Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 4
bera en einstaklingar og félög, sem sömu iðjn stunda, oft í beinni samkeppni við kaupfélögin. Sjómenn greiða skatta eftir öðrum reglum en flugmenn eða aðrir sambærilegir starfsmenn í landi. Þeim, sem reykja vindla eða sígarettur, er gert að greiða milljónatugi í óbeina skatta vegna þessarar neyzlu, en þeir sem taka í nefið borga lítið sem ekki neitt í slíka skatta. Svona mætti lengi telja, og er óréttlætið ýmist sprott- ið af pólitískri togstreitu eða hreinum heimsku- pörum. Ekki verður sagt, að skattarnir séu skýrir, á- kveðnir og komi mönnum ekki á óvart. Útsvör- in hafa löngum verið lítt skiljanleg leikmönnum, stóreignaskattar hafa komið sem þjófar að nóttu, toliar teknir með prósentum ofan á prósentur o. s. frv. Eins og áður var minnzt á koma skattar þ. e. skattar og útsvör) á tekjur ársins á undan. Þetta getur verið mjög óheppilegt, sérstaklega þar sem svo háttar til hér á landi, að tekjur einstakiinga og fyrirtækja eru háðar miklum sveiflum vegna breytilegs afla úr sjónum og uppskerubreytinga hjá bændum. Sé ekki haldið jafnóðum eftir af tekjunum er hættan sú, að menn eyði of miklu í góðæri og standi svo snauðir og getulausir til greiðslu á sköttum ef harðæri fylgir góðærinu. En hvergi standast íslenzks skattayfirvöJd prófið eins illa og gagnvart síðustu skattareglu Smiths. Skattar hafa farið stöðugt hækkandi með verðbólgunni, og er nú svo komið, að menn geta ekkert eignazt nema með krókaleiðum, því að skattheimtumennimir taka það sem fram yfir er af tekjum, sem þarf til sæmilegs lífsviðurværis. Enn verri er útkoman hjá mörgum fyrirtækj- um, þar sem allar nettótekjur, og stundum tölu- vert meira en allar nettótelqur, fara í skatta og útsvör. Árið 1957 þurftu íslenzk flugfélög að greiða sem svarar 3,8 földum nettótekjum í skatta, og skipafélög greiddu 17,6 sinnum meira í skatt en nettótekjur þessara félaga námu. Slík skattlagning er fráleit og getur aðeins leitt til þess eins að gera þessi félög gjaldþrota og um leið að stórskaða þjóðina í heild með því að stöðva möguleika þessara félaga til að endur- bæta og auka rekstur sinn. Ofan á þessa skatt- lagningu hafa svo bætzt stóreignaskattar, sem lagðir eru á án tillits til greiðslugetu, enda lagð- ir á í þeim tilgangi að klekkja á ákveðnum hópi gjaldenda. Er eklvi ástæða lil að ræða stóreigna- skattana sérstaJdega hér, þar sem því efni liafa verið gerð góð skil í þessu blaði áður (sjá grein Svavars Pálssonar, 1. tbl. síðasta árs). Dregið úr framleiðsluaiköstum Það mun enginn vafi á, að ofsköttun einstak- linga og fyrirtækja er komin á það stig, að hún skaðar framleiðsluaflvöst og framtaksvilja. Hún hefur líka það í för með sér, að mörg fyrirtæki og einstaklingar hafa reynt að bjarga tekjum sínum undan klóm skattayfirvaldanna, og skap- ast þá um leið óeðlileg ráðstöfun fjármagns, svo og óréttlæti gagnvart þeim skattgreiðendum, sem gefa skilvíslega upp allar sínar tekjur. Það er álit sumra, að svo mikil brögð séu orðin að skattsvikum, að hið opinbera gæti verulega auk- ið tekjur sínar með því að lækka skatta á „há- tekjur,“ þar sem menn vilja fórna sanngjörnum hluta tekna sinna gegn því að fá að mynda lög- legan sparnað og eignaaukningu. Aulc þess myndi slík lækkun hafa stórlega bætandi áhrif á vöxt og viðgang fyrirtælcja, sem gætu þá í rík- ara mæli skapað sér eigið fjármagn án hinnar sífelldu ásóknar á útlánastofnanir. En úrbót í þessum efnum er gagnslaus, nema gerðar séu aðrar ráðstafanir t.il þess að koma efnahag landsins í eðJilegt horf. Bæta þarf úr gjaldeyrisskortinum og koma. íslenzka gjaldmiðl- inum í það horf, að fólk beri traust til hans, þ. c. stöðva verðbólguna. Seðlabankinn, sem er eitt sterlcasta vopn ríkisvaldsins til þess að lialda jafnvægi í efnahagnum þarf að vera algerlega sjálfstæður og lilutlaus. Alþingi þarf að skiljast mikilvægi f'járlaganna fyrir efnahag lands, þar sem hlutverk ríkisins í þjóðarbúskapnum er nú orðið svo stórt, að upphæð og eðli fjárlaganna hefur víttæk áhrif á gang efnahagsmálanna ár hvert, og geta fjárlögin liaft afgerandi áhrif á hvort verðbólga hjaðnar eða eylcst. Þar sem það ástand, sem nú ríkir í skatta- málunum er orðið svo slæmt, að ofsköttunin stórskaðar ekki aðeins einstaklinga og félög, sem fyrir henni verða, heldur einnig þjóðfélagið í heild, hlýtur það að vera sameiginlegt áhuga- mál stjórnarvaldanna og borgaranna, að þessi mál verði, sem allra fyrst, tekin til yfirvegunar og slíattafyrirkomulaginu breytt þannig, að skattarnir verði réttlátari og drepi ekki hænuna, sem verpir gulleggjunum. 4 FltJÁLS VEllZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.