Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 17
HAWAII-
eyjar
s»wm
Nær 4.000 km frá vesturströnd N.-Ameríku liggja
20 eyjar, auk fjölmargra hólma og skerja, sem
kallaðar eru Hawaii-eyjar og nýlega eru orðnar
fimmtugasta ríki Bandarikjanna. — IJessi eyja-
klasi er samtals 16.700 km2 að stærð, eða aðeins
um % hluti Islands. Þrátt fyrir smæðina, eru Haw-
aii-eyjar með stærstu eyjum í Kyrrahafi, því að
aðrar eyjar þar, sem eru mjög rnargar, eru flestar
smáar. Hawaii-eyjar eru mjög rómaðar fyrir fegurð
og er það bæði vegna tignarlegra eldfjalla, mikils
gróðurs og dásamlegra litbrigða. Hæstu fjöllin eru
Mauna Kea og Mauna Loa og eru þau 4209 og
4168 m á hæð, en í rauninni rísa þau upp af hafs-
botni á 6000 m dýpi og eru því í heild yfir 10.000 m
á hæð yfir umhverfi sitt, og þar með „langhæsta
fjall“ á jörðinni, því segja má að þau séu tveir
tindar á einu risastóru eldfjalli.
íbúar eyjanna eru 580.000, og þar að auki er þar
mikil herstöð, með um 50.000 hermönnum. Yfir %
hlutar íbúanna búa á Oahu-eyjunni og þar af býr
bróðurparturinn í höfuðborginni, Iíonolulu, eða
305 þúsundir.
í Hawaii-eyjaklasanum eru átta aðaleyjar og
liggja þær í nokkrum boga, 600 km löngum. Lang-
stærsta eyjan heitir „Hawaii“, sem eyjaklasinn er
kenndur við, og er hún yfir 10.000 km2 að stærð.
Á þeirri eyju eru eldfjöllin stóru, sem áður er get-
ið. Eins og aðrar Kyrrahafseyjar er Hawaii-eyja-
klasinn byggður upp af eldgosum og kóralmyndun-
um, en hraunmyndanirnar eru yfirgnæfandi, og
eins og ísland myndi tæplega vera stærra en Fær-
eyjar, ef ekki hefði gosið sér á síðustu jarðsögu-
tímabilum, þá væru Hawaii-eyjar ekki til, ef eng-
in eldgos hefðu orðið á þessu svæði.
Loftslagið
Á Hawaii-eyjum blása norðaustan-staðvindar og
rignir mikið í vindáttinni, en hinum megin fjall-
anna rignir lítið. Við strendurnar er meðalhiti kald-
asta mánaðarins 21° C en þess heitasta 25° C, svo
að ekki er mikill hitamismunur eftir árstíðum. Eðli-
lega lækkar hitinn nokkuð eftir því sem hærra dreg-
ur í fjöllin og stöku sinunm festir snjó á toppana
á Mauna Kea og Mauna Loa. Þó að eyjarnar séu
ekki stórar, er þar mikill munur á úrkomu, eins
og áður er sagt. Jafnvel í höfuðborginni, Honolulu,
er hægt að velja byggingarlóðir, þar sem er 2300
mm meðalúrkoma á ári, og aðrar, þar sem meðal-
úrkoman er 600 mm. En meðalúrkoma við sjávar-
mál er að jafnaði 1000 mm, eða lítið eitt meiri en
í Reykjavík, en hér er 900 mm árleg meðalúr-
koma. í samræmi við loftslagið eru skógar á Haw-
aii-eyjum, sem minna á hitabeltisskóga, en sums
staðar eru þurrar grassléttur. Hins vegar er rækt-
un mikil og flestar jurtir, sem vaxa á eyjunum,
hafa upphaflega verið fluttar frá öðrum löndum.
íbúarnir og stjómmálin
Meira en helmingur núverandi íbúa eyjanna er
ættaður frá Asíu, einkum Japan, um það bil fimmt-
ungur er að miklu leyti afkomendur frumbyggj-
anna (Polynesa) og liitt eru kallaðir hvítir menn.
En skilin milli kynflokkanna eru að ýmsu leyti
óljós, þar sem mikið hefur verið um blöndun milli
þeirra.
Talið er að Hawaii-eyjar hafi fyrst byggzt um
500 e. Kr. og komu frumbyggjarnir frá öðrum
Kyrrahafseyjum. Fyrsti hvíti maðurinn, sem örugg-
FRJÁLS VERZLUN
17