Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 21
Friðrik K. Magnússon, stórkaupm.: Nemendasjódur Verzlunarskóla íslands Að kvöldi þess 29. apríl 1958, sama dags og skól- anum var slitið eftir vetrarstarfið, efndi stjórn Nemendasambands Verzlunarskóla íslands til veg- legs samkvæmis í Þjóðleikhúskjallaranum, svo sem venja hefur verið á undanförnum árum, til að gefa hinum ýmsu brautskráðu árgöngum tækifæri til að koma saman og minnast skólans, og hinum ný- brautskráðu nemendum tækifæri til að kveðja skól- ann. Iíóf jxdta var mjög fjölmennt og ánægjulegt og til sóma fyrir Nemendasambandið og skólann, en hér verður aðeins minnzt á einn merkisatburð, er gerðist þetta kvöld. Meðal brautskráðra árganga, er þarna voru mætt- ir, var árgangur frá 1933, er minntist 25 ára afmælis síns með þeirri rausn að gefa 25 þúsund krónur í Nemendasjóð skólans, er stofnaður var af skóla- piltum fyrir réttum 50 árum (29. apríl 1908) með 48 krónum. Hafði Hjálmar Blöndal, framkvæmda- stjóri, orð fyrir gefendunum og afhenti skólastjóra gjöfina, en Friðrik K. Magnússon, sem var einn af stofnendum sjóðsins og brautskráðist úr skól- anum fyrir 50 árum eða vorið 1908, flutti gefend- um hlýleg jiakkarorð fyrir þessa rausnarlegu og lofsverðu gjöf. Með þessari stóru gjöf hefur hið upphaflega stofnfé sjóðsins verið þúsundfaldað, og mun sjóðurinn jiví nú vera orðinn að upphæð um 48 þúsundir króna. Það er upphaf þessa máls, að í lok skólaársins vorið 1908 stofnuðu nokkrir nemendur sjóð til styrktar fátækum nemendum við skólann. í skóla- skýrslu frá jieirn tíma er þessa atburðar getið á jiessa leið: F ramtí ðarhorfur Hawaii-eyjar hafa lengi verið í fullkomnum efna- hagstengslum við Bandaríkin, svo að það mun ekki valda miklum breytingum þó að þær verði eitt af ríkjunum innan þeirra, og einnig er kaupgjald og þar með lífskjör svipuð og á meginlandinu. En fraintíðarhorfur eru nokkuð óvissar, þar sem mann- fjöldinn á eyjunum er nú orðinn svo mikill, að hinir gömlu atvinnuvegir geta ckki tekið við öllu vinnuaflinu, sem bjóðast mun á næstu árum, enda eru nú 45% af íbúunum 20 ára eða yngri. Jafn- framt hefur vcrið mikil vinna vegna herstöðvanna, sem alltaf getur dregizt saman. Af þessum orsöku- um eru nú uppi stórfelldar áætlanir um að koma á fót léttum iðnaði á eyjunum og einnig er búizt við, að móttaka ferðamanna eigi eftir að verða enn mikilvægari atvinnuvegur en nú er og að hin- ar stóru farþegaþotur muni eiga mikinn Jiátt í jiví að svo verði. — þeirra Hawuiibúa tekur hýðið ulan ai og kjarnann innan úr ananasóvextinum. FRJÁLS VERZLUN 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.