Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 29
ÁFANGAR lluruldur Gíslason var fyrir nokkru ráðinn framkvæmdastjóri prentmyndagerðarinnar Prent- mót h. f., sem stofnuð var um sl. áramót og cr til húsa á Hverf- isgötu 116. Haraldur er fæddur 21. október 1917 í Reykjavík. Ilann vann fyrst við verzlunar- störf, en réðist sem framkvæmda- stjóri til Víkingsprents 1. október 1938. Hefur Har- aldur gegnt því starfi síðan og gegnir enn, ásamt starfinu við Prentmót h.f. Konráð Guðmundsson hefur verið framkvæmdastjóri veit- ingahússins Lido frá opnun þess í febrúar sl. — Hann er fæddur á Stokkseyri 28. apríl 1930. Konráð starfaði nær óslitið í 11 ár á skipum Eimskipafélags- íns. Fyrst var hann þjónn, en síðan bryti í sjö ár, þar af síð- ustu þrjú árin á Lagarfossi. — Árið 1953 vann Konráð í 8 mánuði á „Bellevue Strandhotel“ í ná- grenni Kaupmannahafnar og vann einkum í eld- húsi. Matthías Johannessen hefur nýlega verið ráðinn einn af rit- stjórum Morgunblaðsins. Matt- hías er fæddur í Reykjavík 3. janúar 1930. Hann lauk prófi í norrænum fræðum við Iíáskóla Islands árið 1955. Síðan var hann um skeið við framhaldsnám við Kaupmannahafnarháskóla. Matthías hefur starfað við Morgunblaðið frá ár- inu 1952. Gefnar hafa verið út þrjár bækur eftir hann, þar af ein ljóðabók. Pétur Pétursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hydrol h.f., sem rekur lýsisherzlustöð og stofnað var um sl. áramót. Hann mun eftir sem áður starfa sem fulltrúi hjá Lýsi h.f., þar sem hann hefur starfað síðan 1954. Pétur er fæddur í Reykjavík 8. febrúar 1931. Hann lauk stúd- entsprófi árið 1951 og B.A.-prófi við University ol' Wisconsin 1953. Pétur var ritstjóri „Frjálsrar Verzlunar“ frá því í ársbyrjun 1958 fram á mitt ár 1959. Orðsending til lesenda: Þátturinn ÁFANGAR getur því aðeins orðið fjölbreyttur, að lesendur blaðsins aðstoði við efnis- söfnun. Ábendingar og greinar í þennan þátt ósk- ast sendar í pósthólf 1193. Þór, sem rarm inn í Ölgerðina Eg- il, hefur lítið sem ekkert verið starfrækt síðan, utan á stríðsárun- um og þá aðeins lítils háttar, með- an mest var framleitt af áfengu öli fyrir herinn. En það öl var reyndar framleitt í ölgerðinni við Njálsgötu. Vélakostur verksmiðjanna hefir sífellt verið aukinn og endurbætt- ur og ávallt gerðar fyllstu kröfur lil þess, að framleiðslan væri fyrsta flokks vara. Um og yfir 100 manns vinna nú við Ölgerðina Egil Skallagrímsson, ]iar sem Tómas vann fyrst við ann- an mann. Þá keyrði hann út fram- leiðslu sína á handvagni — nú annast það starf 10 bifreiðir. 111 d'ómas liefir nokkuð sinnt fé- lagsmálum. Hann var einn af stofnendum Fiskveiðafélagsins Njáls og í stjórn þess í mörg ár; einn af stofnendum Iðnrekendafé- lags íslands og í stjórn þess nokk- ur ár; í stjórn Styrktarsjóðs Iðn- aðarmanna og formaður hans um mörg ár; í stjórn Dýraverndunitr- félags íslands og vaiaformaður þess um árabil; í stjórn Félags íslenzkra stórkaupmanna í 19 ár. Tómas var estlenzkur ræðismaður frá 1934 og meðan Estland hélt sjálfstæði sínu. Hann var sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu 1. des. 1937. Giftur er Tómas Agnesi Jóns- dóttur frá ísafirði og eiga þau tvo syni á lífi, Tómas Agnar, er starf- ar hjá föður sínum, og Jóhannes, er stundar milliskólanám. FRJÁLS VERZLUN 29

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.