Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 14
til raforkuvinnslu með vatnsorku, er enn lítið fram- leitt af aluminium ])ar í landi (18 þús. tonn árið 1957). Nú er í bvggingu verksmiðja í Júgóslavíu með 50 þús. tonna afkastagetu. í Austur-Evrópuríkjunum er erfitt að fá ná- kvæmar upplýsingar um aluminiumframleiðslu, en þó cr enn minna vit- að um áætlanir um aukningu. Sömu sögu er að segja frá Manchuríu og N.- Kóreu. Nokkur alumin- iumvinnsla er í Jap- an, og hefur verið ákveðið að auka hana upp í 100 þús. tonn á ári með að- stoð frá hinu kana- diska Aluminium Ltd. Lítið eitt cr framleitt af alumin- ium í Indlandi, og cr sú framleiðsla að jöfnu í höndum Aluminium Ltd. og indverskra aðila. Ekkert alumini- um er framleitt í S.-Ameríku, nema í Brasilíu og cr það í litlum mæli, en vcruleg aukning er i undirbúningi. Talið er, að í framtíðinni geti Brasilía orðið með meiri aluminiumframleiðslulöndum. Bæði Aluminium Ltd. og bandarískt fyrirtæki hafa sýnt áhuga á Brasilíu í þessum efnum. Nýlega hefur verið hafin aluminiumframleiðsla í Ástralíu. Bauxit hefur fundizt þar, en ekki er gert ráð fyrir að þetta verði meiri liáttar iðnaður í landinu. Heimslramleiðslan í framtíðinni Heildaraluminiumframleiðslan árið 1957 mun hafa verið um 3,4 millj. tonn, þar af um 0,5 millj. í Sovétríkjunum. Ef litið er aftur í tímann, kemur í Ijós, að síðan 1905 hefur heimsframleiðslan á aluminium aukizt um það bil 10% á ári eða tvö- faldazt á sjö ára fresti. En aukningin hefur ekki ,/ í. il ■ 1 ■v - ■« 1 J * 1 I Jafnvel kjólar eru gerðir úr aluminium verið jöfn. Á árunum 1923—1929 jókst framleiðsl- an um rúm 10% á ári eða svipað og mcðaltalið síðustu 50 ár. Þetta tímabil er tckið sem dæmi, því að hvorki kreppa né vígbúnaðárkapphlaup var þá ríkjandi. Rétt þvkir að gera ráð fyrir að draga taki úr aukningunni eftir 1960; með það í huga hefur verið gerð áætlun, sem miðar við 5% framleiðslu- aukningu á ári. Yrði ])á eftirspurn eftir aluminium í „hinum vestræna hcimi“ komin upp í 6,0 millj. tonn árið 1975 (þar af 3,6 millj. í Bandaríkjunum). Slíkar áætlanir eru auðvitað byggðar á getgát- um, en það, sem skiptir mestu máli fyrir viðgang iðnaðarins, eru auknar þarfir og möguleikar lil að nota málminn. Aluminiumframleiðendur vinna stöðugt að þessu, og eyða til þess miklu fé. Þegar draga fer úr nýjum uppgötvunum á þessu sviði, byggist vaxandi eftirspurn fyrst og fremst á aukn- um fólksfjölda og bættum lífskjörum, en almennt er talið að langt sé þangað til því stigi verður náð. Landfræðileg aðstaða Eins og áður er að vikið hefur hlutur Evrópu í heildar-aluminiumframleiðslunni farið síminnkandi. N.-Ameríka er orðin langmikilvægasta framleiðslu- svæðið, mikil framleiðsla er hafin í Asíulöndum Rússa og bygging verksmiðja hafin í Afríku. Á öllum þessum stöðum er verið að sækjast eftir ódýrri raforku, en hún fæst ekki ódýrari á annan luítt cn með virkjun hepiiilegra vatnsfalla, sem oft eru langt frá helztu landsvæðum iðnaðar og þétt- býlis. Það hefur stutt þcssa þróun, að hinar af- kastamiklu bræðsluverksmiðjur, scm vinna alu- minium úr alumina þurfa tiltölulegalítið vinnuafl. Talið er, að þrátt fyrir undantckningar, svo sem í Frakklandi og að einhverju leyti í Afríku og Júgóslavíu, muni aluminiumvinnsla í vaxandi mæli fara fram langt frá þeim stöðum, þar sem bauxit er að finna — a, m. k. í næstu framíð. Á hinn bóg- inn muni enn frekar reynt en áður að breyta bauxiti í aluminium-oxyd sem næst námunum lil að lækka flutningskostnað. Með því móti þarf að flytja aðeins hclming að magni til. Ilitt skiptir ckki minna máli, að alumina cr hvítt, duftkennt efni, sem liægt er að dæla auðvcldlega með sogkrafti, cn bauxitgrýti cr dýrt í umskipun. Bræðsluofnarnir í Kitimat í British Columbia nota til dæmis hráefni frá Jamaica, en fyrst er bauxitið þvegið, þurrkað og breytt í alumina á eynni, áður en flutningur fer fram um Panama- skurð til Kanada. 14 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.