Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 2
Pétur Pétursson: UM SKATTA Þjóðfélagið, bæjarfélögin og sveitarfélögin eiga það öll sameiginlegt borgurunum sjálfum, að þau þurfa tekjur til að lifa og starfa. í þessu greinarkorni verður rætt nokkuð um, hvernig þessi félög afla þessara tekna og hugsanlegar úr- bætur á aðferð þeirra við tekjuöflunina. Ríkið aflar sér tekna með tollum á innflutn- ing, sköttum á tekjur beint og óbeint, veltu- sköttum, gjöldum af leyfum og þjónustu, ágóða af rekstri fyrirtækja o. s. frv. Bæjar- og sveitar- félögin afla sér einkum tekna með sköttum á tekjur, eignir, veltu o. fl. Ríkisvaldið skammtar þessum síðarnefndu félögum tekjustofnana og leggur einatt á þau kvaðir um eyðslu teknanna. Það er að sjálfsögðu misjafnt eftir löndum, hversu stórt hlutverk hins opinbera er í efna- hagslífi þjóðfélagsins, og svo er og um hlutverk bæjar- og sveitarstjórna. Þeir, sem hallast að hinu kapitaliska efnahagskerfi vilja, að athafna- svið hins opinbera sé bundið við framkvæmdir, þar sem samkeppni verður ekki komið við (s. s. vatns- hita- og rafmagnsveitur og þess háttar), svo og að hafa á hendi hlutverk hins hlutlausa dómara, sem lítur eftir því, að aðgerðir einstak- linga í efnahagslífinu valdi ekki öðrum eða þjóð- út úr landinu. Innlend verzlunarstétt óx upp ocj vann að því af þrótti og dugnaði að afla þjóð- inni nauðsynja hennar og selja framleiðslu henn- er á erlendum mörkuðum. Islenzkir kaupmenn og kaupfélög áttu þannig ríkan þátt í sólcn þjóðarinnar fyrír efnahagslegrí viðreisn, jafnhliða því sem sókninni í sjálfstæðis- baráttunni var haldið áfram.“ „Því fer víðs fjarri að verzlun og viðskipti séu í dag eins frjáls og óhindruð og æskilegt væri. Af verðbólguástandi undanfarinna ára hafa leitt margskonar höft og hindranir á vegi félaginu í heild tjóni (s. s. öryggiseftirlit, skipa- eftirlit, heilbrigðisreglur, lög um einokun o. f 1.). A hinn bóginn vilja sósíalistar og kommúnistar, að ríkisvaldið skipuleggi og sjái um alla fram- leiðslu og þjónustu og skammti þegnunum hæfi- lega umbun fyrir sín störf, og verður þá hlut- verk ríkisvaldsins æði yfirgripsmikið. Hér á Islandi ræður einhvers konar sambland af þessum hugsanakerfum, og hefur hlutverk rík- isvaldsins farið vaxandi hin síðari ár. Mun það þó eigi stafa af fjölgun sósíalista, hehlur öllu fremur af vandræðum þeim, sem hlotizt hafa af langvarandi verðbólgu, hinsfjárskorti og gjald- eyrisörðugleikum. f stað þess að leysa hinn að- steðjandi vanda, hefur ríkisvaldið gripið til alls kyns bráðabirgðaaðgerða á efnahagssviðinu og smám saman hneppt í viðjar allt athafnalíf af illri nauðsyn og getuleysi til þess að gera rót- tækar breytingar til lausnar efnahagsvandræð- unum. Þassari þróun hefur fylgt stóraukin þörf liins opinbera fyrir fjármagn. Allar hugsanlegar leið- ir hafa verið farnar til öflunar fjár og þannig orðið til eitt heimsins flóknasta, og e. t. v. óheppilegasta, fj áröfIunarkerfi. eðlilegra viðskiptahátta. Útflutningsverzlun þjóðarinnar er á marga vegu alltof liáð vöru- skiptum, sem. einnig hafa það í för með sér, að þjóðin hefur ekki aðstöðu til þess að afla nauð- synja sinna og gera innlcaup þar sem henni eru þau hagkvœmust.“ „Þau vandamcd, sem nú steðja að íslenzkrí verzlun og viðskiptalífi verða aldrei leyst með höftum og nefnda- og ráðavaldi. Þvert á móti verða allir frjálslyndir menn, hvaða verzlunar- form, sem þeir ciðhyllast, að sameinast um það að örva framtak þjóðarinnar til aukinnar fram- 2 FUJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.