygg- ingarefni eru mjög dýr í flutningum. Stórar verksmiðjur, flugvélaskýli og brýr hafa verið byggðar að verulegu leyti úr aluminium. Hef- ur verið gert meira að því í Bretlandi en annars- staðar. Sem dæmi má nefna hið risastóra þak á „the Dome of Discovery“, sem byggt var fyrir Bret- landshatíðina 1951. Minni aluminiumbrýr, þar á meðal göngubrýr, hafa víða verið settar upp á stöð- um þar sem erfiðar samgöngur hafa gert flutninga á stáli sérstaklega dýra. Mikið hefur verið rætt og ritað um skilyrði til að byggja hús eða stóra húshluta í verksmiðjum, því að mönnum vex eðlilega í augum, hve hús eru dýr, borið saman við margt, sem framleitt er í fjöldaframleiðslu. Vel þekkt eru verksmiðjubyggð timburhús, og einnig er farið að setja saman hús úr léttum, stcyptum „bIokkum“. Margir binda mjög miklar vonir við aluminium í þessu sambandi. Það er léttara en nokkurt annað efni, sem hugsan- legt er að nota í byggingar í stórum stíl og gerir þannig flutning á stórum stykkjum mögulegan. í Bretlandi, þar sem mikill húsnæðisskortur var eftir styrjöldina, hefur verið byggt mikið af minni íbúð- arhúsum úr aluminium, en einnig margir skólar. Enn er þessi byggingaraðferð á byrjunarstigi, og má búast við verulegri þróun á þessu sviði á næstu árum. Fátt er íslenzkum þjóðarbúskap nauðsynlegra en lækkun á hinum afar háa byggingarkostnaði. Þurfa landsmenn því að fylgjast vel með öllum nýjung- um í byggingariðnaðinum. Af öðrum sérstökum notum af aluminium við húsbyggingar má nefna klæðningu á þök. Hafa þær yfirleitt reynzt betur en klæðningar úr öðrum efn- um nema kopar. Aluminium er hins vegar mun ódýrara en kopar. Aluminium er einnig mjög góð- ur einangrari gegn hita og kulda; eru einangrunar- þynnur, sem gerðar hafa verið úr málminum mjög þægilegar í uppsetningu. Gluggagrindur úr alumin- ium verða sífellt algengari. Um fjórðungur allra gluggagrinda, sem smíðaðar hafa verið í Bandaríkj- unum síðan 1950 eru úr aluminium. Einnig ryðja vinnupallar úr aluminium sér æ meira til rúms. Hér á landi eru nær allar gluggagrindur og mest af vinnupöllum smíðað úr innfluttu timbri. Verði aluminium framleitt á íslandi, ætti að skap- ast hér góð aðstaða til að vinna úr málminum. í stórum stíl er líklegast, að það yrði í byggingariðn- aðinum, og gæti slíkt haft mikið þjóðhagslegt gildi. Göngubrú úr aluminium. 16 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.