Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 36
DULAltFULLUlt DRYKKUlt: Drykkjumaður kom slangrandi inn á bar og fór að vcðja við bar- manninn um að liann gæti sagt hvaða tegundir væru í hvaða drykkjarblöndu scm væri. Bármaður- inn bcygði sig niður, fyrir innan borðið, og licllti saman í glas ýmsum tegundum: Martini, whisky, sódavatni, koníaki o. fl. Sá þétti drakk úr glasinu, smjattaði og taldi síðan upp allar tegundirnar, sem í því voru. Ilann bauðst síðan til að reyna þetta einu sinni enn. En þá hellti barmaðurinn vatni í glasið og rétti honum. Sá fulli fékk sér sopa úr glas- inu, varð hugsi og tók síðan annan sopa. Síðan viðurkenndi hann, að hann gæfist upp. „Ég veit ckki, hvað þetta er, en eitt veit ég fyrir víst — þetta er áreiðanlega ekki söluhæft.“ ★ ,Það er þetta. sem gerir það út, að ég kann svo vel við stór- borgir — allir eru uppteknir af sjálfum sér." „Þessi hattur kostar aðeins 450 kr. og það er innifalin kvitt- un fyrir 90 kr„ sem þér getið sýnt manninum yðar." ■k Stuttu cftir að ég kom til Nýju Gíneu mætti ég innfæddum manni nálægt kókospálmalundi. Ég tók upp smápening, benti á háan kókospálma og sagði: „Þú klifra upp í tré, þá þú fá peninginn.“ Brosandi stakk sá innfæddi hendinni í vasann, dró upp seðil og sagði á lýtalausri ensku: „Hér cru tíu shillingar. Láttu mig sjá þig klifra upp.“ ★ ★ Móðir var að tala um fyrir ungum syni sínum og lagði áherzlu á, að við værum í heiminn borin til að hjálpa öðrum. Sonurinn varð hljóður við, en spurði svo þungbúinn: „Til hvers cru þá allir hinir?“ HÆRRI LAUN FYRIR HULA-HULA: Hula- hula dansarar á Hawaieyjum hafa myndað stétt- arfélag, sem hefur leitt til þess að þeir krefjast nú miklu hærri launa en áður. En nokkrum erfið- leikum valda leikmenn í faginu, sem bjóðast til að dansa fyrir lægra gjald, en „taxti“ félagsins segir til um. ÖG FRJÁLS VEUZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.