Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 32
gerzL svo djarfur að ganga út úr þrönginni og óvið- ráðanleg forvitni knúið hann til að hætta sér alla leið út að flæðarmálinu, þar sem logsnævi birtunn- ar laugaði dökkva sanda myrkursins. „Deyfilyf", sagði hann. — Einmitt það, varð mér að orði, og mín eigin rödd lét mér annarlega í eyrum, einna líkast því er maður heyrir sjálfan sig mæla í svefnrofunum. -— Það eru ótrúlega margir, sem þurfa á þeim að halda, sagði hann og liafði ekki augun af lyf- seðlinum. — Vafalaust. . . . Ég minntist þess allt í einu að við höfðum ekki skipzt á venjulegum kveðjum, þaðan af síður sagt til nafns, en þar eð mér fannst það hafa verið hæ- verskuskylda hans sem gests að eiga þar frum- kvæðið kunni ég ckki við að fara að veita honum þá ráðningu að bjóða honum gott kvöld og kynna mig. Það var ekki að vita nema hann móðgaðist af því og setti hljóðan, eða hyrfi jafnvel á brott; hörfaði inn í þröng skugganna þöglu, sem héldu sig í skjóli rökkursins handan við landamæri veru- leika og vöku; biðu Jiess ef til vill í hljóðri eftir- væntingu að sjá hvernig þessum ofurhuga úr þeirra eigin fylkingu reiddi af í dirfskuför sinni út að Ijós- hafinu. Ég valdi því meðalveginn og bauð honum sæti; hann þáði það, settist hægt og seinlega eins og svifaseinum, þreyttum mönnum er eiginlegt, það brakaði meira að segja lítið eitt í fjöðrunum und- an þunga hans öldungis eins og þegar aðrir sett- ust í þennan stól. Kannski varð ég ekki beinlínis fyrir vonbrigðum er heimsóknin gerðist svo hvers- dagsleg sem öll rök stóðu til, varð ekki neitt undr- andi heldur, en hins vegar var ekki laust við að ég fyriryrði mig — auðvitað þáði liann sreti, og auðvitað brakaði lítið eitt í fjöðrunum undan Jninga hans eins og annarra; auðvitað. . . . Og þá var það, að hann laut fram og benti mér á örin eftir nálstungurnar, sem ég þó raunar ekki gat séð, þar eð ljósbjarminn náði ekki andliti hans . . . allir þessir rauðbrúnu deplar hérna við augun, bak við eyrun, aftan á hálsinum. Sjáðu. . . . Ég heyrði rödd hans enn í eyrum mér, lága, ])reytu- lega og þó fjálga um leið, og nú beið ég þess að hann segði meira; segði eitthvað það, sem af mætti ráða hvert liann væri nð fara eða gæfi að minnsta kosti tilefni spurningar. Loks rauf hann þögnina. — Hvítt og svart, tuldr- aði hann, og mér ])ótti sem hann beindi augum að taflinu og hann talaði við tréfígúrurnar renndu, 32 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.