Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 33
sem stóðu þar á ýmist hvítum eða svörtum reit- um, öllu fremur en til mín. — Hvítt og svart, tuldraði hann, annaðhvort við sjálfan sig eða hann ávarpaði þannig þcssar umkomulausu fígúrur, sem stóðu þarna í köldu ljósflóðinu, bundnar þráskák og höfðu glatað sínum tilgangi. — Aðeins hvítt og svart. . . . — Hvítt og svart, hafði ég cftir honum, reyndi að leggja spurn í röddina til að koma í veg fyrir yfirvofandi þögn. — Já, svaraði hann. — Orin. Allir þessir rauð- brúnu deplar, skiljið þér. Maður finnur það ekki, l>cgar nálinni er stungið. Vcit ekki af því. Má vera að því fylgi sársanuki, sem snöggvast þegar odd- urinn fer inn úr hörundinu í fyrsta skiptið. En þá er maður svo ungur; gerir sér hvorki grein fyrir því né öðru eða man slíkt að minnsta kosti ekki stundinni lengur. Hver veit líka nema það sé gert að manni sofandi, svona fyrst í stað. . . . Hann hækkaði röddina lítið eitt, ég fann að hann leit til mín og undrunarkenndum spurnarhreim brá fyrir í röddinni rétt eins og þarna væri um að ræða merkilega ráðgátu, sem honum hefði aldrei hug- kvæmzt þetta svar við áður; að hann vildi jafnvel leggja það undir minn dóm hvort það væri ekki sennileg lausn, en svaraði sér síðan sjálfur er ég tók ckki neina afstöðu. — Jú, sennilcga laumast þcir að manni sofandi í fyrstu skiptin; hörundið dofnar þegar við fyrstu skammtana og eftir það finnur maður ekki neinn sársauka af stungunni. Mig rekur óljóst minni til, að einhvern tíma hafi mér jafnvel þótt það notalegt þegar kaldur nálar- oddurinn snart hörundið, en það er langt síðan og nú verð ég hvorki þess né annars var. Það hvarflaði að mér í svip, að þessi kynlegi gestur væri maður á valdi einhverrar eiturlyfs- nautnar; að erindi hans hingað um þetta leyti sólarhrings væri að reyna að fá kunningja minn, lyfjafræðinginn, til að veita sér úrlausn, enda gat það skýrt bæði komu hans og hátterni. En eitur- lyfjancytendur höfðu víst yfirleitt sjálfir fyrir því að stinga sig dælunálinni og völdu henni önnur og leyndari athafnasvið en andlitið. Og hverjir voru það, sem laumuðust að mönnum sofandi? — Afsak- ið, en hverjir eru það sem . . . varð mér að hugsa upphátt, en lauk ekki spurningunni, er ég sá hve honum brá. — Þei, hvíslaði hann og svipaðist urn. Leit um öxl, inn í rökkrið þar scm skuggarnir stóðu í hljóðri fylkingu; hlustaði cins og hann byggist við að ein- hver kynni að vera þar á ferli og það fór hrollur um liann. — Ef maður vissi það, hvíslaði hann. — Ef mað- ur gæti einhvern tíma komið auga á þá, þegar þeir laumast að manni, þótt ekki væri nema einhvern einn úr hópi þeirra, þá vissi maður þó við hverja er að eiga. En maður sér þá aldrei, að minnsta kosti aldrei svo, að þeir séu staðnir að verki cnda þótt maður verði nálægðar þeirra hvarvetna var. Þeir læðast aftan að manni, stinga dælunálinni leiftursnöggt og af ótrúlegri fimi, ýmist aftan við cyrað, að heyrnartauginni, eða í hnakkagrófina að mænunni. Maður verður þeirra meira að segja ekki var, hversu ótrúlegt sem það kann að virðast, þeg- ar þeir stinga nálaroddinum á kaf við hvarmana, inn í augnatóttirnar; þeir sitja um mann eins og vargur um bráð, bíða þess að maður lygni aftur augunum eitt andartak og neyta þá óðara færis — já, verði manni aðeins að depla augunum brot úr andrá, ganga þeir á lagið. Hann talaði svo lágt, að ég varð að hafa mig allan við til að missa ekki af samhenginu, og öðru hvoru lcit hann urn öxl og þagnaði við, eða hann skimaði í kringum sig og lagði við hlustir. Og í hvert skipti, sem hann hvarflaði augum út í rökkr- ið, varð mér ósjálfrátt lit.ið þangað líka, þangað scm skuggarnir höfðu skipað sér í fylkingu og biðu hljóðir átekta handan við landamæri vöku og veru- leika. Og í hvert'skipti spurði ég sjálfan mig, hvort þ.að hcfði ekki verið misheyrn mín að brakaði í stólfjöðrunum undan þunga hans, þcgar hann tók sér sæti; ég var orðinn því svo vanur að licyra þctta lága brakhljóð liverju sinni scm ég eða ein- hver annar settist í þennan stól, að það gat liæg- lega átt sér stað að ég mætti þar ekki lengur treysta eyrurn mínum. En livað urn það, — hver svo sem þessi kynlegi gestur var, og hverra erinda scm hann var koininn, þá þurfti ég nú ekki lengur að hafa spurningar á hraðbergi til að koma í veg fyrir þagnir, svo umhugað virtist lionum að trúa mér fyrir sínum sjúklegu hugarórum. — En áhrifin leyna sér ckki, mælti hann enn og hækkaði róminn lítið eitt. — Svart, hvítt og ekkert nema svart eða hvítt; lygi eða sannleikur, rétt eða rangt og ekkert þar á milli. Og ekki nóg með það heldur og líka: þetta er svart, þetta hvítt. . . . Það er sterkt, réttskynjunarlyfið, það er sterkt . . . auk þess hlýtur að vera öllu meira magn af því cn mannlegu blóði í æðum flestra, scm komnir cru á fullorðinsaldur, því að það er FlíJÁLS VEHZLUN 33

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.