Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 3
Réttlát skattlagning Fyrir tæpum 200 árum ritaði Adam Smith bókina Wealtli of Nations og vck þar að skött- um. Rakti hann nokkuð, hver væru lielztu ein- kenni góðra skatta og skal hér nokkuð á þau minnzt. í fyrsta lagi þurfa skattar að vera réttlátir. Þeir þurfa að falla sem jafnast á þegnana, þann- ig að fórn þeirra vegna skattheimtunnar verði sem jöfnust. Þessu fylgir, að ekki má gera upp á milli sambærilegra greiðenda. Skatturinn þarf að falla þannig á greiðendurna, að hann skilji við þá í sambærilegri aðstöðu og þeir höfðu inn- byrðis fyrir skattheimtuna. Undantekning frá þessu er þó, þegar ríkisvaldið ákveður að beita sköttum í refsingarskyni. Enn þann dag í dag eru flestir sammála um þessa kenningu, en menn greinir á um, hvernig tryggja eigi sem jafnasta fórn. Oftast er miðað við upphæð tekna og tekin hærri prósenta af tekjum eftir því, sem þær eru hærri. Er hugs- unin þar sú, að sé vissu lágmarki tekna náð (það sem þarf til sæmilegs lífsviðurværis) sé hvert þúsund, sem þar við bætist, minna virði fyrir þann, sem teknanna af'lar, en næstu þúsund á undan, og sé því sársaukalaust að hækka pró- sentuna, sem af er tekin í skatta, við hvert við- bótarþúsund. En hér kemur svo vandinn að á- kveða, hvað þurfi til sæmilegs lífsviðurværis, svo og hvort eða hve mikið minnkar fjárþörfin við það að tekjurnar aukast. Ymsir gallar eru á tekjuskattinum, og skal ekki nánar farið út í þá, því að flestir þekkja þá af eigin raun. Ymsar tillögur hafa komið fram um úrbætur og þeirra merkust er tillaga um eyðsluskatt. I stað þess að leggja tekjur til grundvallar yrði lagt á eyðslu og yrði þannig allur sparnaður tekjuskattfrjáls. í öðru lagi þurfa skattar að vera skýrir og ákveðnir, svo að þeir komi ekki á óvart. og séu öllum skiljanlegir. Þessi regla virðist sjálfsögð, en erfið eftir að lifa, því að skattar og útsvör verða flóknari með hverju árinu. í þriðja lagi þurfa skattar að vera auðveldir í framkvæmd og falla á gjaldendur á heppileg- um tíma. Hér má nefna söluskatta sem dæmi um skatt, sem greiðist á heppilegum tíma (þ. e. kaupandi vörunnar greiðir skattinn um leið og hann kaupir) og er auðveldur í frainkvæmd fyr- ir hið opinbera (þar sem seljandi vörunnar verð- ur að sjá um skattheimtuna án kostnaðar fyrir hið opinbera). Tekjuskatturinn ætti samkvæmt þessari reglu að greiðast jafnóðum og teknanna er aflað en ekki árinu á eftir eins og hér er gert. í Bandaríkjunum er tekjuskattur greiddur jafn- óðum og tekjurnar myndast og síðan gert upp eftir skattárið og þá leiðrétt, ef of mikið eða of lítið liefur verið tekið af skattgreiðandanum. I fjórða lagi eiga skattar að gefa hinu opin- bera sem mestar tekjur með sem minnstum kostnaði við innheimtuna, án þess þó að skatt- arnir falli svo þungt á gjaldendur að þeir hafi skaðleg áhrif á framleiðslu eða framtak þeirra. Allar þessar kenningar, sem að framan greinir, eiga við íslenzkar aðstæður. Þær gilda jafnt Iivort talað er um tekjuskatta, útsvör, tolla, veltuútsvör, stóreignaskatta eða hverju nafni þeir nefnast. En hvernig verður útkoman, ef við berum þessar reglur saman við það, sem hér ger- ist? Mismunandi aðstaða Réttlæti? Kaupfélög, sem selja bæjarbúum og bændiun vörur og selja fyrir þessa aðila afurð- ir, borga allt önnur og lægri gjöld til hins opin- leiðslu og jrjálsra viðslcipta I forystugrein Tímans er eklci minnzt á verzl- unarmálin, heldur rcett um kjördœmamálið und- ir fyrirsögninni: „Hnípin þrífiokkahjörð“. Forystugrein Þjóðviljans lieitir: „Ofstœki og markaðir' og kvartar hann mjög undan, að haldið sé uppi rógsherferð gegn viðskiptum í austurvegi. Víst er það nauðsynlegt fyrir Islencl- inga að hafa traust viðskipti við margar þjóðir. En ýmsir hafa orðið til þess cið benda á, að hættidegt sé að binda stóran hluta utanríkis- verzlunarinnar við eitt ríki eða ríkjasamsteypu, eklci sizt ef sömu aðilar láta stjórnast meira af stjórnmála- en viðskiptahagsmunum. Og einnig mun erfitt að mótmæla því, að þótt sumar af framleiðsluvörum Austur-Evrópuríkjanna séu vel samkeppnisfærar á heimsmarkaðinum, þá kaupum við þar mikið af dýrum, en þó einkum lélegum vörum. Er það brýnt verkefni, að reynt sé með hlutlausrí rannsókn að fá úr því skoríð hve liagkvœm vöruskiptaverzlunin er, þegar tek- ið er tillit til gæða vörunnar, sem keypt er. FUJÁLS VEIIZLUN 3

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.